Goðasteinn - 01.06.1986, Side 75

Goðasteinn - 01.06.1986, Side 75
Risaskutla í geimferðastöðinni í Houston. Ekki voru farþegar með í ferðinni og áhöfnin komst lífs af. Var þá fengin bandarísk skíðaflugvél til að sækja fólkið upp á jökulinn. Lenti vélin hjá fólkinu, en tókst ekki að hefja sig til flugs á ný. Var áhöfninni síðan bjargað af leiðangri, sem kom að norðan og flutti allt fólkið niður af jöklinum og til byggða. Nokkru eftir þetta var George O. Hambrick fenginn til að reyna að bjarga skíðaflugvélinni af jöklinum. Ferðaðist hann þá talsvert hér á landi og kynntist ferðagörpum eins og Guðmundi Jónassyni og ýmsum öðrum, sem voru með honum til aðstoðar. Ekki tókst honum að bjarga flugvél- inni, því að hún var þá mjög komin á kaf í snjó. Gerði hann þó allt sem hann gat í því skyni og lenti í ýmsum mannraunum á jöklinum. En eftir þessa dvöl hér og kynni af landi og þjóð, bar hann mikinn hlýhug til íslendinga. Þótti mér frásögn mannsins svo skemmtileg og merkileg að ég fékk hann til að skrifa grein um leiðangurinn er birtist í Lesbók Morgunblaðsins 4. apríl 1981. Þannig leið tími okkar í Texas. Sífellt var eitthvað að gerast og eitthvað nýtt að sjá. Fyrr en varði lauk þessari sex vikna kynnisdvöl i landinu. Brottfarardagurinn rann upp og við kvöddum fagurt land og gestrisið og gott fólk á flugvellinum í Dallas. Flugum við síðan Goðasteinn 73

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.