Upp í vindinn - 01.05.2007, Qupperneq 78

Upp í vindinn - 01.05.2007, Qupperneq 78
... Upp í vindinn Kínaferðin mikla Útskriftarferð umhverfis- og byggingarverkfræðinema 2006 Það hefur ávallt verið sterk hefð fyrir því að senda nýútskrifaða verkfræðinema út í heim til að skoða sig um og kynnast öðrum menningarheimum. Við vorum þar engin undantekning og var ákveðið að kynnast framandi menningu Asíu eða nánar tiltekið Kína og Tæland. Kína Peking Þegar við lentum í Peking tók á móti okkur fararstjórinn Gao Xing og stýrði hann stífri dagsskrá alveg fram að komu okkar til Shanghai. Innfæddir kátir með að ná mynd af fölbleikum frónbúa. Fyrsti viðkomustaður í Peking var "torg hins himneska friðar." Þar blasti við okkur stærðarinnar Ijósaskilti sem telur niður ár, daga, mínútur og sekúndur þar til ólympíu- leikarnir 2008 byrja en þeir verða haldnir þar það ár. Eru því Kínverjar nú í óða önn að undirbúa fyrir ólympíu- leikana með stærðarinnar og framúrstefnulegum íþróttar- mannvirkjum. Innfæddir tóku vel á móti hópnum, í raun svo vel að margir vildu láta taka mynd af sér með fölblei- kum frónbúa. Vakti þetta mikla lukku bæði fyrir þá og okkur. Seinna komumst við að því að margir Kínverjar eru enn óvanir að sjá hvíta vesturlandabúa. Því eiga þeir oft erfitt með að standast freistinguna með að ná góðri mynd af einum slíkum. Eftir skoðun á torginu lá leiðin beint yfir götuna til að skoða "forboðnu borgina" en hún er talin vera ein stærsta borgarhöll sem til er. Hún er með aðeins 8600 herbergjum sem ná yfir 720000 fm svæði sem er allt girt af með 10m háum veggjum og 6m djúpum skurðum. Seinna um daginn var farið í borgarskipulagsstofnun Peking. Þar mátti sjá líkan af borginni og þeim íþrótta- mannvirkjum sem Kínverjar eru að byggja fyrir ólympíu- leikana. Einnig bauðst okkur 3d sýning sem sýnir fram- tíðarskipulag borgarinnar. Um kvöldið var farið í "The Beijing Opera". Þar sem kínverskar sögur voru lífgaðar við með söng og dansi. Þrátt fyrir mikið sjónarspil og mikla tilburði leikara þótti mörgum mjög erfitt að halda sér vakandi eftir svona eril- saman fyrsta dag. Kínamúrinn var okkar næsta stopp. Þegar upp var kom- ið tók tilkomumikil fjallasýn á móti okkur. Virtist múrinn vera endalaus í báðar áttir og gerði maður sér þá fyrst grein fyrir hversu mikið mannvirki þetta hefur verið og er. Með reglulegu millibili eru varðturnar og á þeim eru fjögur eldstæði. Var hægt með stuttum fyrirvara að vara við óvinaherjum ásamt því að gefa til kynna stærð þeirra með fjölda bálkesta. Til að komast niður af múrnum var farið með kláfferjum (þeim sömu og farið var upp með) eða með sleðum. Nokkrir úr hópnum fórum niður með sleðunum og minnti upplifunin nokkuð á "cool runn- ings". Síðasta dag okkar í Peking var Sendiráð íslands heim- sótt og tók hann Alex Nikulásson höfðinglega á móti okk- ur. Hann kom með nokkrar staðreyndir um Kína og þeirra menningu ásamt fleygri setningu. "Ifthey can make it we can fake it" sem reyndist vera skemmtilega sönn þegar líða tók á ferðina. Xi'an Xi'an hefur að geyma 8100 Terracotta leirhermenn. Talið er að þeir hafi upphaflega verið gerðir til að verja grafhýsi þáverandi keisara. Hann hefur ekki verið vinmargur þar sem herinn er jú feiknastór og vel tækjum búinn til að taka á móti hverju sem er. Einnig er vert að minnast á að enginn af þeim er eins og það tók víst 40 ár að byggja þennan leirher upp. Sumir hafa aldeilis verið forsjálir. Ekki má gleyma því að hópurinn fór á safn um sögu Kína þar sem hin síkáta Wan Chuen leiddi okkur um og fræddi. Hún fór einnig með okkur í ævafornt múslimahof en múslimar eru 1 % af þeim 7 milljónum sem búa í Xi'an. 78
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Upp í vindinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.