Úrval - 01.02.1981, Side 70
68 ÚRVAL
„Almáttugur,” hvíslaði Hector að
Alfræðibókinni. ,Justin hefur
margvíslega reynslu af dýrum. Eigum
við að greiða honum atkvæði um
inngöngu I klúbbinn ? ” ’
,,Fremur ættirðu að gefa f]ólu-
blárri kú atkvæði þitt,” svaraði
Alfræðibókin.
HVAÐA MISTÖK GERÐI
JUSTIN?
Lausn á bls. 112. j</. , , •
Hvað er sjálfsagt?
Að það skuli vera svona erfitt að gleðjast raunverulega.
Þrátt fyrir allt það sem við njótum daglega.
Árið út og árið inn.
Frelsi.
Lýðræði.
Velgengni.
Er hægt að gleðjast yfir sjálfsögðum hlutum?
Sjálfsögðum?
Verður sjálfsögðum hlutum nokkru sinni sunginn lofsöngur?
Þreyttur og reiður reyndi upptökustjófi kvikmyndarinnar að endur-
taka atriði sem hafði misfarist um daginn. Að lokum hrópaði hann:
,,Ég gæti allt eins verið ósýnilegur, það virðist enginn hafa tekið eftir
hvernig þetta á að vera! ’ ’
Það var grafarþögn. Að iokum leit þó einn leikarinn hægt í
kringum sig og sagði: ,,Hver sagði þetta?”
-jo.
Ég þekki iðnaðarmann sem tók að sér verk fyrir vel stæðan mann sem
þekktur var fyrir að borga ekki reikninga. Þegar verkinu var lokið
lagði hann fram reikninginn og var sagt að ávísun yrði send til hans í
pósti næstu daga. Tveim dögum síðar fékk iðnaðarmaðurinn svo
upphringingu þar sem spurt var hvort hann kynni nokkur skil á óþef
sem lagði um húsið. Hann kvað það geta vel verið en kvaðst ekki gefa
sér tíma til að sinna því fyrr en hann fengi fyrrgreindan' reikning
borgaðan. Þegar hann kom fékk hann óðara borgað það sem hann
átti inni, gekk því næst rakleitt að arninum og fjarlægði þaðan dauða
mús. — H. H.