Upp í vindinn - 01.05.2014, Síða 50

Upp í vindinn - 01.05.2014, Síða 50
SAMSETNING SVIFRYKS í REYKJAVÍK Páll Höskuldsson Efnaverkfræöingur á Umhverfissviöi EFLU verkfræðistofu. Veturinn 2013 gerði EFLA verkfræðistofa mælingar á samsetningu svifryks í Reykjavík. Verkefnið var styrkt af rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar auk þess sem Reykjavíkurborg, Umhverfisstofnun og Arngrímur Thorlacius frá Landbúnaðarháskóla islands veittu aðstoð við gerð verkefnisins. Tilgangurinn var að greina samsetningu og uppsprettur svifryks í Reykjavík og kanna hvort markverðar breytingar hafi orðið á samsetningu svifryksins frá því að sambærileg mæling var gerð fyrir 10 árum síðan. Vegna skaðsemi svifryks fyrir heilsu fólks er unnið markvisst að því að draga úr myndun þess en þekking á samsetningu og uppruna ryksins er mikilvægur liður í þeirri vinnu. Svifryk (PM10) eru agnir sem eru minni en 10 míkrómetrar (jjm) að stærð og eiga greiða leið ofan I öndunarfærin. Svifryksmengun er ein af helstu ástæðum heilbrigðisvandans sem rekja má til mengunar I borgum. Sett hafa verið heilsuverndarmörk [1] fyrir svifryk til að tryggja lágmarksáhrif á heilsu fólks. Meðaltalssólarhringsstyrkur fyrir svifryk má hæstur vera 50 pg/m3 og má styrkurinn fara að hámarki 7 sinnum á ári yfir þessi mörk. Einnig eru sett umhverfismörk fyrir ársmeðaltalsstyrk svifryks sem má vera hæstur 20 pg/m3. Svifryk er mælt reglulega í tveimur föstum mælistöðvum í Reykjavík, á Grensásvegi og í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, en eins og sjá má á mynd 1 hefur styrkur svifryks að jafnaði mælst yfir heilsuverndarmörkum við Grensásveg en að jafnaði undir mörkum í Húsdýragarðinum. Almennt mælast hærri gildi við Grensásveg þar sem meiri áhrifa umferðar gætir [2]. Uppruni svifryksins getur verið af ýmsum toga, bæði náttúrulegum og mannlegum. Svifryk af náttúrulegum orsökum er t.d. jarðvegur, sandur og sjávarfok. Svifryk af mannlegum orsökum er t.d. ryk frá bílaumferð sbr. sót, malbik, bremsuborðar og salt af götum. Svifryksmengun frá iðnaði og kyndingu húsa með viðarbrennslu er einnig algeng en hennar gætir ekki í Reykjavík þar sem mengandi iðnaður er fjarri og öll hús kynt með jarðhitavatni. Eldri rannsóknir hafa sýnt að stór hluti svifryksmengunar í Reykjavík á uppruna sinn að rekja til umferðarinnar og að stór áhrifaþáttur þar væri notkun nagladekkja. Á árinu 2003 var enn fremur unnin rannsókn á svifryki undir ritstjórn Bryndísar Skúladóttur [3], en niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að stærstan hluta svifryks í Reykjavík megi rekja til slits á götum. Samsetning vetrarsýna var að meðaltali: malbik 55%, jarðvegur 25%, sót 7%, salt 11% og bremsuborðar um 2%. Frá því að þessi I ...upp í vindinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Upp í vindinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.