Upp í vindinn - 01.05.2007, Qupperneq 66

Upp í vindinn - 01.05.2007, Qupperneq 66
... Upp í vindinn ann á staðbundinni rauntímastýringu við sérstakar aðstæður ( MOTION ). Umfangsmikil söfnun umferðarupplýsinga Söfnun umferðarupplýsingaergrund- vallaratriði í miðlægri stýringu umferð- ar. Til að skynja þá umferð sem berst um svæðið hafa verið settir niður umferðarskynjarar við 23 gatnamót. Mismargar akreinar eru við gatnamót- in en samtals eru nýju skynjararnir 72. Þeir kallast "TASS - skynjarar", en þetta eru "spólur" sem settar eru ofan í malbikið í 120 m fjarlægð frá gatnamótum. Við venjulegar aðstæð- ur nær bílaröðin við rautt Ijós því ekki yfir þá. Skynjarar eru tengdir við stjórnkassa og þaðan berast boðin eftir samskiptanetinu til stjórntölv- unnar. Auk þess er stuðst við upplýs- ingar frá eldri skynjurum sem víða eru staðsettir við umferðarljós. Ljósleiðaratenging - frumkvöðlastarf Samskiptin milli stjórnstöðvar og um- ferðarljósa eru IP samskipti í gegnum Ijósleiðarakerfi og er það nýjung á heimsvísu, því þetta er fyrsta kerfið frá Siemens sem tengt verður með þessum hætti. Þessi aðferð sameinar kosti öryggis og mikillar flutningsgetu og má telja líklegt að þessi tækni verði notuð í fleiri borgum í framtíð- inni. Talsverður sparnaður næst fram með því að hagnýta burðarnet Reykja- víkurborgar sem tengir allar stofnanir borgarinnar saman, en lagning Ijós- leiðaranna er samt sem áður um- fangsmikið verkefni. Ljósleiðarar eru lagðir í ídráttarrör- um á milli umferðarljósa og síðan áfram í tengipunkta inn á burðar- netið. Víða var unnt að nýta ídráttar- rör þar sem umferðarljós í grænum bylgjum voru áður tengd með jarð- símastrengjum. í þessum fyrsta áfanga verður tengt inn á burðarnetið í gegnum tengi- punkta í Laugarnesskóla og Hlíða- skóla, en val á tengipunktum stjórn- ast einfaldlega af stystu fjarlægð frá viðkomandi Ijósahópi. Stjórntölvan verður staðsett í húsnæði Fram- kvæmdasviðs Reykjavíkurborgar í Skúlatúni 2 og tengist þar beint inn á burðarnetið. Veruleg umfram flutningsgeta er í þessu nýja kerfi sem bíður meðal ann- ars upp á flutning gagna frá mynda- vélum. Þess má geta að verið er að setja upp 4 myndavélar til að fylgjast betur með umferðarflæði og aksturs- skilyrðum, en þærtengjast einnig inn á kerfið. Stjórntölva og þrjár útstöðvar Sá hugbúnaður sem Siemens afhend- ir með stjórntölvunni nefnist Sitraffic Scala sem er nýjasta útgáfa forritsins. í Skúlatúni 2, þar sem stjórntölvan verður staðsett, verður einnig útstöð með virkum aðgangi að stjórntölv- unni. Þar verður hægt að fylgjast með virkni kerfisins, hanna ný stýririt og setja í kerfið. í þjónustumiðstöð Framkvæmda- sviðs Reykjavíkur, Stórhöfða 7-9, verð- ur útstöð með aðgangi að rekstrar- upplýsingum frá kerfinu. Þaðan er sinnt viðgerðum og viðhaldi á um- ferðarljósum, stjórnkössum og um- ferðarskynjurum í Reykjavík. í þjónustustöð Vegagerðarinnar í Hafnarfirði við Hringhellu 4, verður einnig útstöð með aðgangi að rekstrarupplýsingum frá kerfinu. Það- an er sinnt viðgerðum og viðhaldi á umferðarljósum, stjórnkössum og umferðarskynjurum utan Reykjavíkur. Mikill ávinningur af miðlægri stýringu Umferð hefur þyngst á höfuð- borgarsvæðinu á undanförnum árum og mikilvægt að leita allra leiða til að draga úr umferðartöfum. Miðlæg stýring umferðarljósa gerir kleift að hafa stillingu umferðarljósa í bestu ("optimal") stöðu hvenær sem er sólarhringsins, sem skilar sér í umtals- verðri styttingu aksturstíma. Auk fjár- hagslegs ávinnings dregur þetta úr mengun vegna útblásturs bifreiða. Mynd 2 - Uppbygging kerfisins: Miðlæg stýring umferðarljósa byggir á um- fangsmikilli söfnun umferðarupplýsinga og samskiptaneti milli stjórnkassa, stjórntölvu og útstöðva. Stýritækni: Hver er munurinn á TASS og MOTION? TASS - Umferðin ræður vali stýriforrita í þessum fyrsta áfanga verður kerfið keyrt á TASS-stýringu, (Traffic-Actu- ated Selection of Signal Programs) sem er miðlæg stýring sem tekur tillit til umferðar og velur þau stýriforrit sem ná bestum árangri fyrir svæðið í heild. Fyrst um sinn verður notast við sömu stýriforrit og keyrð eru í dag, en út frá þeim umferðarupplýsingum sem kerfið safnar verða síðan hön- nuð ný stýriforrit sem falla enn betur að umferðinni á svæðinu. MOTION - Staðbundin rauntímastýring umferðar Sitraffic hugbúnaðurinn bíður einnig upp á að bæta við svokallaðri MO- TION-stýringu (Method for the Opti- mization of Traffic Signals In Online Controlled Networks), sem er stað- bundin rauntímastýring. Umferðin hefur bein áhrif á stýringu á ákveðn- um stað, einum gatnamótum eða einni grænni bylgju.. TASS er þá kúpl- að út á þeim hluta kerfisins og keyrt tímabundið á MOTION. Rauntíma- stýring hentar vel til stýringar á óhefð- bundnu umferðarflæði til dæmis í tengslum við fjölsótta viðburði eða á álagstíma þar sem umferð er komin yfir mettunarmörk gatnakerfisins. 66
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Upp í vindinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.