Goðasteinn - 01.06.1986, Page 67
Félagar i Texasferð. Talið frá vinstri: Jón Hálfdánarson, Jón R. Hjálmarsson,
Haraldur Friðriksson, Hafsteinn Eiríksson, Kjartan Rafnsson ogGestur Sæmunds-
son.
Við sexmenningarnir héldum með okkur allmarga fundi til
undirbúnings þessarar löngu ferðar, létum prenta snotran ferða-
bækling til kynningar á okkur sjálfum og landi okkar og einnig
létum við gera minjagripi til að gefa gestgjöfum okkar þar vestra.
Brátt var okkur ekkert að vanbúnaði og var þá haldið af stað á vit
hins ókunna og framandi hinu megin hafsins.
Ferðin hófst hinn 3. mars 1980 og flugum við síðdegis frá
vellinum við Keflavík áleiðis til New York í fyrsta áfanga. Nokkuð
seinkaði flugi frá áætluðum brottfarartíma og átti það eftir að baka
okkur nokkur óþægindi síðar í ferðinni. En flugið vestur sóttist
greiðlega eftir að í loftið var komið og vorum við ferðafélagar allir
glaðir og reifir. Má segja að strax á þessum fyrsta degi hafi komið
í ljós þau einkenni, sem síðan fylgdu félögum mínum alla ferðina, en
það var öðru fremur ljúfmannleg framkoma, æðruleysi og karl-
mannleg glaðværð. Á leiðinni sáum við nokkuð niður á jökul-
breiður og núnatakka á Grænlandi og síðar, eftir að dimma tók,
sáum við ljósum prýdd þorp og borgir í Kanada og Bandaríkjun-
um. Undir lokin hringsóluðum við nokkra stund yfir ótölulegri
Goðasteinn
65