Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.2023, Side 31

Læknablaðið - 01.04.2023, Side 31
L ÆKNABL AÐIÐ 2023/109 199 Læknafélag Reykjavíkur á sér langa og merkilega sögu. Félagið var stofnað 18. október 1909 gagngert til að gera samn- inga við nýstofnað Sjúkrasamlag Reykja- víkur, gæta hagsmuna lækna, sjá um samskipti við sjúkrasamlagið og semja um gjaldskrá fyrir félagsmenn. Það kom að stofnun Læknablaðsins og seinna að stofnun Læknafélags Íslands. Nú sem endranær hefur aðgengi sjúklinga að viðeigandi heilbrigðisþjónustu verið fé- lagsmönnum sérstakt stefnumál. Ég þreytist seint á að segja frá starfi sérgreinalækna á stofu – en það er mjög umfangsmikið og spannar flest svið læknisfræðinnar. Árið 2021 leituðu Ís- lendingar að meðaltali 1,4 sinnum til sérgreinalækna – samtals 510.000 sinn- um. Það eru fleiri komur en til lækna á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og til lækna á göngudeildum Landspítala samanlagt. Afköstin eru mikil, en hver stofulæknir sinnir meira en 1280 læknis- verkum árlega. Þjónustan er samfélaginu sérstaklega hagkvæm – kostnaður við læknisheimsókn hjá sérgreinalækni á stofu er brot af því sem það kostar að leysa sama vandamál á göngudeild á sjúkrahúsi. Í því ljósi er ótrúlegt að hugsa til þess að sérgreinalæknar hafa verið án samnings við ríkið í meira en fjögur ár og þrjá mánuði! Hvað er að vera sjúkratryggður á Íslandi? Víða er þrengt að heilbrigðisþjónustu á landinu og ljóst að eftirspurn er langtum meiri en framboð. Það sést á löngum biðtímum eftir viðtali hjá heimilislækni, bið eftir mati sérgreinalækna, bið á bráðamóttöku, eftir innlögn og aðgerð- um, endurhæfingu, hjúkrunarrýmum og heimahjúkrun og hér mætti lengi telja. Ljóst er að vandinn mun vaxa með fjölg- un þjóðarinnar og öldrun hennar. Hið opinbera hefur endurtekið sagt að vandamálið sé í raun einfalt – þetta sé bara spurning um verð og magn. Fram til þessa hefur gengið brösug- lega að ná saman um verð en kannski Ú R P E N N A S T J Ó R N A R M A N N A L Í Í pistlunum Úr penna stjórnarmanna LÍ birta þeir eigin skoðanir en ekki félagsins. Ragnar Freyr Ingvarsson formaður Læknafélags Reykjavíkur, gigtarlæknir hjá Gigtarmiðstöðinni og lyflæknir á Landspítala enn síður um magn. Hversu margar heimsóknir vill ríkið kaupa? Hversu margar ristilspeglanir? Hversu mörgum börnum á að sinna hjá barnalæknaþjón- ustunni? Hversu mörg geðviðtöl? Eða ofnæmispróf? Hið opinbera verður að ákveða hvaða réttindi eiga að teljast til almanna- trygginga og hvað eigi að standa fyrir utan. Þetta eru krefjandi viðfangsefni sem stjórnmálamenn og embættismenn verða að reyna að leysa. Hvað þýðir það að vera sjúkratryggður á Íslandi? Hvað vilja sérgreinalæknar? Tryggja þarf nýliðun sérgreinalækna svo sjúklingar geti komist að innan nokkurra vikna frá því að tilvísun berst. Sam- kvæmt skilgreiningu landlæknis frá 2016 er ásættanleg bið innan við 30 dagar. Ljóst er að þeim markmiðum hefur ekki verið náð en víða er meira en þriggja mánaða bið og jafnvel miklu lengri. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Sjúkra- tryggingum Íslands virðist þjónusta sérgreinalækna hafa dregist saman um 4,7% árið 2022 borið saman við árið á undan. Staðan er grafalvarleg og ljóst að blása þarf til sóknar ef tryggja á eðlilegt aðgengi að sérgreinalæknum. Nýjungar þarf að innleiða með skyn- samlegum og skjótum hætti. Það leiðir til betri niðurstöðu fyrir sjúklinga. Vilji til að taka upp nýjar meðferðir, nýjungar við greiningu og meðferð sjúklinga þurfa að eiga greiða leið inn í gjaldskrá sjálfstætt starfandi lækna en hún hefur tekið sárafáum breytingum á liðnum áratug. Það hefur ekki staðið á læknum að vilja innleiða nýja þekkingu sjúkling- um til hagsbóta. Leiðrétta þarf verð til lækna, en það hefur ekki verið gert í meira en þrjú ár og hafa læknar verið nauðbeygðir til að leiðrétta gjaldskrár sínar til að standa undir kostnaðar- og launahækkunum. Ef hið opinbera hefði leiðrétt verð til lækna væru álögur á sjúklinga mun minni. Þetta þarf að laga sem fyrst svo tryggja megi aðgengi að mikilvægri þjónustu sérgreinalækna, óháð efnahag. Með samningsleysi hefur því markmiði verið stefnt í voða. Að lokum Samkvæmt úttekt Öryrkjabandalags Íslands hafði samningsleysið kostað sjúklinga nærri tvo milljarða árið 2020. Framreiknað til dagsins í dag má ætla að kostnaður sjúklinga sé kominn í 10 millj- arða frá árinu 2019, þegar samningar runnu út. Þetta eru geysilegar fjárhæðir sem ríkið hefði lögum samkvæmt átt að greiða. Síðustu ár hafa verið krefjandi fyrir sjálfstætt starfandi lækna en fyrst og fremst krefjandi fyrir sjúklingana. Sér- staklega fyrir þá sem lifa á örorkubótum eða hafa lítið á milli handanna. Úr þessu verður að bæta sem fyrst. Mér finnst ávallt einkennilegt til þess að hugsa hvað þessi mikilvægu málefni fá lítið pláss í fréttum eða í samfélags- legum umræðum. Þess vegna skrifa ég þennan pistil – sem er kannski keimlík- ur fyrri skrifum mínum um þessi mál – enda er ég með þetta á heilanum. LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS - MAIN LOGO + 100 YEARS ANNIVERSARY LOGOFélag almennra lækna Þórdís Þorkelsdóttir Sólveig Bjarnadóttir Félag íslenskra heimilislækna Margrét Ólafía Tómasdóttir Oddur Steinarsson Félag sjúkrahúslækna Theódór Skúli Sigurðsson Magdalena Ásgeirsdóttir Læknafélag Reykjavíkur Ragnar Freyr Ingvarsson Katrín Ragna Kemp Steinunn Þórðardóttir formaður Stjórn Læknafélags Íslands Með stöðu sjúkratrygginga og sérgreinalækna á heilanum

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.