Úrval - 01.05.1977, Qupperneq 28

Úrval - 01.05.1977, Qupperneq 28
26 URVAL skjaldböku og steikir hana og borðar steiktar kartöflur með. Þegar hann kemur til Gíbraltar 4. ágúst, gerir hann sér grein fyrir því, að hann hefur næstum því sett nýtt met í hraðsiglingu yfir Atlantshaf. Og þar fær hann þær fréttir, að hann verði að snúa við. Bresku sjóliðsforingjarnir, sem bjóða honum að snæða og neyta dýrlegra veiga með sér, hvetja hann til þess að forðast Rauðahafið. Þeir segja, að þetta mjóa haf, sem er í rauninni aðeins breitt sund, sé hættulegt, því að þar sé urmull af sjóræningjum og hann yrði þeim auðvelt fórnarlamb. Því leggur Slocum af stað í vesturátt og stefnir til Brasilíu. Þá gerist kaldhæðnislegt atvik. Hann er varla kominn út á Atlants- hafið á nýjan leik, áður en spænskir sjóræningjar verða á vegi hans. Hann breytir um stefnu, en spænska seglskipið, sem er mjög rennilegt og hraðskreitt, nálgast í sífellu. Hann rifar í snatri aðalseglið og býr sig undir ójafna viðureign. Og síðan skellur geysileg alda á bæði skipin. Slocum þrífur riffil til þess að verjast árásarmönnunum, en þá kemst hann að því, að aldan hefur eyðilagt seglabúnað sjóræningjaskipsins. Hann beinir því „Löðrinu” í sömu stefnu og áður, örmagna en laus úr allri hættu. Það tekur hann 40 daga að sigla aftur yfir Atlantshafið. Það eru viðburðarsnauðir dagar. Síðar lendir þessi hrausti Nova Scotiabúi í ofboðslegum ósjó meðfram strönd Argenrínu. Himinhá alda skellur yfir , ,Löðrið ’ ’ og virðist ætla að færa það í kaf. Það riðar til, en réttir sig svo við aftur og siglir áfram. í Magellansundi fyrir sunnan Suður-Ameríku lendir hann í suðvestanroki. ,,Mér gafst aðeins andartaks frestur til þess að fella seglin og reyra allt niður, þegar stormurinn skall yfir mig eins og skot úr fallþyssu.... Rokið stóð í 30 stundir samfleytt.” Loks nær hann höfn í Punta Arenas. 19- FEBRÚAR, 1896: Þegar hann siglir aftur út á hið stormasama sund, lendir hann í „samþjöppuðum rokhviðum”, sem blása lóðrétt niður með bröttum fjallshlíðunum. Þessar vindhviður eru alræmdar og sjómenn óttast þær. Hann nær til Froward- höfða, syðsta odda meginlands Suður-Ameríku. Og þar verða á vegi hans sjóræningjar undir stjórn Svarta- Pedro, sem er alræmdur sem versti morðinginn á hinum auðnarlegu eyjum Eldlandsins sunnan suðurodda meginlandsins. Þeir koma siglandi á húðkeipum, æpandi og öskrandi, og nálgast „Löðrið” mjög hratt. En þá skýtur Slocum skoti yfir stefnið að næsta bátnum og síðan öðm uggvænlega nærri Svarta-Pedro sjálf- um. Þeir flýja. „Löðrið” kemst fram hjá Pilar- höfða og siglir út á Kyrrahafið. En ofsastormur hrekur það niður með strönd Eldlandsins í áttina til Hornhöfða. Skipið hrekur undan storminum í 4 daga samfleytt, og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.