Goðasteinn - 01.06.1986, Síða 66

Goðasteinn - 01.06.1986, Síða 66
Jón R. Hjálmarsson. r ____ I Texas var gott að vera í fyrsta hefti Goðasteins árið 1962 birti ég frásögn um skemmti- lega ferð til Frakklands og sagði þá einkum frá áhugaverðri viðdvöl í Parísarborg. Öðru hverju síðan hef ég birt í ritinu frásagnir um ýmsar aðrar ferðir bæði innan lands sem utan. Fer því vel á því að segja enn eina ferðasögu í þessu lokahefti okkar og hana af talsvert fjarlægum slóðum. Það er ferð til Texas árið 1980. Um árabil hef ég starfað í félagsskap Rotarys, sem er alþjóðlegur og leggur meðal annars áherslu á að efla kynni, skilning og góðvild meðal einstaklinga og þjóða og stuðla með því að friði i heiminum. Einn þáttur 1 starfi Rotarys í þessum tilgangi eru svokölluð náms- hópaskipti. Senda þá tvö Rotaryumdæmi sitt í hvoru landi hópa ungra manna í heimsókn til að kynnast þjóðfélagsástandi, menningu og atvinnuháttum viðkomandi lands og upplýsa jafn- framt heimamenn um eigið land. íslenskir Rotarymenn hafa tekið talsverðan þátt í þessum námshópaskiptum og þá ýmist sent hópa frá sér til útlanda eða tekið á móti þesskonar hópum erlendis frá. Að beiðni Baldurs Eiríkssonar á Akranesi, þáverandi umdæmis- stjóra Rotarys, tók ég að mér að vera fararstjóri með einum slíkum hópi, sem fara skyldi til Texas í Bandarikjunum og dveljast þar um sex vikna skeið á vegum hinna ýmsu Rotaryklúbba. Samferðamenn mínir voru fimm ungir og vaskir menn viðsvegar að á landinu og heita sem hér segir: Gestur Sæmundsson, múrarameistari, Ólafsfirði, Hafsteinn Eiríksson, verslunarmaður, Hafnarfirði, Haraldur Friðriksson, bakarameistari, Kópavogi, Dr. Jón Hálfdánarson, efnafræðingur, Akranesi og Kjartan Rafnsson, tæknifræðingur, Keflavik. 64 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.