Upp í vindinn - 01.05.2007, Side 25
... Upp í vindinn
IPOPULARB
SCIENCE
WHERE’S MY
FLYING CAR? Will Come True
Mynd 1 Framtíðarfarartæki - Forsíða
Popular Science i mars 2006
nýjustu tækni til að bæta nýtingu
samgöngukerfa. Framtíðin snýst ekki
um val á milli aðferða til að minnka
umferðartafir, hún snýst um að beita
öllum aðferðum.
í umræddri greiningu eru nefndar
tvær meginástæður þess að það er
nánast ómögulegt að auka umferðar-
rýmd gatna í takt við umferðaraukn-
ingu. Önnur ástæðan er skortur á
fjármagni. Ef það á að takast að
viðhalda hreyfanleika með uppbygg-
ingu gatna þarf að minnsta kosti að
tvöfalda fjármuni til vegagerðar í
þessum 85 borgum. Hin ástæðan,
eins undarlega og það kanna að
hljóma, er að erfitt eða ógerlegt er
að framkvæma úrbætur í mörgum
tilvikum. Þar sem þörfin er mest getur
verið erfitt að ráðast í framkvæmdir,
flöskuhálsar í gatnakerfi eru oft í
þéttum og grónum hverfum þar sem
rými er af skornum skammti. Það er
vandkvæðum bundið að fá íbúa til
að samþykkja breikkun gatna og upp-
byggingu þeirra í nærumhverfi sínu
ef þeim finnst þær draga úr lífsgæð-
um sínum.
Andstöðu við uppbyggingu hrað-
brauta í borgum má rekja allt til sjötta
áratugar síðustu aldar er íbúar í San
Francisco mótmæltu áformum um
hraðbrautir sem leggja átti í gegnum
borgina. Þau mótmæli leiddu til
endurskoðunar samgönguskipulags
borgarinnar og hætt var við margar
framkvæmdir. Þessi andstaða íbúa
við framkvæmdir er ekki aðeins bund-
in við San Francisco. Víðs vegar um
Bandaríkin, Bretland og Kanada er að
finna svokallaða draugarampa, enda-
slepptar tengingar við fyrirhugaðar
hraðbrautir sem aldrei voru byggðar.
Mynd 2 Draugarampar i Bretlandi
Samgöngur í Reykjavík -
Staða og stefna
Reykjavík er um margt líkari banda-
rískum borgum en evrópskum hvað
varðar samgöngur og skipulag. Líkt
og flestar borgir í Bandaríkjunum er
hún að mestu byggð upp eftir að
einkabílinn varð ráðandi ferðamáti í
þéttbýli og ber þess öll merki. Ferðir
til/frá vinnu eru flestar farnar þegar
hvað mest álag er á gatnakerfinu en
rúm 88% þeirra ferða eru farnar á
einkabíl á höfuðborgarsvæðinu. f
Bandaríkjunum er þetta hlutfall að
jafnaði um 91%. Samkvæmt ferða-
venjukönnun frá 2002 eru um 76%
af öllum ferðum íbúa á höfuðborgar-
svæðinu farnar á einkabíl. Hlutur
Strætó bs. er rúm 4% og hlutfall
ferða sem farnar eru gangandi/hjól-
andi er rúm 19%. Þriðjungur allra
ferða er styttri en 1 km og yfir helm-
ingur styttri en 2 km.
Það er fátt sem kemur á óvart við
greiningu á ferðamátavali Reykvík-
inga. Mikill fjöldi einkabíla, há þjón-
ustugráða stofnbrauta, takmörkuð
þjónusta almenningssamganga og
aðgengi að miklum fjölda gjaldfrjálsra
bílastæða eru áhrifamiklar breytur.
Þær eru meginástæður þess að íbúar
borgarinnar nota einkabíl til að ferð-
ast um hana. Að auki gera stuttar
vegalengdir það að verkum að erfitt
er fyrir Strætó bs. að keppa við einka-
bíla. Hins vegar gefa stuttar vega-
lengdir það til kynna að stóran hluta
ferða innan borgarinnarværi auðveld-
lega hægt að fara gangandi/hjólandi
ef réttar aðstæður væru skapaðar.
Umferðartafir á annatímum í Reykja-
vík hafa aukist töluvert síðustu ár og
að mati margra er þörf á róttækum
aðgerðum til að bæta úr því. Stór
hluti umferðartafa er tilkominn vegna
þátta sem erfitt er að ráða við. Á
hraðbrautum í borgum í Bandaríkj-
unum er áætlað að um 50 - 60%
tafa sévegnaveðurs, umferðaróhappa
eða annarra atvika. Hinn hluti um-
ferðartafa kemurtil vegna álagstoppa
á annatíma þ.e. of mörg ökutæki í
einu vilja nota samgöngumannvirki.
írannsóknverkfræðistofunnarHönn-
unar á umferðarálagi í Reykjavík voru
gögn úr umferðargreinum á Kringlu-
mýrarbraut og í Ártúnsbrekku notuð.
Umferðartafir á þessum mælistöðum
Kringlumýrarbraut - Virkir dagar (ágúst 2004 - april 2005)
Tfml dags
Mynd 3 Kringlumýrarbraut - Umferð virka daga
25