Úrval - 01.02.1981, Page 60
“>8
ÚRVAL
starði á mig í fullar fímm mínútur á
meðan ég reyndi að deyfa hávaðann
af hjartslætti mínum. Eftir að hann
hafði hleypt mérí gegn, lenti ég ekki
í neinum vandræðum, nema þessum
venjulegu við Intourist: kæruleysinu
hjá starfsmönnunum, pirringi af að
þurfa hvað eftir annað að láta grípa
fram í símtöl og hinu fullkomna
dugleysi og afskiptaleysi.
Reiði Intourist-kvennanna yfír því
að ég skyldi halda fast við að komast
einmitt á hótelið sem mér hafði verið
lofað, sljákkaði heldur, þegar ég
haíði sagt þeim nokkrar skrýtlur. Þær
hlógu og gáfu mér sælgæti. Þetta
hafði þó að minnsta kosti ekki breyst:
undir yfírborðinu voru Rússarnir
hjartahlýjasta, vinalegasta og frjáls-
legasta fólk, sem hugsast getur.
Margir vina minna höfðu flutt úr
landi. Ég hikaði við að hringja í þá,
sem enn voru eftir. Langur tími var
liðinn, og sovésk blöð höfðu ,,sent
mig út í kuldann” frá því ég var hér
síðast. Allir sem ég hringdi til
minntust með gleði gamalla daga, og
áður en varði sat ég við boiðið heima
hjá þeim, og ég heimsótti þá eins
marga og eins fljótt og ég gat. Fólk
naut lífsins á sama hátt og áður. Það var
drukkið og borðað meira en
góðu hófí gegndi, og menn sögðu
gamansögur aðra stundina og ræddu
ástandið þá næstu. Samt sem áður
greindi ég einhverja breytingu. I
gamla daga höfðu vinir mínir notið
lífsins án þess að gera mikið veður út
af því. Nú var stöðugt verið að tala
um erfiðleika daglegs lífs og þörfína
fyrir að geta horfíð á brott frá þeim
um stund.
I anda tilheyrði þetta fólk
gáfumannahópi Vesturlanda. Síðast
þegar ég hafði hitt það hafði það
verið sannfært um að það væri ofur-
lítill minnihlutahópur sem ekki væri
ánægður með kerfíð í Sovétríkjunum.
Nú vildu vinir mínir greinilega ekki
tala um þessi málefni. „Horfðu bara
á venjulegt fólk þar sem það
þrammar til vinnu sinnar,” sagði
einn. ,,Sjáðu hvort þú fínnur hvað
það er, sem gerir það daprara og
drungalegra með hverjum deginum
sem líður. ’ ’
Ég brá mér því út á götu. Ekkerti
óvenjulegt var við að sjá troðfullar
verslanir og strætisvagna í Moskvu.
Það sem var nýtt var hversu óþolin-
mótt fólkið var. Samskipti viðskipta-
vinanna og afgreiðslustúlknanna 1
verslununum höfðu oft verið erfíð, en
nú gætti fjandskapar. Á veitingastað
breyttust glaðvær drykkjulætin í
eitthvað annað og verra. Verið var að
loka og einn gestanna hélt að annar
hefði reynt að troðast fram fyrir hann
í fatageymslunni. Matargestir
blönduðu sér óspart í slagsmálin, sem
á eftir fylgdu. Ég hafði aldrei séð
neitt þessu líkt í Moskvu, þegar ég
hafði dvalist þar áður.
Er ég spurði vini mína hverju þetta
sætti sögðu þeir að vonbrigði og
örvænting þyrftu að fá útrás. En þar
sem þetta voru í mörgum tilfellum
listamenn og menntamenn, sem