Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2023, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.04.2023, Blaðsíða 15
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 183 R A N N S Ó K N notuð einangrunarherbergi en athyglisvert er að í Hollandi eru nauðungarlyfjagjafir fátíðar en notkun einangrunarherbergja er hins vegar algengari, eða 10,9%.5 Þannig getur verið munur milli landa varðandi það hvaða þvingaða meðferð er mest not- uð. Tími nauðungarlyfjagjafa Tíðni nauðungarlyfjagjafa var breytileg eftir tíma sólarhrings og vikudögum. Öll árin voru nauðungarlyfjagjafir í lágmarki á næturnar en fjölgaði yfir miðjan daginn milli klukkan 10:00 og 15:00 og náðu svo hámarki klukkan 22:00 á kvöldin. Skýr- ingarnar á þessum mun geta verið nokkrar. Hugsanlega er samband milli fjölda innlagna eftir tíma sólarhrings og hlut- falls nauðungarlyfjagjafa en algengast er að þvinguð meðferð eins og gát, nauðungarlyfjagjöf eða einangrun sé notuð við innlögn eða fyrstu klukkustundirnar eftir innlögn.17 Ekki var unnt að skoða samband milli tíma innlagnar og tíma nauð- ungarlyfjagjafar því gögn um nákvæman tíma innlagna hjá þátttakendum þessarar rannsóknar lágu ekki fyrir. Önnur skýring á því að hlutfall nauðungarlyfjagjafa var mest seint á kvöldin getur verið sú að sjúklingar sem eru nauðungarinn- lagðir og upplifa meðferð sína þvingandi á geðdeildum sýni í auknum mæli krefjandi eða ofbeldisfulla hegðun þegar líður á daginn, þeir eru orðnir þreyttir eftir daginn og hafa minni orku til að takast á við vanlíðan að kvöldi en snemma dags.8 Rannsóknir sýna að sjúklingar sem fá eina tegund þvingaðrar meðferðar fái oftar fleiri tegundir hennar í sömu innlögn5 og að deildir sem nota eina tegund þvingaðrar meðferðar eru líklegri til að nota fleiri tegundir hennar.18 Því getur skýringin legið í því að þvinguð meðferð eins og gát, takmarkanir á frelsi og einangrun yfir daginn reyni á þolrif sjúklinga, sem getur leitt til þess að gripið sé til nauðungarlyfjagjafar þegar líður á kvöldið. Nauðungarlyfjagjafir voru flestar hlutfallslega á virkum dög- um en fæstar um helgar. Rannsóknir benda til þess að menntun, þjálfun og reynsla dragi úr notkun þvingaðrar meðferðar.4,19 Um helgar er færra fagfólk á vakt á geðdeildum Landspítala og því mætti ætla að nauðungarlyfjagjafir væru tíðari um helgar en færri á virkum dögum. Það er þó ekki raunin, ástæðan getur verið sú að þegar færra og reynsluminna starfsfólk er á vakt sé krefjandi hegðun frekar látin afskiptalaus og starfsfólk veigri sér við að taka á vandanum.9 Skýringin getur einnig verið sú að það eru færri áreiti og truflanir í umhverfi geðdeilda um helg- ar en á virkum dögum. Meiri kröfur sem tengjast meðferð og breytingum á meðferð eru gerðar til sjúklinga á virkum dögum en um helgar þegar fleira fagfólk er í vinnu, sem getur valdið árekstrum sem leiða til nauðungarlyfjagjafa.8 Helgarnar eru því rólegri tími og starfsfólki sem er á vakt gefst meiri tími til að sinna dægradvöl sjúklinga og veita stuðning og félagsskap. Tafla III. Lýðfræðilegar breytur, sjúkdómsgreiningar, komur í bráðaþjónustur Landspítala, innlagnir og legudagar á geðdeildir Landspítala þátttakenda í hópi 1 (n=400; 9,9%) og hópi 2 (n=3653 ; 90,1%) (N=4053), fjöldi (%). Breytur Hópur 1 Hópur 2 Heild Kyn Karl Kona 241 (60,2) 159 (39,8) 1872 (51,2) 1781 (48,8) 2113 (52,1) 1940 (47,9) Aldur Karl Kona Heild 39,5 [27,8; 52,1]a 45,6 [29,8; 53,7]a 42,5 [28,8; 53,5]a 35,7 [26,8; 49,9]a 38 [26,1; 54]a 36,6 [26,6; 51,8]a 36,9 [26,7; 52]a 35,8 [26,8; 50,1]a 38,2 [26,5; 54]a Þjóðerni Erlent ríkisfang 57 (14,2) 289 (7,9) 346 (8,5) Sjúkdómsgreiningar Vefrænar geðraskanir (F00-F09) Fíknisjúkdómar (F10-F19) Geðrofssjúkdómar (F20-F29) Lyndisraskanir (F30-F39) Kvíða- og streituraskanir (F40-F49) Atferlisheilkenni (F50-F59) Persónuleikaraskanir (F60-F69) Þroskaraskanir (F70-F79) Raskanir á sálarþroska (F80-F89) Bernskuraskanir (F90-F98) Ótilgreind geðröskun (F99) 11 (2,4) 110 (24,3) 152 (33,6) 131 (29) 14 (3,1) 0 15 (3,3) 10 (2,2) 6 (1,3) 3 (0,7) 0 39 (0,9) 1469 (33) 525 (11,8) 1213 (27,3) 837 (18,8) 26 (0,6) 230 (5,2) 27 (0,6) 43 (1,0) 26 (0) 14 (0,3) 50 (1) 1579 (32,2) 677 (13,8) 1344 (27,4) 851 (17,4) 26 (0,5) 245 (5) 37 (0,8) 49 (1) 29 (0,6) 14 (0,3) Komur í bráðaþjónustu Innlagnir á geðdeild Legudagar á geðdeild 12,7b 5,6b 126,8b 8,3b 2,2b 32,3b 8,7b 2,5b 41,6b aMiðgildi [fjórðungsmörk]. bMeðaltal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.