Læknablaðið - 01.04.2023, Side 4
172 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109
179
Eyrún Thorstensen, Brynjólfur Gauti Jónsson, Helga Bragadóttir
Nauðungarlyfjagjafir á geðdeildum Landspítala árin 2014-2018
Víða er reynt að draga úr notkun þvingaðrar meðferðar á geðdeildum. Þó getur hún verið
nauðsynleg til þess að tryggja öryggi sjúklings og starfsfólks þegar sjúkdómsástand er
alvarlegt. Nauðungarlyfjagjöf getur einnig verið nauðsynleg til þess að tryggja bata og
fyrirbyggja versnun sjúkdóms. Þvinguð meðferð er sú aðferð sem notuð er án samþykkis
sjúklings og skerðir getu hans til að fara sínu fram: skerðing á ferða- og persónufrelsi,
einangrun, fjötrar, nauðungarlyfjagjöf og markasetning.
F R Æ Ð I G R E I N A R
4. tölublað · 109. árgangur · 2023
175
Sigurður Páll Pálsson
Nauðung í
geðlækningum
Þrátt fyrir umbætur er
nauðung og valdbeiting enn
notuð á öllum geðdeildum
heims. Fyrri rannsóknir sýna
að sjúklingar líta á nauðung
sem refsingu og slíkt vinnur
gegn valdeflingu þeirra og
rífur niður meðferðarsam-
bandið. Það þarf að vera á
hreinu að það sem gert er
skaði minna en að svipta
einstaklinginn ekki frelsi
sínu.
L E I Ð A R A R
177
Jörundur Kristinsson
Orlofssjóður lækna –
öflugt starf
Fyrir sumarið 2023 eru 16
valkostir í boði, 12 þeirra í
eigu OSL en leigukostir eru
fjórir. Aðsókn er mikil allt
árið og nýting góð, mest yfir
páska og sumarmánuðina.
Þá er punktakerfi notað og fá
þeir sem eiga flesta punkta
ákveðinn forgang en hinar 39
vikur ársins hafa allir jafnan
aðgang.
193
Jón Bjarnason, Helgi Jónsson, Björn Flygenring
AV-fistill í nára - sjúkratilfelli
83 ára kona með sögu um hjartabilun og ósæðarlokuskipti greindist með fistil milli
slag- og bláæðar í nára á tölvusneiðmynd. Átta árum fyrr hafði hún farið í lokuskipti með
lífrænni ósæðarloku og hjáveitu í opinni aðgerð, en stuttu áður fór hún í hjartaþræðingu
sem hluta af uppvinnslu fyrir aðgerðina. Árin fyrir tölvusneiðmyndina hafði hún fundið
fyrir vaxandi mæði, þreytu og orkuleysi. Hjartaómskoðun sýndi versnandi þrengingu í
ósæðarlokunni og leka.
Á FORSÍÐU
186
Sigurveig Þ. Sigurðardóttir, Hannes Sigurjónsson, Andri Már Þórarinsson, Kristján Erlendsson
ASIA-heilkenni – tengsl við silíkon
Um 60-80% kvenna með ASIA-heilkenni sem láta fjarlægja silíkonpúða lagast af einkenn-
um sínum. Því styttri tíma sem silíkonpúðar voru til staðar því líklegri er konan til að losna
við einkenni ASIA. Ef sjúklingar eru hins vegar þegar komnir með sjálfsónæmissjúkdóm
ná aðeins um 16% bata án frekari ónæmisbælingar. Þegar púðarnir rofna getur silíkon
dreifst um vefi líkamans en lýtalæknar segja að það sé nær ómögulegt að fjarlægja það.
Þrátt fyrir afar nákvæma aðgerðatækni verður ávallt eftir nokkuð af silíkoni til staðar á
brjóstasvæði og jafnvel annars staðar í líkamanum.
SJÚKRATILFELLI – FISTILL Í NÁRA
Þrívíddarendursnið úr skuggaefnisfylltum
æðum sýnir slagæðar (rauðar) beggja
vegna og bláæð hægra megin (blá) vegna
flæðis skuggaefnis yfir í bláæðina í gegn-
um fistilganginn. Mynd á síðu 196.
Mynd/Jón Bjarnason, unnin í forritinu Vitrea