Goðasteinn - 01.06.1986, Page 71

Goðasteinn - 01.06.1986, Page 71
Kjartan Rafnsson ásamt þremur Texasbúum. Lengst til hægri er Tom Ramsey, er var formaður þeirrar nefndar sem skipulagði dvöl okkar og ferðalög í Texas. veitingahúsi í borginni þennan sama dag. Við tókum boðinu með þökkum og reyndist veitingahúsið vera á 31. hæð í einum af skýja- kljúfunum í miðborg Dallas og ekki af lakari endanum. Var þetta hin ágætasta veisla og leysti gestgjafinn okkur að lokum út með gjöfum, svo sem myndbókum og minjagripum frá Texas. Einnig spurði hann okkur, hvort við mundum koma til Houston og skoða þar geimferðastöð þeirra Bandaríkjamanna. Við svöruðum því til að ekki væri það með á ferðaáætlun okkar. Sagði hann þá að slíkt væri ótækt og að úr því yrði að bæta með einhverjum ráðum. Mundum við fá að heyra frá sér síðar varðandi málið. Við vorum þessum höfðinglega manni, sem auðsjáanlega var vel efnum búinn, afar þakklátir og gáfum honum fagra myndabók frá íslandi að skilnaði. Gerðum við samt ekki meira en svo ráð fyrir að við mundum heyra frá honum framar. Eftir viðtöl okkar í Dallas og nágrenni hófst hjá okkur mikið ferðalag vítt og breitt um landið. Stönsuðum við þá oftast tvo til þrjá daga í hverri borg, heimsóttum Rotaryklúbba, skoðuðum sögustaði, komum í skóla, söfn, verksmiðjur, sjúkrahús, kirkjur, búgarða, verslanir, skemmtistaði, lögreglustöðvar, fangelsi, barna- Goðasteinn 69

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.