Úrval - 01.02.1981, Síða 91

Úrval - 01.02.1981, Síða 91
FESTAR GJALDIÐ 89 sinn í hvcrt sinn sem maður fer á almannafæri, sagði sagan, meira að segja á heitustu dögum. Og fleira kom til. í borginni, hafði hún heyrt, tók lögreglan mann stundum og fór eitthvað með mann. Og alltaf varð maður að hafa peninga á sér, var sagt. Aðeins einu sinni hafði Kísúení átt peninga, sem hún gat kallað sína eigin. Tíu shillingarnir sem hún fékk á mánuði hjá frú Vermuelen fóru beint til móður hennar. En penní ökumannanna voru öðruvísi. Þessara peninga aflaði hún með því að standa við hliðið á þjóðveginum á sunnudögum og opna og loka fyrir ökumönnum, sem leið áttu um. Baas Vermuelen hvatti þau til að gera þetta, því ef enginn var þar nenntu ökumenn stundum ekki að loka hliðinu og bóndinn missti skepnurn- arsínarút. Kísúení komst að vegna þess að einn af strákunum sem átti að gæta hliðsins hafði viljað koma sér í mjúkinn hjá henni og boðið henni að koma í hans stað. Bóndinn leyfði aðeins fjórum að standa hliðvörð og var strangur með það. Hann sagðist ekki vilja láta bæinn sinn líta út eins og hann væri krökkur af verdomde kaffirs. Kísúení lúrði á koparpeningunum sínum átján í margar vikur og lék sér að því í huganum hvað hún ætlaði að gera við þessa peninga. Til öryggis hnýtti hún þá fast innan í eitt hornið á hvíta klútnum sem frú Vermuelen hafði gefið henni til að verja barnið falli. Loks, þegar farandsala bar að garði, ákvað hún að kaupa hönk af bláum og bleikum perlum. I nokkrar erfiðar mínútur vissi Kísúení ekki hvort hún fengi þær eða ekki, því svíðingurinn heimtaði tvo shillinga og sex pens fyrir þær. En áður en hann tók saman föggur sínar sagði hann: ,,Allt í lagi. Bara fyrir þig. Þú getur fengið þær fyrir einn og sex. ’ ’ Henni létti stórlega og fór að búa sér til kragann sem hana hafði svo lengi langað að eignast. Hún var býsna fim að þræða perlurnar upp á geitarhár, bleika og bláa á víxl, og búa til stjörnulaga munstur. Móðir hennar hjálpaði henni bara með hornin. Kfsúení var stolt af handar- verki sínu og bar það aðeins við hátíð- leg tækifæri. Það var um þetta leyti sem móðir hennar uppgötvaði að hún var með barni, síðasta rúningsdaginn. Bóndinn hafði heitið því að ef rúningin hefðist af fyrir helgina skyldi hópurinn fá hálfan skrokk í aukaþóknun svo allir lögðu sig fram. Þau höfðu steikt kjötið á flötum steinum, sem lagðir voru á bálköst úr þurrum greinum á fölbrúnni mold- inni. Kísúení hjálpaði við að safna saman eldiviðnum. Leti og kæruleysi greip um sig meðal vinnuliðsins meðan það horfði á kindakjötið verða brúnt og naut kræsilegs ilmsins af steikinni. Það naut þess að hlusta á kraumandi fit- una þegar hún rann úr á steinana!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.