Goðasteinn - 01.06.1986, Page 70
Ferðafélagar í bíl á leið um landið. Ljósm. Kjartan Kafnsson.
auðugt land af margvíslegum náttúruafurðum. Landbúnaður er
mikill og meðal annars rækta menn bómull, maís, hveiti, hrisgrjón,
hafra, jarðhnetur, kartöflur, grænmeti og ávexti. Húsdýrahald er
líka útbreitt og hafa menn nautgripi og þá aðallega miklar holda-
nautahjarðir, sauðfé, svín og alifugla. En einhver mestu auðæfi
landsins munu þó fólgin í olíulindunum, sem eru margar og víða.
Einnig vinna menn gas úr jörðu, brúnkol, brennistein og sitthvað
fleira.
Fyrstu dagana í Texas dvöldumst við mest í Dallas og nágrenni og
skoðuðum þá margt í þessari miklu borg. Meðal annars sýndu
heimamenn okkur staðinn, þar sem John F. Kennedy, forseti, var
myrtur, er hann var á ökuferð um borgina haustið 1963. Mörgu er
þar haldið til haga til minja um þennan voðalega atburð og greini-
legt er að þetta hefur mikið gildi fyrir ferðamannaiðnað borgarbúa.
Eitt með öðru sem við gerðum í Dallas var að sækja fund í einum
af Rotaryklúbbum borgarinnar. Var okkur þar vel tekið eins og
reyndar hvarvetna hjá þessu gestrisna og glaðværa fólki sem Texas-
búar eru. Einn af klúbbfélögum, Austin B. Watson að nafni, tók
okkur tali í fundarlok og bauð okkur til kvöldverðar á tilteknu
68
Goðasteinn