Upp í vindinn - 01.05.2007, Page 54

Upp í vindinn - 01.05.2007, Page 54
... Upp í vindinn Þegar meta á almenna endingu og áætla viðhaldsþörf þá þarf að vera hægt að meta raunþörf framtíðar, háð aðstæðum. í þessu skyni þarf annaðhvort ending og viðhaldsþörf byggingarefnis- eða byggingarhluta að vera þekkt fyrir þær aðstæður sem um ræðir, eða mögulegt að áætl- að þetta útfrá efniseiginleikum, niður- brotsferli og umhverfisáraun. Mikið skortir enn á að þessu sé fullnægt, hvor leiðin sem verður fyrir valinu. í fyrra tilvikinu er einna auðveldast að byggja á söfnun upplýsinga um raun- endingu efna og byggingarhluta en slík þekking hefur þá gjarnan mjög staðbundna merkingu. í síðara tilvik- inu er byggt á eðlis- og efnafræði- legum forsendum sem krefst mjög mikillar efnis- og umhverfisþekkingar, þar sem tekið er tillit til innbyggðar dreifingar efniseiginleika og flókinna niðurbrotsferla sem mikið skortir enn á að séu þekktir. í báðum tilvikum þarf umhverfisáraunin að vera þekkt svo meta megi framtíðarendingu, en jafnframt má vænta þess að þessi áraun eigi eftir að breytast m.a. sam- fara breytingum í veðurfari. Til þess að meta framtíðarendingu þarf í öllu falli að byggja á staðgóðri þekkingu, en augljóst að ekki er hægt að krefjast mikillar nákvæmni í slíkri áætlanagerð að svo stöddu. Leyfileg óvissa í niðurstöðum fer vitaskuld eftir því hvaða áhætta er tekin, en iðulega felst áhættan mest í því hvort sinna þurfi viðhaldi aðeins fyrr eða síðar heldur en áætlað var og því væntanlega um hóflega fjárhagslega óvissu að ræða. Rekstrarskeið Á rekstrartímanum þarf eigandinn að skipuleggja fyrir hagkvæmu viðhaldi og endurnýjun, eða jafnvel geta tekið rökstudda ákvörðun hvenær hag- kvæmast er að selja eign í stað þess að halda rekstri hennar áfram. Slík ákvarðanataka mun væntanlega byggjast á reynslu af rekstri umræddr- ar byggingar og einnig af samanburði við aðrar byggingar ef slíkar upplýs- ingar eru í boði. í áætlanagerð fyrir viðhald og endurnýjun þekkjast tvær ólíkar leiðir; • Mat á ástandi fæst með síendur- teknumástandskönnunum,niður- staða kannana gefur þá til kynna hvert ástand byggingar er hverju sinni. Byggtá þessu mati og þekk- ingu á hrörnunarhraða er gerð viðhaldsáætlun yfir hvaða við- halds muni verða þörf á næstu árum. • í hönnunarvinnunni er gerð við- haldsáætlun sem farið er eftir, áætlunin síðan gjarnan endur- skoðuð með aukinni reynslu af byggingunni sem um ræðir. Þessi aðferð er helst tíðkuð þegar rekstraröryggi er svo mikilvægt að það vegur þyngra heldur en fjárhagslegt tap af því að hafa viðhaldstíðni meiri heldur en ýtr- asta raunþörf reynist vera. Notandi í eigin húsnæði fer sennilega fyrri leiðina a.m.k. þegar hann telur sig taka litla áhættu með því, dæmi um slíkt er almennt íbúðarhúsnæði í einkaeign. Síðari aðferðin er algeng varðandi hluti sem eru mikilvægir fyrir rekstur fyrirtækja en hefur einnig verið notuð af stórum fasteignaeig- endum erlendis sem leigja út íbúðar- húsnæði. í síðarnefnda tilvikinu hefur iðulega komið í Ijós að þessi viðhalds- háttur verður of dýr og þá valið að sinna viðhaldi þegar þörf fyrir slíkt greinist. f hvoru tilvikinu sem er skiptir miklu fyrir eigandann að haga viðhaldi og endurnýjun þannig að efni- og vinna nýtist sem best. Með aukinni reynslu af byggingu þá safnast upplýsingar um hrörnunarhraða og viðhaldsþörf, og auðveldara verður að aðlaga við- haldsáætlanir að aðstæðum hverju sinni. Til þess að virk upplýsingasöfnun eigi sér stað þá þarf eigandinn að skrá hjá sér hvenærog hvaða viðhalds var þörf hverju sinni (viðhaldsdag- bók). Sjálfbær bygging á eðli málsins samkvæmt að hafa takmörkuð óheppileg áhrif á umhverfið, sjálfbær bygging er því einnig umhverfisvæn? Það eru farnar að sjást merkingar erlendis, t.d. Svans merkið (Nordisk miljömárkning) sem sýna umfang sviðsins og hvaða kröfur er verið að skoða. Svans merkið • Markmið Heildarsýn á framkvæmd, efni og orkunotkun. Húsið skal hafa lítil umhverfisáhrif og gott inniloft. • Atriði sem skulu uppfyllt Atriði er varða viðurkenningu (merkingu, t.d. Svans merkið) byggir á annarsvegar kröfum sem skulu uppfylltar (skyldukröfur), hinsvegar lágmarkseiningafjölda úr öðrum þáttum (gæðakröfur). Kröfurnar eru að hluta almennt orðaðar markmiðssetningar, en einnig talsvert nákvæmar kröfur, sem gera þá mögulegt að mæla árangur I vissum tilvikum. Kröfur varðandi innra- og ytra umhverfi; - Inniloft: Efni Loftræsingu Framkvæmd Efnis- og gæðaeftirlit til að komast hjá rakaskemmdum - Ytra umhverfi: Óholl efni bönnuð Takmarka orkunotkun í rekstri Byggingarúrgangi fargað á réttan hátt Rekstrar og viðhaldsáætlun Það er athyglivert að í þessu gæða- mati eru engar beinar kröfur um lágmörkun efnisnotkunar, en slíkt telst ef til vill til sjálfsagðrar og góðrar venju í allri hönnun. Það er augljóst af kröfunum sem gerðar eru t.d. í Svans merkinu að ætlast er til að a.m.k. verulegur hluti af atriðunum sem fjallað er um að framan koma inn í hönnun almennt og gæðamat. Umfang á slíku hönn- unarferli og gæðamati er mikið og ekki vel skýrt hvernig hönnuður getur tekið á þessu, auk þess sem erfitt verður að meta hvort árangri sé náð. Það er ósennilegt að hverju sinni verði hægt að gæta að öllu, a.m.k. nú í byrjun þegar lítið er til af upp- lýsingum og forskriftum. Það er því eðlilegt að skoða hér heildina og kanna hvað skiptir mestu máli- og auðvelda þannig hönnuðum að greina aðalatriði frá aukaatriðum. í þessum tilgangi þarf að skoða hvaða kröfur þarf að uppfylla sérstaklega fyrir ísland m.a. vegna veðurfars og byggingaraðferða, en talsvert skortir enn á í slíkri greiningu. í textanum er byggt á skýrslunni; Björn Marteinsson (2006) Heildarsýn á endingu, rekstur og viðhaldsþörf bygginga, verkefni unnið í samvinnu við Félagsbústaði og styrkt af íbúða- lánasjóði, Rb skýrsla 06-07, Rann- sóknastofnun byggingariðnaðarins, (38s+viðaukar) 54

x

Upp í vindinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.