Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.2023, Side 16

Læknablaðið - 01.04.2023, Side 16
184 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 R A N N S Ó K N Ekki kom fram áberandi munur á hlutfalli nauðungarlyf- jagjafa eftir mánuðum. Hafa ber í huga að Ísland er lítið land og því getur einn eða fáir sjúklingar valdið sveiflum í hlut- falli nauðungarlyfjagjafa milli mánaða. Þó má sjá að nokkur aukning á nauðungarlyfjagjöfum var á vorin og haustin. Hugsanlega er árstíðabundinn munur varðandi tíðni veikinda- lota sjúklinga. Nýleg rannsókn sýndi að samband var á milli veðurfars og ofbeldishegðunar sjúklinga á geðdeildum.20 Þó deila fræðimenn um áhrif árstíða á tíðni veikindalota hjá sjúk- lingum með geðsjúkdóma því aðrar niðurstöður hafa ekki sýnt tengsl þarna á milli.21 Breytur sem tengjast nauðungarlyfjagjöfum Af niðurstöðum má sjá að þeir þátttakendur sem fengu nauðungarlyf voru oftar karlar, með erlent ríkisfang og með geðrofsgreiningu (F20-29) og lyndisröskun (F30-39), auk þess að hafa komið oftar í bráðaþjónustu sjúkrahússins, lagst oft- ar inn á geðdeildir og áttu fleiri legudaga en þeir sem ekki fengu nauðungarlyf. Þessar niðurstöður ríma við niðurstöð- ur rannsókna frá öðrum löndum.5,6,11 Sjúkdómseinkenni, sjúkdómsgreiningar og hegðun sjúklinga tengist þvingaðri meðferð. Sjúklingum með geðrofsgreiningar (F20-F29) sem sýna geðrofseinkenni eins og ofskynjanir og ranghugmyndir og sjúklingum sem sýna ofbeldisfulla hegðun er hættara við þvingaðri meðferð en öðrum.5,7,11,17,22 Sjúklingar með fyrri sögu um þvingaða meðferð eru í aukinni hættu á að fá þvingaða meðferð eins og nauðungarlyfjagjöf.17,23 Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að sjúklingar með erlent ríkisfang fái oftar nauðungarlyf en sjúklingar með íslenskt ríkisfang. Er þetta í samræmi við sumar erlendar rannsóknir24,25 en ekki aðrar.26,27 Hugsanleg skýring á því að þátttakendur með erlent ríkisfang á Íslandi fái oftar nauð- ungarlyf en íslenskir þátttakendur er að þeir séu verr staddir félagslega, hafi lítið stuðningsnet og mæti frekar hindrunum sökum tungumálaörðugleika. Vísbendingar eru um að félags- leg staða og atvinnuleysi sjúklinga hafi áhrif en sjúklingum sem búa einir og hafa lítil tengsl við fjölskyldu sína er hættara við að fá þvingaða meðferð22,23 og þeir sem eru atvinnulausir eru einnig í aukinni hættu að vera beittir þvingaðri meðferð.22 Ný þýsk rannsókn sýnir einnig að sjúklingar sem eru heimil- islausir fái frekar þvingaða meðferð en þeir sem eru með fasta búsetu.28 Styrkur rannsóknarinnar felst í að úrtak hennar nær líklega að telja alla sjúklinga sem fengu nauðungarlyfjameðferð vegna bráðra einkenna á rannsóknartímabilinu og því gefa niður- stöðurnar raunsanna mynd af umfangi nauðungarlyfjagjafa á Landspítala. Helsti veikleiki rannsóknarinnar er að hún byggir á gögnum úr sjúkraskrám og því er ekki tryggt að skráning sé að öllu leyti áreiðanleg. Rannsóknin tekur eingöngu til skoðunar fyrstu sjúkdómsgreiningu þátttakenda og ekki er fullvíst hvort skráning sjúkdómsgreininga í sjúkraskrá fylgir í öllum tilfellum þeirri megin reglu að fyrsta greining sé ávallt sú sem er mest hamlandi á þeim tíma. Rannsókn þessi er mikilvægt innlegg í að varpa ljósi á þvingaðar meðferðir á Íslandi. Aukin þekking á þeim þáttum sem hafa tengsl við nauðungarlyfjagjafir á geðdeildum hér- lendis er mikilvæg til þess að draga megi úr notkun þeirra. Frekari rannsókna er þörf á þvingaðri meðferð á geðdeildum á Íslandi. Þakkir Rannsóknin var styrkt af Rannsóknasjóði Háskóla Íslands. 1. Georgieva I, Mulder CL, Noorthoorn E. Reducing seclusion through involuntary med- ication: A randomized clinical trial. Psychiatry Res 2013; 205: 48-53. 2. Doedens P, Vermeulen J, Boyette LL, et al. Influence of nursing staff attitudes and characteristics on the use of coercive measures in acute mental health services - A systematic review. J Psychiatr Ment Health Nurs 2020; 27: 446-59. 3. Karson C, Duffy RA, Eramo A, et al. Long-term outcomes of antipsychotic treatment in patients with first-episode schizophrenia: A systematic review. Neuropsychiatr Dis Treat 2016; 12: 57-67. 4. Bowers L, Alexander J, Bilgin H, et al. Safewards: The empirical basis of the model and a critical appraisal. J Psychiatr Mental Healt Nurs 2014; 21: 354-64. 5. Noorthoorn E, Lepping P, Janssen W, et al. One-year incidence and prevalence of seclusion: Dutch findings in an international perspective. Soc Psychiatry Psychiatr Epidemiol 2015; 50: 1857-69. 