Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2023, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 01.04.2023, Blaðsíða 28
196 L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 F R É T T I R Vilhjálmur sá fyrsti sem útskrifast úr sérnámi í lyflækningum Vilhjálmur Steingrímsson valdi að verða læknir eftir að hafa starfað í greiningardeild Kaupþings við bankahrunið. Hann segir ekki hafa verið erfitt ákveða að setjast aftur á skólabekk enda verið að velja starfsferil til lífstíðar ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Vilhjálmur Steingrímsson varð sá fyrsti til að útskrifast úr 5 ára sérnámi í lyf- lækningum hér á landi 17. mars síðast- liðinn. Sérnámið er kennt í samstarfi við Royal College of Physicians í Bretlandi og hóf Vilhjálmur námið 2016. Hann stundaði doktorsnám samhliða og varði ritgerð sína haustið 2021. „Hlutirnir ganga gjarnan upp þegar maður eltir áhugann og reynir að vera praktískur í leiðinni,“ segir Vilhjálmur sem á sama tíma stofnaði fjölskyldu með Kristrúnu Gunnarsdóttir hljóðverk- fræðingi. „Við hjónin eignuðumst fjölskyldu, eigum tvo stráka. Svo hefur starfið hjá konunni minni kallað á að við værum hérna á Íslandi. Þetta er stór ástæða fyrir því að ég kaus að stunda sérnámið hér heima,“ segir hann og er hógvær yfir því að útskrifast fyrstur. „Fyrst og fremst er gaman að þetta skuli hafa gengið eftir. Frábært að prógrammið hafi gengið svona vel og ég hafi getað klárað allt námið hérna heima. Góðir vinir mínir eru að útskrif- ast úr prógramminu næstu vikur og mánuði. Það var ekki keppikefli að vera fyrstur.“ Hann er ánægður með sérnámið. „Kalt mat: Það er hrikalega gott. Ég held að í alþjóðlegum samanburði standi það framarlega. Þetta var stundum erfitt, eins og sérnám í lækningum er yfirleitt, en líka þar sem þessi rúmlega 10 manna hópur sem var í fararbroddi og þurfti að finna upp hjólið og takast á við áskoranir og finna lausnir á þeim,“ segir hann og tekur verklega PACES-prófið í Bretlandi á þriðja ári sem dæmi. „Það var mjög ólíkt þeim prófum sem við höfðum farið í á námsferlinum. Það er gaman að sjá hvernig prógrammið hér hefur náð góðum tökum á því að undir- búa sérnámslæknana sína fyrir prófið sem reyndist áður stóra hindrunin þessi fimm ár.“ Vilhjálmur útskrifaðist úr læknis- Aðalsteinn Guðmundsson öldrunarlæknir, sem var leiðbeinandi í náminu, Ófeigur Tryggvi Þorgeirsson kennslustjóri í sérnámi lyflækninga, Vilhjálmur Steingrímsson, Tómas Þór Ágústsson framkvæmdastjóri lækninga og Gunnar Thorarensen yfirlæknir sérnáms á Landspítala. Mynd/Helga Ágústa Sigurjónsdóttir. fræði árið 2015 og skráði sig til leiks eftir efnahagshrunið, en hafði verið stærð- fræðingur í vinnu í greiningardeild í Kaupþingsbanka. „Ég var að vinna þar haustið 2008,“ segir hann og þekkt er að þá hrundu íslensku bankarnir. „Það voru um- brotatímar og maður þurfti að fara í naflaskoðun og endaði ég á fara í læknis- fræðina,“ segir hann en að hugmyndin hafi kviknað nokkuð skyndilega. „Ég vildi nýta stærðfræðina við rann- sóknir tengdar heilbrigðisvísindum og fór þá að hugsa: Af hverju ekki að fara í læknisfræði?“ En var ekki erfitt að setj- ast aftur á skólabekk, búinn að kynnast föstum tekjum? „Nei, það var ekki erfið ákvörðun miðað við að velja starfsferil fyrir lífstíð.“ Vilhjálmur er sérfræðingur í almenn- um lyflækningum í Fossvogi. „Nú skoða ég hvort ég ætla að fara í undirsérgrein og þá hvenær.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.