Upp í vindinn - 01.05.2007, Síða 25

Upp í vindinn - 01.05.2007, Síða 25
... Upp í vindinn IPOPULARB SCIENCE WHERE’S MY FLYING CAR? Will Come True Mynd 1 Framtíðarfarartæki - Forsíða Popular Science i mars 2006 nýjustu tækni til að bæta nýtingu samgöngukerfa. Framtíðin snýst ekki um val á milli aðferða til að minnka umferðartafir, hún snýst um að beita öllum aðferðum. í umræddri greiningu eru nefndar tvær meginástæður þess að það er nánast ómögulegt að auka umferðar- rýmd gatna í takt við umferðaraukn- ingu. Önnur ástæðan er skortur á fjármagni. Ef það á að takast að viðhalda hreyfanleika með uppbygg- ingu gatna þarf að minnsta kosti að tvöfalda fjármuni til vegagerðar í þessum 85 borgum. Hin ástæðan, eins undarlega og það kanna að hljóma, er að erfitt eða ógerlegt er að framkvæma úrbætur í mörgum tilvikum. Þar sem þörfin er mest getur verið erfitt að ráðast í framkvæmdir, flöskuhálsar í gatnakerfi eru oft í þéttum og grónum hverfum þar sem rými er af skornum skammti. Það er vandkvæðum bundið að fá íbúa til að samþykkja breikkun gatna og upp- byggingu þeirra í nærumhverfi sínu ef þeim finnst þær draga úr lífsgæð- um sínum. Andstöðu við uppbyggingu hrað- brauta í borgum má rekja allt til sjötta áratugar síðustu aldar er íbúar í San Francisco mótmæltu áformum um hraðbrautir sem leggja átti í gegnum borgina. Þau mótmæli leiddu til endurskoðunar samgönguskipulags borgarinnar og hætt var við margar framkvæmdir. Þessi andstaða íbúa við framkvæmdir er ekki aðeins bund- in við San Francisco. Víðs vegar um Bandaríkin, Bretland og Kanada er að finna svokallaða draugarampa, enda- slepptar tengingar við fyrirhugaðar hraðbrautir sem aldrei voru byggðar. Mynd 2 Draugarampar i Bretlandi Samgöngur í Reykjavík - Staða og stefna Reykjavík er um margt líkari banda- rískum borgum en evrópskum hvað varðar samgöngur og skipulag. Líkt og flestar borgir í Bandaríkjunum er hún að mestu byggð upp eftir að einkabílinn varð ráðandi ferðamáti í þéttbýli og ber þess öll merki. Ferðir til/frá vinnu eru flestar farnar þegar hvað mest álag er á gatnakerfinu en rúm 88% þeirra ferða eru farnar á einkabíl á höfuðborgarsvæðinu. f Bandaríkjunum er þetta hlutfall að jafnaði um 91%. Samkvæmt ferða- venjukönnun frá 2002 eru um 76% af öllum ferðum íbúa á höfuðborgar- svæðinu farnar á einkabíl. Hlutur Strætó bs. er rúm 4% og hlutfall ferða sem farnar eru gangandi/hjól- andi er rúm 19%. Þriðjungur allra ferða er styttri en 1 km og yfir helm- ingur styttri en 2 km. Það er fátt sem kemur á óvart við greiningu á ferðamátavali Reykvík- inga. Mikill fjöldi einkabíla, há þjón- ustugráða stofnbrauta, takmörkuð þjónusta almenningssamganga og aðgengi að miklum fjölda gjaldfrjálsra bílastæða eru áhrifamiklar breytur. Þær eru meginástæður þess að íbúar borgarinnar nota einkabíl til að ferð- ast um hana. Að auki gera stuttar vegalengdir það að verkum að erfitt er fyrir Strætó bs. að keppa við einka- bíla. Hins vegar gefa stuttar vega- lengdir það til kynna að stóran hluta ferða innan borgarinnarværi auðveld- lega hægt að fara gangandi/hjólandi ef réttar aðstæður væru skapaðar. Umferðartafir á annatímum í Reykja- vík hafa aukist töluvert síðustu ár og að mati margra er þörf á róttækum aðgerðum til að bæta úr því. Stór hluti umferðartafa er tilkominn vegna þátta sem erfitt er að ráða við. Á hraðbrautum í borgum í Bandaríkj- unum er áætlað að um 50 - 60% tafa sévegnaveðurs, umferðaróhappa eða annarra atvika. Hinn hluti um- ferðartafa kemurtil vegna álagstoppa á annatíma þ.e. of mörg ökutæki í einu vilja nota samgöngumannvirki. írannsóknverkfræðistofunnarHönn- unar á umferðarálagi í Reykjavík voru gögn úr umferðargreinum á Kringlu- mýrarbraut og í Ártúnsbrekku notuð. Umferðartafir á þessum mælistöðum Kringlumýrarbraut - Virkir dagar (ágúst 2004 - april 2005) Tfml dags Mynd 3 Kringlumýrarbraut - Umferð virka daga 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.