Goðasteinn - 01.06.1986, Síða 66
Jón R. Hjálmarsson.
r ____
I Texas var gott að vera
í fyrsta hefti Goðasteins árið 1962 birti ég frásögn um skemmti-
lega ferð til Frakklands og sagði þá einkum frá áhugaverðri viðdvöl
í Parísarborg. Öðru hverju síðan hef ég birt í ritinu frásagnir um
ýmsar aðrar ferðir bæði innan lands sem utan. Fer því vel á því að
segja enn eina ferðasögu í þessu lokahefti okkar og hana af talsvert
fjarlægum slóðum. Það er ferð til Texas árið 1980.
Um árabil hef ég starfað í félagsskap Rotarys, sem er alþjóðlegur
og leggur meðal annars áherslu á að efla kynni, skilning og góðvild
meðal einstaklinga og þjóða og stuðla með því að friði i heiminum.
Einn þáttur 1 starfi Rotarys í þessum tilgangi eru svokölluð náms-
hópaskipti. Senda þá tvö Rotaryumdæmi sitt í hvoru landi hópa
ungra manna í heimsókn til að kynnast þjóðfélagsástandi,
menningu og atvinnuháttum viðkomandi lands og upplýsa jafn-
framt heimamenn um eigið land. íslenskir Rotarymenn hafa tekið
talsverðan þátt í þessum námshópaskiptum og þá ýmist sent hópa
frá sér til útlanda eða tekið á móti þesskonar hópum erlendis frá.
Að beiðni Baldurs Eiríkssonar á Akranesi, þáverandi umdæmis-
stjóra Rotarys, tók ég að mér að vera fararstjóri með einum slíkum
hópi, sem fara skyldi til Texas í Bandarikjunum og dveljast þar um
sex vikna skeið á vegum hinna ýmsu Rotaryklúbba. Samferðamenn
mínir voru fimm ungir og vaskir menn viðsvegar að á landinu og
heita sem hér segir:
Gestur Sæmundsson, múrarameistari, Ólafsfirði,
Hafsteinn Eiríksson, verslunarmaður, Hafnarfirði,
Haraldur Friðriksson, bakarameistari, Kópavogi,
Dr. Jón Hálfdánarson, efnafræðingur, Akranesi og
Kjartan Rafnsson, tæknifræðingur, Keflavik.
64
Goðasteinn