Læknablaðið - 01.04.2023, Blaðsíða 12
180 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109
R A N N S Ó K N
Rannsóknir sýna að þvinguð meðferð getur haft neikvæð áhrif
á líðan sjúklinga og starfsfólks.8 Eðli, umfang og áhrif þving-
aðrar meðferðar á Íslandi eru lítt þekkt og hefur skráningu og
eftirliti með henni hér á landi verið ábótavant.
Vísbendingar eru um að þvinguð meðferð eins og nauð-
ungarlyfjagjöf tengist þáttum eins og tíma dags, viku-
degi eða árstíð auk sjúkdómsgreininga og lýðfræðilegra
breyta.9,10 Þeir sjúklingar sem eru í áhættuhópi fyrir því að fá
nauðungarlyfja gjöf virðast vera ungir karlmenn með geðrofs-
sjúkdóm (F20-F29) og hafa sögu um vímuefnavanda og ofbeldi
gagnvart öðrum5,6,11,12 og þeir sem hafa dvalið oftar og lengur á
geðdeildum en aðrir sjúklingar.6
Nefnd Evrópuráðs um varnir gegn pyndingum og ómann-
úðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingum gerði úttekt
á stöðu þvingaðrar meðferðar á Íslandi árið 2012. Samkvæmt
ábendingum nefndarinnar var úrbóta þörf, meðal annars varð-
andi skráningu þvingaðrar meðferðar.13 Rafræna lyfjafyrir-
mælakerfið Therapy býður ekki upp á þann möguleika að
skrá lyfjagjöf sem gefin er án samþykkis sjúklings sérstaklega.
Því er nauðungarlyfjagjöf og það hvort nauðsynlegt hafi verið
að halda sjúklingi kyrrum skráð í sjúkraskrá hans í frjálsum
texta. Gagnasöfnun og eftirliti með nauðungarlyfjagjöfum er
því ábótavant. Í skýrslu nefndar Evrópuráðs er lögð áhersla á
að öll þvinguð meðferð skuli skráð.13
Lítið er vitað um nauðungarlyfjagjöf á Íslandi og að því er
best verður séð hafa einungis tvær rannsóknir verið gerðar
hérlendis um þvingaða meðferð. Rannsókn var gerð á viðhorfi
sjúklinga og starfsmanna varðandi gát á bráðageðdeildum
á Landspítala14 en gát með sjúklingum er skilgreind sem
þvinguð meðferð því gát felur í sér náið eftirlit með sjúklingi
og skerðingu á ferða- og persónufrelsi hans. Niðurstöður
sýndu að 31% sjúklinga sem lögðust inn á bráðageðdeildir
Landspítala á rannsóknartímabilinu voru settir á gát og fannst
meirihluta sjúklinga og starfsfólks gátin gagnleg. Síðar var
gerð rannsókn á umfangi og tímasetningum nauðungarlyfja-
gjafa og því sem einkenndi sjúklinga sem fengu nauðungarlyf
á geðdeildum Landspítala. Niðurstöður sýndu að 9,5% inni-
liggjandi sjúklinga fengu nauðungarlyfjagjöf á árunum 2014 og
2015. Það sem einkenndi þá sjúklinga var að vera karlmaður,
með geðrofssjúkdóm og hafa sögu um tíðar innlagnir og lengri
sjúkrahúslegur en sjúklingar á sömu deildum sem ekki fengu
þvingaða meðferð.10
Í þessari rannsókn er sjónum beint að þvingaðri meðferð
með nauðungarlyfjagjöfum. Nauðungarlyfjagjöf er það þegar
sjúklingi eru gefin lyf gegn vilja hans og í sumum tilfellum
er lyfjagjöf framkvæmd með því að sjúklingi er haldið með
handafli eða hann fjötraður á meðan honum eru gefin lyf í
vöðva í þeim tilgangi að róa hann, draga úr óæskilegri hegðun
eða til að meðhöndla sjúkdómseinkenni eins og bráð geð-
rofseinkenni, geðhæð, spennu og æsing.15 Lyfjameðferð getur
flýtt fyrir bata og stytt legutíma sjúklinga á geðdeildum.16
Auk þess hefur verið sýnt fram á að batahorfur sjúklinga með
geðrofsgreiningu eru betri því fyrr sem lyfjameðferð með
geðrofslyfjum er hafin og endurinnlögnum fækkar.3 Nauð-
ungarlyfjagjöf getur því verið gagnleg til þess að draga úr
annarri þvingaðri meðferð eins og einangrun og fjötrum.1,5
Því er tilgangur nauðungarlyfjagjafa tvíþættur, annars vegar
að minnka óróleika og ógnun í bráðu ástandi og hins vegar að
tryggja nauðsynlega meðferð við alvarlegum geðrænum veik-
indum þegar sjúklingur neitar meðferð og samvinna um hana
hefur ekki náðst.
