Úrval - 01.05.1977, Side 28
26
URVAL
skjaldböku og steikir hana og borðar
steiktar kartöflur með. Þegar hann
kemur til Gíbraltar 4. ágúst, gerir
hann sér grein fyrir því, að hann
hefur næstum því sett nýtt met í
hraðsiglingu yfir Atlantshaf. Og þar
fær hann þær fréttir, að hann verði að
snúa við. Bresku sjóliðsforingjarnir,
sem bjóða honum að snæða og neyta
dýrlegra veiga með sér, hvetja hann
til þess að forðast Rauðahafið. Þeir
segja, að þetta mjóa haf, sem er í
rauninni aðeins breitt sund, sé
hættulegt, því að þar sé urmull af
sjóræningjum og hann yrði þeim
auðvelt fórnarlamb. Því leggur
Slocum af stað í vesturátt og stefnir
til Brasilíu.
Þá gerist kaldhæðnislegt atvik.
Hann er varla kominn út á Atlants-
hafið á nýjan leik, áður en spænskir
sjóræningjar verða á vegi hans. Hann
breytir um stefnu, en spænska
seglskipið, sem er mjög rennilegt og
hraðskreitt, nálgast í sífellu. Hann
rifar í snatri aðalseglið og býr sig
undir ójafna viðureign. Og síðan
skellur geysileg alda á bæði skipin.
Slocum þrífur riffil til þess að verjast
árásarmönnunum, en þá kemst hann
að því, að aldan hefur eyðilagt
seglabúnað sjóræningjaskipsins.
Hann beinir því „Löðrinu” í sömu
stefnu og áður, örmagna en laus úr
allri hættu.
Það tekur hann 40 daga að sigla
aftur yfir Atlantshafið. Það eru
viðburðarsnauðir dagar. Síðar lendir
þessi hrausti Nova Scotiabúi í
ofboðslegum ósjó meðfram strönd
Argenrínu. Himinhá alda skellur yfir
, ,Löðrið ’ ’ og virðist ætla að færa það í
kaf. Það riðar til, en réttir sig svo við
aftur og siglir áfram. í Magellansundi
fyrir sunnan Suður-Ameríku lendir
hann í suðvestanroki. ,,Mér gafst
aðeins andartaks frestur til þess að
fella seglin og reyra allt niður, þegar
stormurinn skall yfir mig eins og skot
úr fallþyssu.... Rokið stóð í 30
stundir samfleytt.” Loks nær hann
höfn í Punta Arenas.
19- FEBRÚAR, 1896: Þegar hann
siglir aftur út á hið stormasama sund,
lendir hann í „samþjöppuðum
rokhviðum”, sem blása lóðrétt niður
með bröttum fjallshlíðunum. Þessar
vindhviður eru alræmdar og sjómenn
óttast þær. Hann nær til Froward-
höfða, syðsta odda meginlands
Suður-Ameríku. Og þar verða á vegi
hans sjóræningjar undir stjórn Svarta-
Pedro, sem er alræmdur sem versti
morðinginn á hinum auðnarlegu
eyjum Eldlandsins sunnan suðurodda
meginlandsins. Þeir koma siglandi á
húðkeipum, æpandi og öskrandi, og
nálgast „Löðrið” mjög hratt. En þá
skýtur Slocum skoti yfir stefnið að
næsta bátnum og síðan öðm
uggvænlega nærri Svarta-Pedro sjálf-
um. Þeir flýja.
„Löðrið” kemst fram hjá Pilar-
höfða og siglir út á Kyrrahafið. En
ofsastormur hrekur það niður með
strönd Eldlandsins í áttina til
Hornhöfða. Skipið hrekur undan
storminum í 4 daga samfleytt, og