Úrval - 01.02.1981, Qupperneq 56
54
ÚRVAL
geyma gífurlegan vatnsforða,
minnkar árlega um 250 rúmkíló-
metra. Þá minnkar ísmassi Suður-
skautslandsins og meðalþykkt sjávar-
íss Norður-Ishafsins hefur rýrnað og
yfirflöturinn rýrnað yfír 10%. Um
80% af magnaukningu sjávar stafa
af tilkomu vatns við bráðnun jökla.
Hver er ástæðan fyrir þessum mikla
„búferlaflutningi” vatnsins?
Líkt og aðrir vísindamenn hallast
ég að því, að þeirra sé að leita í
breytingum, sem orðið hefur vart á
loftslagi á jörðinni. Líkt og áður á
jarðhnikskenningin sér marga fylgis-
menn. Hún skýrir hækkun sjávarmáls
með jarðfræðilegri þróun, þar á
meðal með stækkun neðansjávar-
fjallgarða. Ég lít svo á, að þetta eigi
við um tímaskeið, sem er billjónir ára
að lengd. En þegar til skemmri tíma
er litið ákvarðast breytingar á sjávar-
máli af skammtíma veðurfarsfyrir-
bærum.
Það er ekki hægt að ræða þessi mál
án þess að ganga úr skugga um, hvort
loftslagið er að breytast. Til skamms
tíma vom vísindamenn sammála um,
að svo væri ekki. Á síðustu 10 ámm
hafa vísindamenn þó komist að þeirri
niðurstöðu, að loftslag jarðarinnar
hafi hlýnað og hlýindin ná hámarki á
fimmta áratugnum. Hlýindanna
gætti sérstaklega á norðurhveli jarðar
og því meira sem norðar dró. Lofthiti
í þessum heimshluta hefúr hækkað
um eina gráðu að meðaltali.
Þannig er uppþurrkun meginland-
anna, með því að ,,dæla” vatni frá
þeim út í höfin, bergmál
samskonar breytinga á loftslagi
jarðar. Lofthitinn hefur hækkað,
uppgufun aukist og rakastreymi út í
andrúmsloftið og fyrir milligöngu
þess berst vatnið til hafs. Ýmsir
vísindamenn álíta, að allar náttúru-
hamfarir, svo sem þurrkar, flóð og
ofsaregn, sem komið hafa tíðar á
síðustu árum, séu afleiðingar breyt-
inga á hitajafnvægi hnattarins.
Óreglan á hitanum hefur minnkað
hitamismun heimskautanna og
miðbaugs og haft áhrif á hringrás
andrúmsloftsins. Loftstraumar, sem
bera raka frá hafínu inn yfir megin-
löndin, hafa veikst og dregið úr
monsúnrigningunum. Úrkoman
hefur fallið þar sem hennar var ekki
þörf — í hafið.
Þrjár leiðir
Breytingar á hátterni sjávarí kjölfar
þessa breyta merkjanlega lífsskilyrð-
um á jörðinni. Sjórinn á nú um
þtennt að velja: Hann getur snúið
aftur til fyrri stranda, þanist enn meir
út, eða að sjávarborð lækkar aftur
skyndilega. Hverja þessara þriggja
leiða mun hann velja?
Ef hlýindin halda áfram, getur það
leitt til algerrar bráðnunar ískápu
heimskautanna, auk þess sem mikið
vatn, sem nú er bundið í heim-
skautaísnum, mun, er hann bráðnar,
streyma í átt að miðbaug. Núningur
jarðar mun hægjast, en það raskar
núverandi kerfi hringrásar andrúms-
loftsins og úrkomudreifingarinnar.