Tilgangur rannsóknar er að kanna umfang nauðungarlyf-
jagjafa á Íslandi, hvenær þær eru notaðar og hvort munur sé
milli sjúklinga sem fá nauðungarlyfjagjafir og þeirra sem ekki
fá slíka meðferð.
Efniviður og aðferðir
Þátttakendur
Í úrtaki rannsóknar voru allir sjúklingar á geðdeildum
Landspítala sem lögðust inn á tímabilinu 1. janúar 2014 til 31.
desember 2018, eða 4053 þátttakendur með samtals 10.143 inn-
lagnir. Þeim var skipt í tvo hópa, hóp 1 (n=400: 9,9%) sem voru
þeir sem fengu nauðungarlyf með eftirfarandi stuttverkandi
lyfjum í vöðva: Lorazepam, Zuclopenthixolum, Haloperidolum
og Olanzapinum; og hóp 2 (n=3653: 90,1%) sem í voru þeir sem
ekki fengu nauðungarlyf.
Rannsóknargögn og úrvinnsla
Gögn rannsóknar komu úr sjúkraskrám sjúklinga á Landspít-
ala í tveimur skrám. Ásamt dulkóðuðum persónunúmerum
innihéldu skrárnar upplýsingar um dagsetningar innlagna og
útskrifta, en þessar breytur voru notaðar til að tengja skrárnar
saman.
Gögnum úr lyfjaskráningakerfinu Therapy var safnað
um allar lyfjagjafir lyfjanna Lorazepam, Zuclopenthixolum
stuttverkandi, Haloperidolum stuttverkandi, og Olanzap-
inum í vöðva þeirra sjúklinga sem lögðust inn á geðdeildir
Landspítala á rannsóknartímabilinu. Hver og ein lyfjagjöf er
talin sérstaklega, án tillits til þess hvort tvö lyf hafi verið gefin
samtímis.
Lyfjagjafir með ofantöldum lyfjum í vöðva eru skilgreind-
ar sem nauðungarlyfjagjafir í þessari rannsókn. Þessi lyf
voru valin því samkvæmt Council of Europe (2013) eru þetta
algengustu lyfin sem notuð eru á Íslandi til að meðhöndla
sjúklinga gegn vilja þeirra.13 Vegna takmarkaðrar skráningar
var ekki unnt að greina með vissu hvort sjúklingar höfðu verið
samþykkir lyfjagjöf en þó má telja nokkuð líklegt að svo hafi
ekki verið. Gengið er út frá því að sjúklingar sem samþykkja
lyfjameðferð fái flestir lyf um munn þar sem þessi sömu lyf
eru einnig til í töfluformi. Þó eru líka dæmi þess að sjúklingar
samþykki lyfjagjöf í vöðva með þessum sömu lyfjum. Auk þess
getur komið upp sú staða að læknir velji lyf í sprautuformi
umfram lyf í töfluformi í bráðum og alvarlegum veikindum
þegar sömu lyf í töfluformi hafa ekki náð tilætluðum árangri.
Ekki var unnt að greina út frá gögnum hvort fleiri en eitt lyf
hafi verið gefin saman en Lorazepam og Haloperidolum eru
gjarnan gefin samtímis í bráðum tilfellum. Því er hugsanlegt
að nauðungarlyfjagjafir með ofantöldum lyfjum séu oftaldar.
Úr sjúkraskrá var eftirfarandi gögnum safnað: aldur, kyn,
þjóðerni, geðsjúkdómsgreiningar, nauðungarvistun og sjálf-
ræðissviptingar, öryggismeðferð (gát), fjöldi koma í bráða-
þjónustu geðþjónustu og bráðamóttöku Landspítala, fjöldi
innlagna og fjöldi legudaga á geðdeildum Landspítala. Ekki