Upp í vindinn - 01.05.2007, Qupperneq 50

Upp í vindinn - 01.05.2007, Qupperneq 50
... Upp í vindinn Ferð þriðja árs nema á Kárahnjúka -Ferðasaga Það hefur varla farið fram hjá neinum hversu gríðarlegar verkfræðilegar framkvæmdir eru á Kárahnjúkasvæðinu um þessar mundir. Kennarar okkar, 3. árs nema í umhverfis- og byggingarverkfræði, hafa frætt okkur heilmikið um framkvæmdirnar og sett þær í samhengi við námsefnið á þeim 3 árum sem við höfðum verið í námi okkar. Fæst okkar höfðu haft tækifæri til að sjá framkvæmdirnar með eigin augum og fannst okkur, verkfræðingum framtíðarinnar, ómögulegt að klára námið án þess að berja herlegheitin augum. Skipulagning ferðar á Kárahnjúkasvæðið fór því í gang skömmu eftir að við mættum í skólann að hausti 2006. Huga þurfti að ýmsu; hverjir myndu taka á móti okkur, hvar skyldi gista og hvernig við myndum komast austur. Skömmu eftir að undirbúningur fór í gang var allt klappað og klárt. Föstudagurinn 13. október Það var nú reyndar algjör tilviljun að við skyldum fljúga austur föstudaginn 13. október 2006. Þrátt fyrir að sumir hefðu verið með hnút í maganum að ferðast á óhappadeginum mikla voru 19 frískir útskriftarnemar sem lentu á Egilsstöðum, „höfuðborg" Austurlands skömmu eftir hádegi. Fyrsta stopp var að sjálfsögðu Hamborgarabúlla Tómasar þar sem þeir hugrökku gæddu sérá hreindýraborgaranumfræga. Eftirað búlluborgararnir höfðu runnið Ijúflega niður var ferðinni heitið að Eiðum. Þar höfðum við leigt þrjú lítil sumarhús. Til að hrista upp í hópnum drógum við um hver skyldi vera í hvaða húsi, vakti þetta fyrirkomulag mikla lukku og stemmningin var góð. Eftir að við höfðum komið okkur þægilega fyrir í sumarhúsunum var stefnan tekin á Reyðarfjörð. Þar tók á móti okkur Erna Indriðadóttir, framkvæmdastjóri sam- félags- og upplýsingamála hjá Alcoa Fjarðaáli. Hún kynnti fyrir okkur starfsemina og fyrirtækið, sem var afar fróðlegt. Að loknu erindi Ernu komu nokkrir starfsmenn Alcoa og svöruðu spurningum okkar um eitt og annað er við kemur álveri. Um kvöldmatarleitið héldum við svo í vinnubúðir Bechtel þar sem okkur var boðið í fjölþjóðlegan kvöldmat. Á boðstólnum voru meðal annars pólskar pylsur og wienerschnitsel. Laugardagurinn 14. október Snemma næsta morgunn lögðu þreyttir ferðalangar af stað frá Eiðum í átt að Fljótsdal þar sem Landsvirkjun er með gestastofu fyrir upplýsingaþyrsta ferðalanga, Végarð. í Végarði tók á móti okkur Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir. Hún vakti mannskapinn með kaffi og svala og sýndi okkur myndband um Kárahnjúkavirkjun. Hún útskýrði líkönin sem þarna eru til sýnis, til að mynda er líkan af svæðinu sem sýndi allar stíflur, veitur, aðgöng, aðrennslisgöng og stöðvarhús. Þar er einnig líkan af risaborunum sem voru enn að bora aðveitugöng þegar þarna var komið sögu. Eftir að hafa fengið ágætis yfirlit yfir framkvæmdirnar í Végarði héldum við í átt að stöðvarhúsinu í Fljótsdal. Áður en farið var inn í fjallið þurftu allir að setja á sig öryggishjálm og vesti. Inni í stöðvarhúsinu var það hinn þýski Peter sem fylgdi okkur og fræddi um allt sem okkur þyrsti að vita. Eftir leiðangurinn um stöðvarhúsið ókum við upp á Fljótsdalsheiði í dýrindis veðri og heimkynni hreindýranna blöstu við okkur í allri sinni dýrð. Ferðinni var nú heitið í búðir Arnarfells við Hraunveitur. Þar tók á móti okkur, Þorbjörn, starfsmaður Arnarfells. Hann vísaði rútunni veginn að Ufsa- og Kelduárstíflu en þess á milli sagði hann okkur frá framkvæmdunum. Að 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Upp í vindinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.