Læknablaðið - 01.04.2023, Side 13
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 181
R A N N S Ó K N
reyndist unnt að vinna úr gögnum um nauðungarvistanir,
sjálfræðissviptingar og öryggismeðferð úr gagnasafni spítalans
vegna ófullnægjandi skráningar í sjúkraskrá. Þó má áætla að
allir sjúklingar sem fá nauðungarlyfjagjafir á geðdeildum séu
nauðungarvistaðir því óheimilt er samkvæmt lögum að beita
þvingaðri lyfjagjöf án nauðungarvistunar.
Notuð var að mestu lýsandi tölfræði. Munur á kyni og
þjóðerni milli hópa var skoðaður með Fisher-prófi. Munur á
hópum hvað varðar fjölda koma í bráðaþjónustu, innlagnir og
legudaga var reiknaður með útvíkkuðu línulegu líkani (gener-
alized linear model) með neikvæðri tvíkosta (negative binomial)
gagnadreifingu.
Unnið var með ópersónugreinanleg gögn og áhætta sjúk-
linga því hverfandi. Ekki var þörf á að afla upplýsts samþykkis
frá þátttakendum. Rannsóknin var samþykkt af siðanefnd
Landspítala og framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala og
tilkynnt til Persónuverndar (17/2019. Tilv.16).
Gagnavinnsla var framkvæmd með forritunarmálinu R, út-
gáfu 4.2.0, í notandaviðmótinu RStudio, útgáfu 2022.7.1.554.
Niðurstöður
Umfang nauðungarlyfjagjafa á geðdeildum Landspítala
Af 4053 þátttakendum voru 400 (9,9%) sem fengu nauð-
ungarlyfjagjafir. Heildarfjöldi nauðungarlyfjagjafa var 2438 á
rannsóknartímabilinu. Að meðaltali voru gefnar 40,6 nauð-
ungarlyfjagjafir á mánuði á tímabilinu. Tafla I sýnir fjölda
nauðungarlyfjagjafa og hlutfall þess lyfs af öllum lyfjagjöfum
þess árs. Þegar lyfjagjafir eru skoðaðar öll árin má sjá að Ha-
loperidolum var mest notaða lyfið (34,3%) og þar á eftir er Lor-
azepam (33,4%) en þessi lyf eru oft gefin saman.
Í töflu II má sjá að meirihluti þátttakenda sem fengu nauð-
ungarlyfjagjafir á rannsóknartímabilinu fengu á bilinu eina til
fjórar. Þó má sjá að talsverður fjöldi fékk fleiri en fjórar nauð-
ungarlyfjagjafir.
Minnihluti sjúklinga í úrtaki fengu nauðungarlyfjagjöf,
eða 9,9%, en aðeins lítill hluti þeirra fékk oft nauðungarlyfja-
Tafla I. Fjöldi og hlutfall nauðungarlyfjagjafa eftir lyfjategund fyrir hvert ár, fjöldi (%).
Lyfjaheiti (virkt efni) 2014 2015 2016 2017 2018
Haloperidolum
Lorazepam
Zuclopenthixolum
Olanzapinum
114 (39,7)
47 (16,4)
65 (22,6)
61 (21,3)
166 (33,2)
157 (31,4)
98 (19,6)
79 (15,8)
117 (20,9)
251 (44,9)
115 (20,6)
76 (13,6)
212 (35,2)
210 (34,8)
174 (28,9)
7 (1,2)
225 (46,0)
157 (32,1)
85 (17,4)
22 (4,5)
Tafla II. Meðalfjöldi koma í bráðaþjónustu Landspítala auk meðalfjölda innlagna og legudaga á
geðdeildum Landspítala eftir fjölda nauðungarlyfjagjafa í hópi 1 (n=400) á árunum 2014-2018.
Fjöldi
nauðungarlyfjagjafa
Fjöldi
einstaklinga
(%)
Meðalfjöldi koma í
bráðaþjónustu
Meðalfjöldi
innlagna
Meðalfjöldi
legudaga
1-4
5-9
10 eða fleiri
267 (66,8)
74 (18,5)
59 (14,8)
11,9
10,7
18,7
4,4
5,4
11,5
95,8
128,3
265,3
gjöf. Á rannsóknartímabilinu fengu 10 þátttakendur í hópi 1
samtals 529 nauðungarlyfjagjafir. Þetta jafngildir því að 2,5%
þátttakenda í hópi 1 hafi fengið 21,7% nauðungarlyfjagjafa.
Að sama skapi fengu 44 þátttakendur, eða 11% hóps 1, samtals
1231 nauðungarlyfjagjöf, eða 50,5% allra nauðungarlyfjagjafa
á rannsóknartímabilinu. Þessir einstaklingar lögðust inn 559
sinnum og voru með samtals 11,2 legudaga og áttu 908 komur
á bráðamóttökur Landspítala. Þetta jafngildir 5,5% allra inn-
lagna, 6,6% allra legudaga og 2,4% allra koma á bráðamóttökur
Landspítala.
Tími nauðungarlyfjagjafar
Tíðni nauðungarlyfjagjafa er mismunandi eftir tíma sól-
arhrings og eftir vikudögum. Mynd 1 sýnir hlutfall nauð-
ungarlyfjagjafa eftir: A) tíma sólarhrings, B) vikudögum og
C) mánuðum, bæði eftir árum og fyrir rannsóknartímabilið
í heild sinni. Notkun nauðungarlyfja eftir tímum sólarhrings
var svipuð milli ára. Nauðungarlyfjagjafir voru í lágmarki
um nætur en fjölgaði milli klukkan 10:00 og 15:00 á daginn.
Nauðungarlyfjagjöfum fækkaði aftur síðdegis og náðu þær svo
hámarki seinni part kvölds í kringum klukkan 22:00. Ekki var
teljandi munur á hlutfalli nauðungarlyfjagjafa frá mánudegi til
föstudags, eða á virkum dögum, en hlutfallið lækkaði um helg-
ar. Ekki sást áberandi mynstur í hlutfalli nauðungarlyfjagjafar
þegar hún er skoðuð eftir mánuðum.
Breytur sem tengjast nauðungarlyfjagjöfum
Í töflu III má sjá lýðfræðilegar breytur þátttakenda, upplýs-
ingar um komur, innlagnir og legudaga eftir hópum. Kynja-
hlutfall milli hópa var ólíkt. Í hópi 1 voru karlar 60,2% en
konur 39,8%, en í hópi 2 var kynjahlutfall jafnara, eða 51,2%
karlar og 48,8% konur. Á árunum 2014-2018 fengu því karlar
hlutfallslega oftar nauðungarlyfjagjafir en konur. Þátttakendur
í hópum 1 og 2 voru marktækt frábrugðnir hver öðrum hvað
varðar kyn þegar prófað var með Fisher-prófi. Gagnlíkinda-
hlutfall karla (konur viðmiðshópur) = 1,44 (95% öryggisbil 1,16-
1,79), p=0,0006.