Upp í vindinn - 01.05.2014, Blaðsíða 37

Upp í vindinn - 01.05.2014, Blaðsíða 37
OLHONNUN VEGA í stutt tímabil, At, þar sem öll lög vegarins eru með ákveðna efniseiginleika háð umhverfis- og umferðarskilyrðum þess tímabils. Þessar inntaksstærðir eru síðan nýttar í svörunarlíkani sem framkvæmir burðarþolsgreiningu á vegbyggingunni sem leiðir af sér spennur, streitur og niðurbeygjur sem byggingin verður fyrir vegna gefins umferðarálags. Reiknuðu spennurnar, streiturnar og niðurbeygjurnar eru síðan inntaksstærðir inn í frammistöðuspálíkan sem áætlar hversu mikil áhrif viðkomandi tímaskref hafi á hrörnun vegarins. Að lokum er uppsöfnuð hrörnun vegarins lögð saman sem fall af tíma. Þessi skref eru endurtekin þar til hönnunarlíftíma vegarins er náð (Ahmed og Erlingsson, 2013). Aðferðin gefur hönnuðum möguleika á að spá fyrir um niðurbrot/hrörnun einstakra laga vegbyggingarinnar sem og vegbyggingarinnar allrar sem fall af tíma. Þannig gefur hún hönnuðum möguleika á að velja og bera saman mismunandi gerðir vegsniða með því að skoða frammistöðu þeirra sem fall af tíma. Hönnuður getur þá valið að nota betri og dýrari efni með lágmarkslagþykktum eða veikari og ódýrari efni með auknum lagþykktum. Með aðferðinni er einnig hægt að spá fyrir um hvernig vegir aflagast og hrörna og þannig auðvelda gerð langtímaáætlana um viðhald og endurbyggingu. Einnig má meta ávinning og kostnað varðandi notkun nagladekkja, tegund dekkja (t.d. breið dekk eða tvöfalt hjólasett), dekkjaþrýsting, hámarksþyngd öxulþunga og tegund vegagerðarefnis. Aðferðin nýtist einnig til að meta áhrif breytts veðurfars á líftíma og endingu vega. Þannig er hægt að hámarka arðsemi vegbygginga og skoða heildarkostnað veghaldara við gerð, viðhald og rekstur vega, þ.e. framkvæma vistferilsgreiningu (e. Life Cycle Assessment). Hraðaðar álagsprófanir (e. Accelerated Pavement Testing - APT) í hröðuðu álagsprófi er hægt að líkja eftir álagi sem vegbygging verður fyrir á líftíma sinum á styttum tíma. í stað þess að brjóta niður vegbyggingu með raunálagi, sem getur tekið um 20 ár, er álagið (þungaumferð) lagt á hraðar og því hægt að fá niðurstöður á um 2-3 mánuðum. Hjólaálaginu er stýrt, fjöldi yfirferða er skráður, hjólinu er beint yfir nema sem mæla svörun vegbyggingarinnar svo sem spennur og streitur. Ástand vegbyggingarinnar er síðan metið með ákveðnu millibili og prófið framkvæmt við ákveðin umhverfisskilyrði. Prófið gefur því nákvæm svörunar- og ástandsgögn yfir allan niðurbrotstímann. Hröðuð álagspróf hafa aukið þekkingu á niðurbrotsferli mismunandi vegbygginga en þau eru kostnaðarsöm og yfirleitt bætt upp með öðrum prófunum eins og til dæmis falllóðsmælingum og þriásaprófum. í eftirfarandi hröðuðu álags prófi, sem fjallað er um hér, var þungur bílhermir (e. Heavy Vehicle Simulator; HVS-Nordic) notaður (mynd 2). Hann er staðsettur hjá VTi (sænska vegagerðarstofnunin) í Svíþjóð og framleiddur í Suður-Afríku. HVS-Nordic er hreyfanlegur, 23m langur, 3,5m breiður, 4,2m hár og vegur um 46 tonn. Aðrir tækniiegir eiginleikar hans eru að hægt er að nota bæði einfalt og tvöfalt hjólasett; hafa álag í eina eða tvær akstursstefnur; keyra allt að 25.000 yfirferðir á sólarhring; láta álagshjólið hliðrast um allt að 0,75m; hafa hjólaálag á bilinu 30-110kN og hafa keyrsluhraða hjólsins allt að 12km/klst. Auk þess hefur hann hitastilli til að halda stöðugu hitastigi. Þær prófanir sem hér eru notaðar eru framkvæmdar innandyra hjá VTI, en vegsniðin eru byggð með hefðbundnum tækjabúnaði til vegagerðar i gryfju sem er 3m djúp, 5m breið og 15m löng (Wiman 2006, 2010; Saevarsdottir ofl. 2014). Reiknilíkört og greining mældrar svörunar Á mynd 3 gefur að líta dæmigerða sveigjanlega vegbyggingu (nefnd SE10). Hún samanstendur af þunnu malbiksslitlagi, bikbundnu burðarlagi og t = t0l i = 1 Initial condition & structure geometry, design period = y £ At, Inputs Climate Traffic loading Subgrade properties Material properties Pavement structure Response^model j*~ Stresses, strains and displacements / = / + 1 —> Performance prediction models -------------—y------—------- Analysis Structural changej L :.......... ..... Accumulate distress Yes t,*tM*At, 1 1 Viable . * No alternative End I Modify strategy No Flexible pavement desiqn Strategy selection Constructability Life cycle cost analysis Mynd 1 Flæðirit af hönnunarferli vegbyggingar samkvæmt aflfræðilegum aðferðum. ...upp í vindinn I 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Upp í vindinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.