Upp í vindinn - 01.05.2014, Side 73

Upp í vindinn - 01.05.2014, Side 73
STEINSTEYPUFÉLAG ÍSLANDS j 5 S jj 88 ■ fiElflll |i5|Si iii ■ ill ss| Nýja bíó hlaut Steinsteypuverðlaunin 2013. Mynd: Sigurgeir Sigurjónsson vegum Nýsköpunarmiðstöðvar íslands og samstarfsaðila. Vikan, sem ber nafnið „A CONCRETE WEEK“, hefst á mánudegi með námskeiðahaldi á vegum Nordic Concrete Federation og Nordic Rheology Society. Á miðvikudeginum 13. ágúst hefst ráðstefnuhaldið svo formlega með sameiginlegri setningu ráðstefnanna þriggja í Eldborgarsal Hörpu en þær eru: XXII Nordlc Concrete Research Symposium sem er samvinnuverkefni Steinsteypufélaganna á Norðurlöndum og er haldin árlega í einu Norðurlandanna. The 23rd Nordic Rheology Conference er haldin á vegum Norræna flotfræðisambandsins (Nordic Rheology Society) en hún var síðast haldin á íslandi árið 2009 og ECO- CRETE, International Symposium on Sustainability er sú fyrsta í sinni röð og er haldin i samvinnu við RILEM. Steinsteypufélagið hvetur alla íslenska fræði- og áhugamenn um steinsteypu til að senda inn greinar á ráðstefnuna til að kynna íslensk steinsteypufræði og framkvæmdir fyrir erlendum gestum ráðstefnunnar. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu ráðstefnunnar www. rheo.is. Eitt af markmiðum Steinsteypufélagsins I ár er að vera sýnilegra. Var því ráðist í að endurnýja heimasíðu félagsins en hún var komin talsvert til ára sinna. Lén félagsins er steinsteypufelag.is. Stefnt er að reglulegum uppfærslum úr steinsteypuheiminum á nýju síðunni og eru allar ábendingar um efni velkomnar á tölvupóstfang Steinsteypufélagsins, steinsteypufelag@steinsteypufelag. is. Félagið hefur einnig hafist handa við að uppfæra póstlista félagsins. Vill stjórn hvetja sem flesta til að fara inn á heimasíðu félagsins þar sem hægt er að skrá sig á póstlistann beint á forsíðunni, einnig er hægt að skrá sig í Steinsteypufélagið á heimasíðunni. Að auki er Steinsteypufélag íslands nú einnig komið á Facebook. Þar eru sett inn skilaboð og hægt er að fylgjast með nýjustu fréttum félagsins. Við hvetjum alla sem eru á Facebook til að líka við nýju síðuna okkar: facebook.com/ steinsteypufelag. Með þessu vonum við í Steinsteypufélagi íslands að aukning verði á almennum áhuga á steinsteypu sem og að gæði steinsteypu verði ávallt I hávegum höfð allra þeirra sem meðhöndla steypu. ...upp í vindinn I 73

x

Upp í vindinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Upp í vindinn
https://timarit.is/publication/1929

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.