Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.2023, Page 20

Læknablaðið - 01.04.2023, Page 20
188 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 Y F I R L I T S G R E I N útsetja sig fyrir ónæmisglæði. Þessi greiningarskilmerki hafa síðan verið notuð með litlum breytingum (sjá töflu II). Sjúk- lingur er talinn vera með ASIA-heilkennið ef hann er með tvö af meiriháttar einkennum eða eitt meiriháttar plús tvö minni- háttar einkenni.11 Þessi skilgreining á ASIA er vissulega nokk- uð almenn og gæti passað við fleiri sjúkdóma, en útsetning fyrir ónæmisglæði gerir hana sérstaka. Einkenni ASIA-heilkennis Nýlega hafa verið birtar samantektir á einkennum ASIA-heil- kennis.4,12 Algengt er að einkennin byrji með þreytu sem ekki hverfur við hvíld, minnkaðri líkamlegri og andlegri getu í vinnu, félags- og einkalífi. Sjúklingarnir líða svefntruflanir og minnkaða vitsmunagetu sem felur í sér minnisskerðingu, erf- iðleika við einbeitingu, erfiðleika við að finna orð og að vera utan við sig, sem stundum er kallað „heilaþoka“ á íslensku. Einnig lýsa þeir liðverkjum, vöðvaverkjum, hækkuðum lík- amshita, augn- og munnþurrki. Lýst hefur verið einkennum sem uppfylla greiningarskilmerki vefjagigtar og jafnvel iktsýki.4 Minnkaður vöðvakraftur eða máttleysi getur verið þannig að sjúklingurinn getur vart farið fram úr rúmi. Rann- sókn sýndi fram á óeðlilegt vöðvarit hjá 53% slíkra sjúklinga.13 Þurrki í augum hefur verið lýst hjá allt að 75% einstaklinga með ASIA-heilkenni og getur valdið minnkaðri sjón ef ekki er meðhöndlað.4 Mörg þessara einkenna koma heim og saman við Sjögrens-sjúkdóm, en ekki fylgja alltaf sértækar mótefna- hækkanir á anti-SSA/SSB eins og í Sjögrens-sjúkdómi. Verkir í brjóstum, viðkvæmni og brunatilfinning á brjósta- svæði hefur verið lýst, sem og breytingum á lögun brjósta, ósamhverfu, þéttleika og jafnvel stærð. Lýst hefur verið stækk- uðum og aumum eitlum í holhönd, á hálsi og í jafnvel í nárum (70-80%).4 Einnig hefur öðrum einkennum verið lýst, meðal annars frá hjarta og æðakerfi, svo sem yfirliðatilfinningu, jafn- vægisleysi, hjartsláttaróreglu og stundum brjóstverkjum. Að auki hefur verið lýst einkennum frá meltingarvegi (24%): kvið- verkjum, breytingum á hægðum og kyngingarerfiðleikum.12 Meðal þeirra sem uppfylla greiningarskilmerki ASIA- heilkennis koma fram húðbreytingar með bólgu hjá 20-30% af sjúklingum. Þar er húðin aum með brunatilfinningu eða náladofa sem talið er að geti stafað af bólgu í smátaugum (small fibre neuropathy).14 Áberandi netmunstur í húð sést hjá 20-30% en vægara hjá öðrum 30-40%. Stundum finnast aumir hnútar undir húðinni og hafa rannsóknir sýnt fram á hnúðagersbólgu (migratory sil- icon granuloma).15 Hjá 20-40% sjást óskilgreind húðútbrot, kláði og stundum hármissir.12 Viðbragð við utanaðkomandi efni og ónæmisfræðileg áhrif silíkons Lengi var því haldið fram að silíkon væri líffræðilega hlut- laust og skaðlaust efni. Undanfarin ár hafa rannsóknir hins vegar sýnt fram á að þetta er ekki að öllu leyti sannleikanum samkvæmt og að silíkon getur haft ýmis ónæmisfræðileg áhrif, meðal annars sem ónæmisglæðir. Í árdaga notkunar si- líkons var því sprautað beint inn í brjóstvefinn. Fljótlega kom í ljós að silíkonið hélst ekki á staðnum, heldur dreifði sér og framkallaði