Upp í vindinn - 01.05.2007, Blaðsíða 80
... Upp í vindinn
Mynd af hópnum fyrir ofan þriggja gljúfra stífluna
Mynd: Óskar Gísli Sveinsson
því hópurinn það og fékk að taka eitthvað af prófunum
sem sálirnar áttu að ganga í gegnum.
Eftir draugaborgina var kominn tími til að hitta "nöktu
bændurna" sem greinilega hafa efnast eitthvað um ævina
þar sem þeir voru fullklæddir þegar við mættum. Þeir
drógu okkur í smábátum upp eftir giljum og dölum. Á
leiðinni til baka tóku þeir sig til og sungu kínverska
þjóðsöngva. Við borguðum að sjálfsögðu fyrir okkur í
sömu mynt og leyfðum þeim að heyra nokkra vel valda
íslenska.
Síðustu nóttina fórum við í gegnum einn stærsta skipa-
stiga heims, en hann er fimm þrepa og er heildar fall-
hæðin 113m. Morguninn eftir tók Yifade nokkur á móti
okkur en hann er menntaður rafmagnsverkfræðingur
sem vinnur við stífluna. Þrátt fyrir litla enskukunnáttu
tókst honum að útskýra fyrir okkur helstu þætti stíflunn-
ar. Fórum um sýningarsvæðið og skoðuðum líkan af þessu
gríðarlega mannvirki. Þegar virkjunin mun komast í fulla
notkun mun hún hafa framleiðslugetu upp á 18200 MW
en það eru 26 hverflar sem mynda þetta afl. Princess
Elaine lagðist að Wu han en þaðan flugum við til Shang-
hai og kvöddum fararstjórann okkar Gao Xing.
Shanghai
Shanghai er talin vera ein vestrænasta borg í Kína. Þar
voru fleiri enskumælandi en við hingað til höfðum átt að
venjast, einnig var þar meira um vestræna veitingastaði,
sem var kærkomið fyrir okkur ferðalanganna. Fram að
þessum tímapunkti í ferðinni hafði okkur í öll mál og all-
staðar verið boðið upp á hefðbundinn kínverskan mat
fyrir vestræna túrista en hann er víst ekki alveg eins
bragðsterkur og innfæddir borða.
Margt er að skoða í Shanghai og er borgin í mikilli upp-
byggingu þar sem skýjakljúfar rísa eins og gorkúlur. Fyrir
okkur verkfræðinema var ekki annað hægt en að upplifa
það að fara upp í einn af stærstu turnum heims, Shang-
hai Oriental Pearl Tower. Þar var hægt að fá góða yfirsýn
yfir borgina og líta niður á iðandi mannlíf sem líktist helst
vinnumaurum.
Við kíktum örstutta stund á stærstu höfn í heimi Shang-
hai Flarbour en þar eru venjulega ekki leyfðar skoðunar-
ferðir, því stoppað stutt.
Einn áhugaverðasti staðurinn í Shanghai er Xiang Yang
flóamarkaðurinn þar sem sölumenn seldu einungis há-
tísku merki svo sem Dior, Prada, Flugo Boss og Lacoste.
Engar vörur voru þar verðmerktar og var því lögmál prútts-
ins við líði þar sem harðsvíraðir íslenskir verkfræðinemar
lærðu fljótt hversu lágt var hægt að fara og viku sér hvergi
frá því. Það var í raun ótrúlegt hversu lágt sölumennirnir
voru tilbúnir að fara með þessi gæða og "ekta" vörur. Nú
sannað sig setning Alexar í Sendiráðinu um að "ifyou can
make it we can fake it".
Seinasta kvöldið kvöddum við ferðafélaga okkar og
kennara hann Trausta Valsson og þökkuðum fyrir góða
ferð. Var nú námstengda hluta ferðarinnar lokið og við
margs róðari, en við tók afslöppunarferð til Tælands.
Vígalegir verkfræðinemar tilbúnir að takast á við tælenska um-
ferð. Mynd ÓGS
80