Upp í vindinn - 01.05.2007, Blaðsíða 28

Upp í vindinn - 01.05.2007, Blaðsíða 28
... Upp í vindinn BEST - Evrópsk stúdentasamtök BEST - Board of European Students of Technology eru Evrópsk stúdentasamtök sem samanstanda af um 70 háskólum frá hátt í 30 Evrópulöndum. Meginmarkmið samtakanna er að efla tæknimenntun og í leiðinni stuðla að því að stúdentar kynnist fólki og menningu annarra landa. Árangurinn er sá að virkir stúdentar í BEST eru gríðarlega hæfir til að takast á við framtíðarverkefni í alþjóðlegu rannsóknar- og vinnuumhverfi. Fyrir rúmu ári síðan náði Háskóli íslands fyrsta skrefinu að fullri aðild þegar hann var einn af þremur háskólum sem teknir voru inn í samtökin sem áhorfshópar (e. Observer group). Vonast er til að á aðalfundi samtakanna í apríl hljóti hópurinn fulla aðild. BEST Námskeið Hornsteinninn í starfsemi BEST er að bjóða upp á námskeið fyrir evrópskra stúdenta. Allir nemendur þeirra háskóla sem fullgild aðildafélög að BEST eru starfrækt við geta sótt þessi námskeið. Fyrirlesarar námskeiðanna eru ávallt sérfræðingar á sínu sviði, hvort sem þeir eru prófessorar eða á vegum fyrirtækja sem að málefninu koma. Einnig er algengt að fyrirtækin sem koma að námskeiðinum bjóði upp á vettvangsferðir eða verkefni tengt atvinnulífinu [ case study ]. í lok námskeiðsins er nemendum gert að þreyta próf. Á grundvelli þessara prófa er árangurinn metinn til eininga í mörgum aðildarháskólum samtakanna. Fullgildum aðildarfélögum er svo skylt að halda slík námskeið að minnsta kosti annað hvert ár og bera þau þá allan kostnað sjálf. Orkusamfélagið ísland - vetni og jarðvarmi Fyrsta BEST námskeiðið á vegum íslenska aðildarfélagsins, var haldið síðasta sumar. En þá komu hingað til lands 25 tæknistúdentar frá hinum ýmsu löndum Evrópu. Þau dvöldu hérlendis í tvær vikur og sóttu fyrirlestra um geymslu vetnis á vegum Hannesar Jónssonar prófessors í eðlisefnafræði. Námskeiðið heppnaðist mjög vel og er sívaxandi áhugi á íslandi innan samtakanna. Drekktu orkuna - frá vatni til rafmagns Annað námskeið BEST á íslandi verður 18. - 25. mars. Þá er viðfangsefnið vatnsaflsvirkjanir. Um hundrað umsóknir hafa borist víða að úr Evrópu, en því miður komast bara um 25 stúdentar að. Lokaskrefið að fullri aðild að BEST verður stigið nú í apríl. Nú þegar geta þó allir stúdentar við Háskóla íslands, sótt um að taka þátt í fjölda námskeiða í Evrópu allt árið um kring. Rúsínan í pylsuendanum er svo að þessi námskeið eru ókeypis fyrir þá sem komast að, einungis þarf að greiða flugferð á áfangastað. ALLT annað er greitt af námskeiðshöldurum - ekki slæmt það. Nánari upplýsingar um BEST má finna á www. best. eu. org/reykjavik eða með því að senda póst á reykjavik@best. eu. org Faxaflóahafnir sf Associated lcelandic Ports FÉLAGSSTOFNUN stúdenta f e n i L L VERKFRÆÐISTOFA Akraneskaupstaður Tækni- og umhverfissvið BLUE LAGOON I C E L A N D BORGARBYGGÐ ALEFLI I BYGGINGAVERKTAKAR Alefli eh£ Dalhúsum 54 112 Reylgavik Sinvanúnxer- 660-4470, 660-4471 & 660-4472 Netfang: alefli^simneiis Fax: 587-7141 BobgahVerk bargarvericis Conís • VERKFRÆÐIRÁÐGJÖF 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.