Upp í vindinn - 01.05.2007, Side 28

Upp í vindinn - 01.05.2007, Side 28
... Upp í vindinn BEST - Evrópsk stúdentasamtök BEST - Board of European Students of Technology eru Evrópsk stúdentasamtök sem samanstanda af um 70 háskólum frá hátt í 30 Evrópulöndum. Meginmarkmið samtakanna er að efla tæknimenntun og í leiðinni stuðla að því að stúdentar kynnist fólki og menningu annarra landa. Árangurinn er sá að virkir stúdentar í BEST eru gríðarlega hæfir til að takast á við framtíðarverkefni í alþjóðlegu rannsóknar- og vinnuumhverfi. Fyrir rúmu ári síðan náði Háskóli íslands fyrsta skrefinu að fullri aðild þegar hann var einn af þremur háskólum sem teknir voru inn í samtökin sem áhorfshópar (e. Observer group). Vonast er til að á aðalfundi samtakanna í apríl hljóti hópurinn fulla aðild. BEST Námskeið Hornsteinninn í starfsemi BEST er að bjóða upp á námskeið fyrir evrópskra stúdenta. Allir nemendur þeirra háskóla sem fullgild aðildafélög að BEST eru starfrækt við geta sótt þessi námskeið. Fyrirlesarar námskeiðanna eru ávallt sérfræðingar á sínu sviði, hvort sem þeir eru prófessorar eða á vegum fyrirtækja sem að málefninu koma. Einnig er algengt að fyrirtækin sem koma að námskeiðinum bjóði upp á vettvangsferðir eða verkefni tengt atvinnulífinu [ case study ]. í lok námskeiðsins er nemendum gert að þreyta próf. Á grundvelli þessara prófa er árangurinn metinn til eininga í mörgum aðildarháskólum samtakanna. Fullgildum aðildarfélögum er svo skylt að halda slík námskeið að minnsta kosti annað hvert ár og bera þau þá allan kostnað sjálf. Orkusamfélagið ísland - vetni og jarðvarmi Fyrsta BEST námskeiðið á vegum íslenska aðildarfélagsins, var haldið síðasta sumar. En þá komu hingað til lands 25 tæknistúdentar frá hinum ýmsu löndum Evrópu. Þau dvöldu hérlendis í tvær vikur og sóttu fyrirlestra um geymslu vetnis á vegum Hannesar Jónssonar prófessors í eðlisefnafræði. Námskeiðið heppnaðist mjög vel og er sívaxandi áhugi á íslandi innan samtakanna. Drekktu orkuna - frá vatni til rafmagns Annað námskeið BEST á íslandi verður 18. - 25. mars. Þá er viðfangsefnið vatnsaflsvirkjanir. Um hundrað umsóknir hafa borist víða að úr Evrópu, en því miður komast bara um 25 stúdentar að. Lokaskrefið að fullri aðild að BEST verður stigið nú í apríl. Nú þegar geta þó allir stúdentar við Háskóla íslands, sótt um að taka þátt í fjölda námskeiða í Evrópu allt árið um kring. Rúsínan í pylsuendanum er svo að þessi námskeið eru ókeypis fyrir þá sem komast að, einungis þarf að greiða flugferð á áfangastað. ALLT annað er greitt af námskeiðshöldurum - ekki slæmt það. Nánari upplýsingar um BEST má finna á www. best. eu. org/reykjavik eða með því að senda póst á reykjavik@best. eu. org Faxaflóahafnir sf Associated lcelandic Ports FÉLAGSSTOFNUN stúdenta f e n i L L VERKFRÆÐISTOFA Akraneskaupstaður Tækni- og umhverfissvið BLUE LAGOON I C E L A N D BORGARBYGGÐ ALEFLI I BYGGINGAVERKTAKAR Alefli eh£ Dalhúsum 54 112 Reylgavik Sinvanúnxer- 660-4470, 660-4471 & 660-4472 Netfang: alefli^simneiis Fax: 587-7141 BobgahVerk bargarvericis Conís • VERKFRÆÐIRÁÐGJÖF 28

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.