6. Hotzy F, Moetteli S, Theodoridou A, et al. Clinical course and prevalence of coercive measures: an observational study among involuntarily hospitalised psychiatric pati- ents. Swiss Med Wkly 2018; 148: w14616. 7. Husum TL, Bjørngaard JH, Finset A, et al. A cross-sectional prospective study of seclusion, restraint and involuntary medication in acute psychiatric wards: Patient, staff and ward characteristics. BMC Health Serv Res 2010; 10: 89. 8. Bowers L. Safewards: A new model of conflict and containment on psychiatric wards. J Psychiatr Mental Health Nurs 2014; 21: 499-508. 9. Bowers L, Crowder M. Nursing staff numbers and their relationship to conflict and containment rates on psychiatric wards-a cross sectional time series poisson regression study. Int J Nurs Stud 2012; 49: 15-20. 10. Thorstensen E. Þvingandi meðferðir í formi nauðungarlyfjagjafa á geðdeildum. Sjúklingar í áhættuhóp. Háskóli Íslands, Reykjavík 2016. 11. Kalisova L, Raboch J, Nawka A, et al. Do patient and ward-related characteristics influ- ence the use of coercive measures? Results from the EUNOMIA international study. Soc Psychiatry Psychiatr Epidemiol 2014; 49: 1619-29. 12. Silva B, Gholam M, Golay P, et al. Predicting involuntary hospitalization in psychiatry: A machine learning investigation. Eur Psychiatry 2021; 64: e48. 13. Council of Europe. European Report to the Icelandic Government on the visit to Iceland carried out by the European Committee for the Prevention of Torture and Inhuman or Degrading Treatment or Punishment (CPT) from 18 to 24 September 2012. rm.coe.int/1680696c40; 2013 – janúar 2023. 14. Snorrason J, Grímsdóttir GÚ, Sigurðsson JF. Gátir á bráðadeildum geðsviðs Landspítala: Viðhorf sjúklinga og starfsmanna. Læknablaðið 2007; 93: 833-9. 15. Georgieva I, Mulder CL, Wierdsma A. Patients' preference and experiences of forced medication and seclusion. Psychiatr Q 2012; 83: 1-13. 16. Paksarian D, Mojtabai R, Kotov R, et al. Perceived trauma during hospitalization and treatment participation among individuals with psychotic disorders. Psychiatr Serv 2014; 65: 266-9. 17. Georgieva I, Vesselinov R, Mulder CL. Early detection of risk factors for seclusion and restraint: A prospective study. Early Interv Psychiatry 2012; 6: 415-22. 18. Bowers L, James K, Quirk A, et al. Reducing conflict and containment rates on acute psychiatric wards: The Safewards cluster randomised controlled trial. Int J Nurs Stud 2015; 52: 1412-22. 19. Väkiparta L, Suominen T, Paavilainen E, et al. Using interventions to reduce seclusion and mechanical restraint use in adult psychiatric units: An integrative review. Scand J Caring Sci 2019; 33: 765-78. 20. Lickiewicz J, Piotrowicz K, Hughes PP, et al. Weather and aggressive behavior among patients in psychiatric hospitals-An exploratory study. Int J Environ Res Public Health 2020; 17: 9121. 21. Johnsen MT, Wynn R, Bratlid T. Is there a negative impact of winter on mental distress and sleeping problems in the subarctic: The Tromsø Study. BMC Psychiatry 2012; 12: 225. 22. Lay B, Nordt C, Rössler W. Variation in use of coercive measures in psychiatric hospitals. Eur Psychiatry 2011; 26: 244-51. 23. Girela E, López A, Ortega L, et al. Variables associated with the use of coercive mea- sures on psychiatric patients in Spanish penitentiary centers. Biomed Res Int 2014; 2014: 928740. 24. Singh SP, Greenwood N, White S, et al. Ethnicity and the Mental Health Act 1983. Br J Psychiatry 2007; 191: 99-105. 25. Rotenberg M, Tuck A, Ptashny R, et al. The role of ethnicity in pathways to emergency psychiatric services for clients with psychosis. BMC Psychiatry 2017; 17: 137. 26. Miodownik C, Friger MD, Orev E, et al. Clinical and demographic characteristics of secluded and mechanically restrained mentally ill patients: a retrospective study. Isr J Health Policy Res 2019; 8: 9. 27. Cullen AE, Bowers L, Khondoker M, et al. Factors associated with use of psychiatric intensive care and seclusion in adult inpatient mental health services. Epidemiol Psychiatr Sci 2018; 27: 51-61. 28. Haussleiter IS, Lehmann I, Ueberberg B, et al. Homelessness among psychiatric inpati- ents in North Rhine-Westphalia: A retrospective routine data analysis. BMC Psychiatry 2022; 22: 132. Heimildir

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.