Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2023, Síða 14

Læknablaðið - 01.04.2023, Síða 14
182 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 R A N N S Ó K N Ekki var teljandi munur á hópunum eftir aldri en dreifing á aldri í hópunum tveimur við síðustu innlögn þátttakenda var sambærileg. Miðgildi aldurs beggja hópanna var á bilinu 35-45 ár og í báðum hópum eru flestir á aldrinum 18-29 ára og fækk- aði í báðum hópunum með aldri. Þegar þjóðerni er skoðað í heildarúrtaki á rannsóknar- tímabilinu var hlutfall þeirra með erlent ríkisfang 8,5%. Hlutfall þátttakenda með erlent ríkisfang í hópi 1 var hærra en þeirra með erlent ríkisfang í hópi 2 (14,2% í hópi 1 og 7,9% í hópi 2). Hópar 1 og 2 voru marktækt ólíkir varðandi þjóð- erni þegar prófað var með Fisher-prófi. Gagnlíkindahlutfall erlendra (íslenskir ríkisborgarar viðmiðshópur) = 1,93 (95% ör- yggisbil = 1,4-2,64), p=0,00006. Miðað var við fyrstu greiningu við hverja innlögn en þátt- takendur í báðum hópum geta átt margar innlagnir og fyrsta greining getur breyst milli innlagna. Því er fjöldi fyrstu grein- inga meiri en fjöldi þátttakenda. Þegar hóparnir tveir voru bornir saman kom fram að þátttakendur í hópi 1 voru hlut- fallslega oftar með geðrofssjúkdóma (F20-F29) en þátttakendur í hópi 2 (33,6% í hópi 1 og 11,8% í hópi 2) og voru hlutfallslega sjaldnar með kvíða og streituraskanir (F40-F49) en þátttak- endur í hópi 2 (3,1% í hópi 1 og 18,8% í hópi 2). Algengustu greiningarnar hjá hópi 1 voru geðrofssjúkdómar (F20-F29) og lyndisraskanir (F30-F39) en hjá hópi 2 voru það fíknisjúkdómar (F10-F19) og lyndisraskanir (F30-F39). Þegar meðaltal koma í bráðaþjónustu, innlagna og legudaga er skoðað sést að í hópi 1 voru fleiri komur í bráðaþjónustu (12,7 í hópi 1 og 8,3 í hópi 2), fleiri innlagnir (5,6 í hópi 1 og 2,2 í hópi 2) og fleiri legudagar (126,8 í hópi 1 og 32,3 í hópi 2) á hvern þátttakanda en í hópi 2. Þátttakendur í hópi 1 komu 1,46 sinnum (95% öryggisbil 1,42-1,51, p<0,00001) oftar á bráða- móttöku en þátttakendur í hópi 2, þeir áttu 2,68 sinnum (95% öryggisbil 2,58-2,77, p<0,00001) fleiri legudaga og höfðu að jafnaði 3,97 sinnum (95% öryggisbil 3,94-4,00, p<0,00001) fleiri legudaga en hópur 2. Hafa þarf í huga að um 5 ára tímabil er að ræða og að ekki er tekið tillit til þess hvenær þátttakendur greindust með sinn geðsjúkdóm fyrst eða hvenær fyrsta inn- lögn á sjúkrahús átti sér stað. Umræða Umfang nauðungarlyfjagjafa Niðurstöður sýna að 9,9% sjúklinga á geðdeildum Landspít- ala fengu nauðungarlyf á árunum 2014-2018. Flestir þessara sjúklinga fengu 1-4 nauðungarlyf og mest notuðu lyfin voru Haloperidolum og Lorazepam. Athyglisvert er að 1% sjúklinga, eða 11% hóps 1, fengu 50% allra nauðungarlyfja, sem bendir til þess að þessir sjúklingar hafi verið með bæði alvarleg og bráð sjúkdómseinkenni. Hlutfall nauðungarlyfjagjafa var lágt í samanburði við niðurstöður erlendra rannsókna sem sýna hlutfall nauðungarlyfjagjafa að meðaltali 2,5% í Hollandi5, 9% í Noregi7 og 15% í Sviss.6 Mikilvægt er að hafa í huga að í flestum löndum eru einnig notaðir fjötrar með ólum og belt- um, sem ekki er gert á geðdeildum á Íslandi. Einnig eru víða Mynd 1. Hlutfall nauðungarlyfjagjafa hjá hópi 1 eftir A) tíma sólarhrings, B) vikudegi, C) mánuði. Svartar línur eru heildarmeðaltal og litaðar línur eru árleg meðaltöl.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.