Upp í vindinn - 01.05.2007, Síða 66
... Upp í vindinn
ann á staðbundinni rauntímastýringu
við sérstakar aðstæður ( MOTION ).
Umfangsmikil söfnun
umferðarupplýsinga
Söfnun umferðarupplýsingaergrund-
vallaratriði í miðlægri stýringu umferð-
ar. Til að skynja þá umferð sem berst
um svæðið hafa verið settir niður
umferðarskynjarar við 23 gatnamót.
Mismargar akreinar eru við gatnamót-
in en samtals eru nýju skynjararnir
72. Þeir kallast "TASS - skynjarar", en
þetta eru "spólur" sem settar eru
ofan í malbikið í 120 m fjarlægð frá
gatnamótum. Við venjulegar aðstæð-
ur nær bílaröðin við rautt Ijós því ekki
yfir þá. Skynjarar eru tengdir við
stjórnkassa og þaðan berast boðin
eftir samskiptanetinu til stjórntölv-
unnar. Auk þess er stuðst við upplýs-
ingar frá eldri skynjurum sem víða
eru staðsettir við umferðarljós.
Ljósleiðaratenging -
frumkvöðlastarf
Samskiptin milli stjórnstöðvar og um-
ferðarljósa eru IP samskipti í gegnum
Ijósleiðarakerfi og er það nýjung á
heimsvísu, því þetta er fyrsta kerfið
frá Siemens sem tengt verður með
þessum hætti. Þessi aðferð sameinar
kosti öryggis og mikillar flutningsgetu
og má telja líklegt að þessi tækni
verði notuð í fleiri borgum í framtíð-
inni.
Talsverður sparnaður næst fram
með því að hagnýta burðarnet Reykja-
víkurborgar sem tengir allar stofnanir
borgarinnar saman, en lagning Ijós-
leiðaranna er samt sem áður um-
fangsmikið verkefni.
Ljósleiðarar eru lagðir í ídráttarrör-
um á milli umferðarljósa og síðan
áfram í tengipunkta inn á burðar-
netið. Víða var unnt að nýta ídráttar-
rör þar sem umferðarljós í grænum
bylgjum voru áður tengd með jarð-
símastrengjum.
í þessum fyrsta áfanga verður tengt
inn á burðarnetið í gegnum tengi-
punkta í Laugarnesskóla og Hlíða-
skóla, en val á tengipunktum stjórn-
ast einfaldlega af stystu fjarlægð frá
viðkomandi Ijósahópi. Stjórntölvan
verður staðsett í húsnæði Fram-
kvæmdasviðs Reykjavíkurborgar í
Skúlatúni 2 og tengist þar beint inn á
burðarnetið.
Veruleg umfram flutningsgeta er í
þessu nýja kerfi sem bíður meðal ann-
ars upp á flutning gagna frá mynda-
vélum. Þess má geta að verið er að
setja upp 4 myndavélar til að fylgjast
betur með umferðarflæði og aksturs-
skilyrðum, en þærtengjast einnig inn
á kerfið.
Stjórntölva og þrjár útstöðvar
Sá hugbúnaður sem Siemens afhend-
ir með stjórntölvunni nefnist Sitraffic
Scala sem er nýjasta útgáfa forritsins.
í Skúlatúni 2, þar sem stjórntölvan
verður staðsett, verður einnig útstöð
með virkum aðgangi að stjórntölv-
unni. Þar verður hægt að fylgjast
með virkni kerfisins, hanna ný stýririt
og setja í kerfið.
í þjónustumiðstöð Framkvæmda-
sviðs Reykjavíkur, Stórhöfða 7-9, verð-
ur útstöð með aðgangi að rekstrar-
upplýsingum frá kerfinu. Þaðan er
sinnt viðgerðum og viðhaldi á um-
ferðarljósum, stjórnkössum og um-
ferðarskynjurum í Reykjavík.
í þjónustustöð Vegagerðarinnar í
Hafnarfirði við Hringhellu 4, verður
einnig útstöð með aðgangi að
rekstrarupplýsingum frá kerfinu. Það-
an er sinnt viðgerðum og viðhaldi á
umferðarljósum, stjórnkössum og
umferðarskynjurum utan Reykjavíkur.
Mikill ávinningur af
miðlægri stýringu
Umferð hefur þyngst á höfuð-
borgarsvæðinu á undanförnum árum
og mikilvægt að leita allra leiða til að
draga úr umferðartöfum. Miðlæg
stýring umferðarljósa gerir kleift að
hafa stillingu umferðarljósa í bestu
("optimal") stöðu hvenær sem er
sólarhringsins, sem skilar sér í umtals-
verðri styttingu aksturstíma. Auk fjár-
hagslegs ávinnings dregur þetta úr
mengun vegna útblásturs bifreiða.
Mynd 2 - Uppbygging kerfisins: Miðlæg stýring umferðarljósa byggir á um-
fangsmikilli söfnun umferðarupplýsinga og samskiptaneti milli stjórnkassa, stjórntölvu
og útstöðva.
Stýritækni: Hver er munurinn á
TASS og MOTION?
TASS - Umferðin ræður vali
stýriforrita
í þessum fyrsta áfanga verður kerfið
keyrt á TASS-stýringu, (Traffic-Actu-
ated Selection of Signal Programs)
sem er miðlæg stýring sem tekur tillit
til umferðar og velur þau stýriforrit
sem ná bestum árangri fyrir svæðið í
heild.
Fyrst um sinn verður notast við
sömu stýriforrit og keyrð eru í dag,
en út frá þeim umferðarupplýsingum
sem kerfið safnar verða síðan hön-
nuð ný stýriforrit sem falla enn betur
að umferðinni á svæðinu.
MOTION - Staðbundin
rauntímastýring umferðar
Sitraffic hugbúnaðurinn bíður einnig
upp á að bæta við svokallaðri MO-
TION-stýringu (Method for the Opti-
mization of Traffic Signals In Online
Controlled Networks), sem er stað-
bundin rauntímastýring. Umferðin
hefur bein áhrif á stýringu á ákveðn-
um stað, einum gatnamótum eða
einni grænni bylgju.. TASS er þá kúpl-
að út á þeim hluta kerfisins og keyrt
tímabundið á MOTION. Rauntíma-
stýring hentar vel til stýringar á óhefð-
bundnu umferðarflæði til dæmis í
tengslum við fjölsótta viðburði eða á
álagstíma þar sem umferð er komin
yfir mettunarmörk gatnakerfisins.
66