bólguhnúðager (granulamotous inflammation), sjálfs- ónæmisbólgur og bólguástand í líkamanum. Einnig er þekkt að silíkon getur blætt út um órofna skel ásamt því að geta færst frá lekum púða víðs vegar um líkamann, til lungna og jafnvel heila.16-18 Þetta er staðfest með vefjafræðilegum greiningum.4 Viðbrögð líkamans við utanaðkomandi efni er að umlykja það bandvef ( foreign body response). Sýnt hefur verið fram á að ónæmiskerfið tekur þátt í slíkri bandvefsmyndun kringum brjóstapúða. Í bandvefshimnunni sem umlykur púðann reyn- ist vera aukinn fjöldi CD4+ T-verkfrumna og Foxp3/CD25+ stýrifrumna. Rannsóknir á þessum stýrifrumum sýna að þær eru í öfugu hlutfalli við magn bandvefs í himnunni. Boðefni sem mæld eru í floti eitilfruma sem finnast í örvefshimnunni eru að mestum styrk IL-6, IL-8, IL-17 og γ-interferon sem bend- ir til yfirgnæfandi virkni TH1 og TH17 eitilfruma.19,20 Músa- tilraunir hafa sýnt að IL-17 framleiðslan kemur fyrst, og síðan verður sérhæft svar CD4+ frumna en T-stýrifrumur sem eiga að dempa bólgu virðist skorta.19 Þetta óeðlilega hlutfall Th1 og Th17 frumna annars vegar og stýrifrumna hins vegar, getur svo orðið til þess að sjálfsónæmissjúkdómar myndast. Einnig hefur verið sýnt fram á að ónæmiskerfið bregst við silíkonögnum í líkamanum með áti átfrumna (macrophaga) í ná- lægð við ígræddan snigil (cochlea) í innra eyra, sem mögulega getur skýrt að snigillinn skemmist.6 Í nýlegu yfirliti yfir möguleg áhrif silíkonagna á ónæmis- kerfið er sýnt hvernig silíkon er háð lífefna- og lífeðlisfræði- legum eiginleikum, sem og tegundum frumna sem bregðast við.21,22 Viðbrögð ónæmiskerfisins við silíkonögnum eru að át- frumur taka upp agnirnar, og silkionið lokast inni í leysikorn- um (lysosomes) átfrumunnar (mynd 1). Átfruman ræsir í þessum tilfellum ósértækt bólgusvar (innate immune response) sem myndar bólguumhverfi. Það leiðir svo til framleiðslu frumuboða (cytokines), svo sem interleukin 1β, auk þess sem fram koma hvarfgjörn súrefnissambönd) og hvarfgjörn nitur- sambönd. Þetta leiðir til sjálfstýrðs frumudauða átfrumunnar (apoptosis) sem þá rofnar. Það veldur því að silíkonögnin losnar út í umhverfið og er tekin upp af annarri átfrumu. Útsetning fyrir silíkonögnum leiðir að auki til umfangsmikillar myndun- ar á IL-17 sem veldur svo innflæði daufkyrninga (neutrophils) sem ræsast og mynda hvarfgjörn súrefnissambönd og losa efni, svo sem myeloperoxidasa. Til viðbótar eru silíkonagnirn- ar fluttar með átfrumum til staðbundinna eitla, þar sem þær geta valdið enn frekari örvun ósérhæfðs ónæmissvars. Dýrarannsóknir hafa sýnt fram á að ef dýrin eru með vissa áhættuarfgerð, geti silíkon valdið þróun á sjálfsónæmissjúk- dómi eða versnun hans.23 Að auki hefur verið fram sýnt fram á að konur sem eru með ofnæmissjúkdóm eða sjálfsónæm- issjúkdóm eru líklegri til að þróa með sér ASIA-heilkenni eftir silíkonpúðaísetningu, sem og konur sem eru með sterka fjölskyldusögu um sjálfsónæmissjúkdóma.24 Einnig er líklegt að umhverfisþættir, svo sem reykingar og offita, geti verið hvetjandi þættir.25,26 Margir sjúklingar með ASIA-heilkenni hafa verið greindir með vissa ónæmisgalla eða D-vítamínskort, en þessir tveir þættir geta ýtt undir myndun sjálfsónæmis. Talið er að krónísk

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.