Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.2023, Qupperneq 11

Læknablaðið - 01.04.2023, Qupperneq 11
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 179 R A N N S Ó K N Eyrún Thorstensen1 hjúkrunarfræðingur Brynjólfur Gauti Jónsson2,3 tölfræðingur Helga Bragadóttir4,5 hjúkrunarfræðingur 1Geðþjónustu meðferðarsviðs Landspítala, 2Hjartavernd, 3verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands, 4fræðasviði hjúkrunarstjórnunar, hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, 5Landspítala. Fyrirspurnum svarar Eyrún Thorstensen, eyruntho@landspitali.is Greinin barst til blaðsins 4. desember 2022, samþykkt til birtingar 6. mars 2023. Á G R I P INNGANGUR Þvinguð meðferð hefur verið gagnrýnd víða um heim og er nauðungarlyfjagjöf ein tegund þvingaðrar meðferðar en umfang nauðungarlyfjagjafa á Íslandi er lítið þekkt. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna umfang nauðungarlyfjagjafa á Landspítala, hvenær þær eru helst notaðar og hvort sé munur milli sjúklinga sem fá nauðungarlyfjagjafir og þeirra sem ekki fá slíka meðferð. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin er afturskyggn og nýtti gögn úr sjúkraskrám með úrtaki allra inniliggjandi sjúklinga á geðdeildum Landspítala almanaksárin 2014-2018 með 4053 þátttakendum. Þátttakendum var skipt í tvo hópa, hóp 1 með sjúklingum sem fengu nauðungarlyf (n=400, 9,9%) og hóp 2 með sjúklingum sem ekki fengu nauðungarlyf (n=3653, 90,1%). NIÐURSTÖÐUR Heildarfjöldi nauðungarlyfjagjafa var 2438 talsins og um 1% heildarúrtaks fékk um helming allra nauðungarlyfja. Nauðungarlyfjagjafir voru helst gefnar yfir daginn á virkum dögum og seint um kvöld en ekki sást afgerandi munur milli mánaða. Þegar hóparnir voru skoðaðir sást að hlutfallslega fleiri karlar og sjúklingar með erlent ríkisfang voru í hópi 1 en hópi 2, en ekki sást afgerandi munur á aldursdreifingu milli hópanna. Þeir sem voru í hópi 1 voru með fleiri komur á Landspítala, og fleiri innlagnir og legudaga á geðdeildum Landspítala á sjúkling, en þeir í hópi 2. Hjá sjúklingum í hópi 1 voru geðrofsgreiningar (F20-29) og lyndisraskanir (F30- 39) algengastar en í hópi 2 voru það fíknisjúkdómar (F10-19) og lyndisraskanir (F30-39). ÁLYKTUN Niðurstöður benda til ákveðinna áhættuþátta nauðungarlyfjagjafa varðandi lýðfræðilegar breytur sjúklinga, sjúkdómsgreiningar, nýtingu þjónustunnar og tímasetningar nauðungarlyfjagjafa. Nánari greining gæti nýst til þess að draga úr þvingaðri meðferð. Frekari rannsókna er þörf á þvingaðri meðferð á geðdeildum á Íslandi. Nauðungarlyfjagjafir á geðdeildum Landspítala árin 2014-2018 Inngangur Víða um heim er leitast við að draga úr notkun þvingaðrar meðferðar á geðdeildum, meðal annars nauðungarlyfjagjafa.1 Þó getur þvinguð meðferð verið nauðsynleg til þess að tryggja öryggi sjúklings, starfsfólks og annarra þegar sjúkdómsástand er alvarlegt.1,2 Nauðungarlyfjagjöf getur einnig verið nauðsyn- leg til þess að tryggja bata og fyrirbyggja versnun sjúkdóms.3 Þvinguð meðferð er skilgreind sem hver sú aðferð sem notuð er án samþykkis sjúklings og skerðir getu hans til að fara sínu fram, eins og skerðing á ferða- og persónufrelsi, einangrun, fjötrar, nauðungarlyfjagjöf og markasetning.4 Mikill munur virðist á milli þjóða og milli þeirrar þvinguðu meðferðar sem notuð er. Samkvæmt rannsókn sem skoðaði gögn um þvingaða meðferð á geðdeildum í Hollandi árið 2011 og bar saman við tölfræði 10 annarra landa um þvingaða meðferð á geðdeildum er hlutfall þvingaðrar meðferðferðar að meðaltali 7% og spann- ar frá 0-56%.5 Rannsókn frá 16 geðdeildum í Sviss sýndi að 28% sjúklinga fengu þvingaða meðferð í einhverju formi og voru nauðungarlyfjagjafir 15% þeirrar meðferðar.6 Í Noregi reyndist hlutfall þvingaðrar meðferðar inniliggjandi sjúklinga á bráðageðdeildum vera 35% og þar af nauðungarlyfjagjafa 9%.7

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.