Goðasteinn - 01.06.1986, Blaðsíða 94
Leiðréttingar, athugasemdir
Nokkrar meinlegar villur hafa slæðst með í síðustu heftum
Goðasteins. í 18. árg. 1979, bls. 37, er JónÁrnasontalinnhafaverið
skrifari Péturs biskups, rétt er Helga Thordersen. Árg. 1982—83,
bls. 6, kóngsbændadagsbæn, rétt kóngsbænadagsbæn, bls. 37,
Njóldalur, rétt Njóladalur, bls. 49, feigðina koma í augu sín, rétt
komna, bls. 54, hann dagaði upp, rétt hana dagaði uppi. Krukks-
hekkir á bls. 37 í árg. 1984—85 skal að sjálfsogðu vera Krukkshellir.
Um annað, sem miður fer, er auðvelt að lesa í málið.
Vísan: „Margan fráan fékk ég hest” á bls. 48 í árg. 1984—85 er
úr Gránuvísum sr. Páls Bjarnasonar á Undirfelli, en vegna fylgjandi
sagnar um reiðhross Benedikts skálda í feigðarför hans 1823 þótti
ekki rétt að kippa henni út úr vísnaþætti Guðjóns í Hlíð.
Páll Lýðsson bóndi í Litlu-Sandvík fyllti í eyðu þá sem varð í ævi
Jóns Sigurðssonar fræðimanns frá Steinum í árg. 1984—85: Jón
kom árið 1871 að Hreiðurborg í Kaldaðarnessókn í Flóa frá Bústöð-
um. Bóndi í Hreiðurborg 1871—1874. Kona hans, 23. des. 1871,
Rannveig, f. 18. mars 1842, Jónsdóttir bónda í Uppsölum í Hvol-
hreppi. Við úttekt Hreiðurborgar hjá Jóni 26. maí 1874 var álag
hans metið á 37 rd 32 sk. og kúgildi á 8 rd. Jón svaraði út á móti
32 rd. 20 sk.
Goðasteinn þakkar Páli Lýðssyni þennan fróðleik um fræðaþul-
inn frá Steinum og liggja nú helstu atriðin í æviferli hans nokkuð
ljóst fyrir.
92
Goðasteinn