Upp í vindinn - 01.05.2007, Side 30

Upp í vindinn - 01.05.2007, Side 30
... Upp í vindinn Kennsla í Áhættugreiningu við Verkfræðideild Háskóla íslands Af hverju greina áhættur? í þjóðfélagi okkar er sífellt verið að byggja stærri og flóknari kerfi, ferla og mannvirki af ýmsu tagi sem hafa áhrif á umhverfi okkar og samfélag. Eftir því sem þessi manngerðu kerfi verða flóknari minnkar gegnsæi þeirra og áhrif mannlegrar breytni verða sífellt erfiðari að sjá fyrir, meðal annars vegna aukinnar tölvustýr- ingar. Þetta skapar nýjar og áður óþekktar áhættur, samtímis sem það dregur úr sumum gömlum áhættum sem tengdust einmitt mannlegri breytni. Annað sem er líka að breytast í samfélaginu er þolmagn þess við hættum: - Kröfur um sífellt aukin afköst og hraða - Minnkuð byrgðageymsla - Auknar samgöngur - Auknir flutningar, sérstaklega landflutningar hér á landi - Þétting byggðar - O.s.frv. Allt dregur þetta úr þoli samfélagsins við hinum ýmsu hættum samtímis sem það í mörgum tilvikum eykur hættur. Til að mæta þessunn breytingum setja stjórnvöld, bæði hérlendis sem erlendis, fram auknar kröfur um áhættugreiningu og áhættumat. Nýleg dæmi um þetta eru: - Lög nr. 105/2006 um umhverfis- mat áætlana - Lög nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda - Lög nr 44/2002 um geislavarnir - Lög nr. 106/2000 um mat á um- hverfisáhrifum - Lög nr. 75/2000 um brunavarnir - Lög nr. 44/1999 um náttúru- vernd - Lög nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum - Lög nr. 19/1997 um sóttvarnir - Lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir Samtímis verður að viðurkennast að menntun og fræðsla um fyrir- bærin áhættugreiningu, áhættumat og áhættustjórnun eru af ákaflega skornum skammti hér á landi og Ijóst að stórauka verður menntun og þjálfun í þessum fræðigreinum Hvað er áhættugreining? Nokkurs ósamræmis gætir enn inn- an áhættufræðinnar um skilgrein- ingar á hugtökum. Jafnvel nýlegar vísindagreinar um áhættustjórnun og áhættugreiningu hafa haft nokk- urn fjölda af mismunandi skilgrein- ingum á þessum fyrirbærum, sem passa ekki almennilega saman eða stangast verulega á. Oftast er þó áhættugreining skilgreind sem afmarkaður hluti stærra ferils: áhættustjórnar. Hér fyrir aftan er líkan af áhættu- stjórnarferlinu eins og IEC, Inter- national Electrotechnical Commissi- on skilgreindi það í alþjóðlegum staðli frá 1996. Ýmsir aðilar innan áhættufræð- innar, til að mynda samfélagsfræð- ingar og sálfræðingar, myndu e.t.v. telja þetta líkan allt of teknókratískt og taka of lítið tillit ti! atriða eins og viðhorfs almennings til áhættunnar og til áhættusamskipta, fyrir utan það að verið sé að reyna að leggja hlutlægt mat á eitthvað sem sé í eðli sínu huglægt. Hins vegar er augljóslega nauðsynlegt að lýsa ferli áhættustjórnunar á einfaldan hátt, til að niðurstaðan komi að ein- hverjum notum við ákvörðunar- töku. Áhættugreining er e.t.v. hlutlæg- asti þáttur áhættustjórnarferilsins, og ef þann sem framkvæmir hana skortir heildarmynd af ferlinu getur hann eða hún fengið rangt viðhorf til bæði sjálfs verkefnisins og til lokaniðurstöðunnar. Þar sem kröfur í lögum og reglugerðum má oft túlka sem kröfu um áhættugreiningu, er hætt við að þessi þáttur áhættu- Daði Þorsteinsson, áhættuverkfræðingur, Brunamálastofnun og Slökkviliðið í Malmö, Svíþjóð Dr. Björn Karlsson, brunamálastjóri og dósentvið Verkfræðideild HÍ Bakgrunnur Greinarhöfundar kenndu í fyrsta sinn 3 eininga mastersáfangann Áhættugrein- ing (e. Risk Analysis) við umhverfis- og byggingarverkfræðideild haustið 2006. Ástæða hefur þótt til að kenna slíkt námskeið þar sem sífellt meiri kröfur eru gerðar um áhættugreiningu eða áhættumat, bæði í lögum og reglugerðum sem og af fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum, einkum þegar reisa á mannvirki eða setja upp eitthvert manngert ferli sem getur falið í sér áhættu. 30

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.