Upp í vindinn - 01.05.2007, Blaðsíða 6

Upp í vindinn - 01.05.2007, Blaðsíða 6
... Upp í vindinn Umhverfis- og Byggingarverkfræðiskor á Tímamótum Umhverfis- og byggingarverkfræðiskor Háskóla íslands stendur á tímamótum. Frá upphafi hefur skorin lagt áherslu á fyrrihluta eða grunnnám í verkfræði. í dag stendur til að stórefla framhaldsnám og rannsóknir við skorina til að ná því metnaðarfullu markmiði sem Háskóli íslands hefur sett sér um að skipa sess meðal bestu háskóla heims. Þessi grein fjallar um þær breytingar sem standa yfir innan skorarinnar og verkfræðideildar. Söguágrip Upphaf verkfræðináms á íslandi má rekja til vetursins 1940. Þá flutti Háskóli íslands í nýbyggða aðalbygg- ingu og kennsla til tveggja ára fyrrihlutaprófs í byggingar-, véla- og rafmagnsverkfræðihófst.Verkfræði- deild Háskóla íslands var síðan form- lega stofnuð 4 árum síðar. Fullt fjög- urra ára grunnnám í verkfræði var hleypt af stokkum árið 1970 með lokaprófgráðunni candidatus scientiarum C.S. Verkfræðinámið var endurskipulagt árið 1998 í þriggja ára B.S. og tveggja ára meist- aranám (M.S) til að samræmast erlendum háskólum og greiða göt- una fyrir möguleikum á skiptinámi innan Evrópu. Frá upphafi til ársloka 2006, hefur umhverfis- og bygging- arverkfræðiskor brautskráð 450 nemendur með C.S. eða B.S. próf, og yfir þrjá tugi með meistarapróf. Fyrrverandi nemendur skorarinnar eru í forystusveit öflugs íslensks atvinnulífs. Á árinu 2005-2006 fór fram mikil stefnumótun innan allra deilda og skora Háskóla íslands. Upp úr þessu starfi hefur Háskóli íslands sett sér það langtíma markmið að vera á meðal 100 bestu háskóla í heimi til að þjóna sem best íslensku samfélagi. Stoðirnar á bak við þetta markmið eru þrjár: Framúrskarandi rannsóknir, framúrskarandi kennsla, og framúrskarandi stjórnun og stoðkennsla. í dag keppast skorir og deildir háskólans við að framfylgja þessari stefnu. Hér að neðan er lýst nánar vinnunni og breytingunum sem fara fram innan umhverfis- og byggingarverkfræðiskorar. Framúrskarandi rannsóknir Stórefling rannsókna er forsenda þess að Háskóli íslands skipi sess meðal fremstu háskóla heims. Grundvöllur aukinna rannsókna er framboð meistaranáms og sér í lagi öflugs doktorsnáms. Doktorsnám við umhverfis- og byggingarverkfræðiskor er þriggja ára nám þar sem a.m.k. tvö ár eru helguð rann- sóknum. Þessi langi rannsóknatími gerir kleift að stunda hágæðarann- sóknir sem leiða til birtingar í virtum alþjóðlegum ritrýndum tímaritum. Nemendum býðst færi á að sækja alþjóðlegar ráðstefnur og hasla sér völl innan alþjóðlegs vísindaheims. Doktorsnám veitir sterkan almenn- an grunn sem nýtist út fyrir umgjörð háskóla og rannsókna, sem sést greiðlega á velgengni doktora í bönk- um, verkfræðiskrifstofum og öðrum vettvangi. Umhverfis- og byggingarverk- fræðiskor Háskóla íslands býður uppá fjölbreyttar rannsóknir á marg- víslegum sviðum. Hér má nefna: Afl- fræði, vatna- og straumfræði, jarð- tækni, umhverfisverkfræði, sam- göngutækni, framkvæmdafræði, hönnun burðarvikja, fráveitu og sorphirðumál, vind-, snjó- og jarð- skjálftaverkfræði, vega- og flug- brautagerð, og skipulagsfræði. Sér- staða framhaldsnáms við skorina er m.a. möguleikinn á að vinna að rannsóknum sem miðast við sér- íslenskar þarfir og aðstæður í nánum tengslum við fyrirtæki í atvinnulífinu. Starfsmenn skorarinnar hafa doktorspróf frá virtum háskólum erlendis og hafa birt fjölda greina.og fræðibóka á sínum sérsviðum. Samstarf við stofnanir og fyrirtæki Skorin mun fylgja sinni sterku hefð að skilgreina rann- sóknaverkefni í nánu samstarfi við fyrirtæki úr atvinnulífinu og aðrar mennta- og rannsóknastofnanir. Með tilkomu öflugs framhaldsnáms í umhverfis- og byggingarverkfræði opnast nýir spennandi möguleikar í íslensku atvinnulífi, þar sem meistara- og doktorsnemar vinna að langvarandi rannsóknum sem tengjast þörfum þjóðfélagsins. Samstarf háskólans og fyrirtækja leiðir til markvissar uppbyggingar nýrrar þekkingar, sjálfbærrar tækniþróunar og bættrar samkeppnisaðstöðu íslensks atvinnulífs. Umhverfis- og byggingarverkfræðiskor býður öllum áhugsömum Hrund Ólöf Andradóttir Dósent í umhverfisverkfræði Bjarni Bessason Prófessor og Formaður umhverfis- og byggingarverkfræðiskorar 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.