Mímir - 01.04.1962, Blaðsíða 19

Mímir - 01.04.1962, Blaðsíða 19
sonar, og má geta þess, að fyrir því nafni fékkst nam.i meiri- lilutasamþykkt á (leildarfundi í lieimspekideild eftir áramótin síðustu. Það er tnín skoðun og margra annarra, að ekki sé við- eigandi að kenna stofnun þessa við ákveðinn mann, jafnvel ekki Jón Sigurðsson. Handritin eru þjóðarinnar, en ekki ein- staks manns. En eins og áður er sagt, er nafn stofnunarinnar ekkert höfuðatriði. Starf lienn- ar er og verður allt. Það eru sannarlega mikil tíð- indi og góð, að stofnun slík sem hér um ræðir skuli nú loks vera að rísa á legg hér á landi. Við það mun verða mikil gróska í íslenzkum fræðum, saman horið við það, sem verið hefur. Þrír fastir starfsmenn og álíka margir styrkþegar ntunu vinna þar stöðugt að handritaútgáf- u m og hvers konar rannsókn- um á ýmsum sviðum íslenzkra fræða. Þjóði n mun eignast fleiri og fleiri merkisrit fyrri tíðar manna í vönduðum og traustum útgáfum, söguleg og hókmenntaleg efni verða kruf- in til mergjar í bókum og rit- gerðum, efni safnað í menn- ingarsögu þjóðarinnar, úr því unnið og það gert aðgengilegt fræðimönnum og almenningi, iirnefnin, hinn mikli fjársjóður máls og sögu, dregin fram í dagsljósið á sama hátt. Fari sem vonir standa til, mun Handrita- stofnun íslands vaxa og dafna í samvinnu við háskólann og hera hróður söguþjóðarinnar hátt og víða. / jebrúar 1962. KANDIDATAR I ÍSLENZKUM FRÆÐUM ASalgeir Kristjánsson, f. 30. maí 1924 á Finnsstöðum, S.- Þing. Cand. mag 1953. Höfuðritgerð: „Brynjólfur Péturs- son og stjórnmálaafskipti hans“. Agnar ÞórSarson. f. 11. sept. 1917 á Kleppi. Cand. mag. 1945. Höfuðritgerð: „Heiðabýlissögur Jóns Trausla og Sjálfstætt fólk Halldórs K. Laxness“. Bókaviirður. Albert SigurSsson, f. 26. okt. 1904 á Rletti, Borg. Cand. tnag. 1941. Höfuðritgerð: „Snorrungagoðorð“. Andrés Björnsson. f. 16. marz í Krossanesi, Skag. Cand. mag. 1943. Höfuðritgerð: „Hemingsþáttur Áslákssonar (kvæði Gríms Thomsens)“. Dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins. Arni Björnsson, f. 16. jan. 1932 á Þorbergsstöðum, Dal. Cand. mag. 1961. Höfuðritgerð: „Jól á íslandi“. Lektor í Greifs- wald, Þýzkalandi. Árni Böðvarsson, f. 15. maí 1924 í Hvolhreppi, Rang. Cand. mag. 1950. Höfuðritgerð: „Þróun hliðar- og sveifluhljóða frá indóevrópska frummálinu til vorra daga“. Orðahókar- ritstjóri. Árni Kristjánsson, f. 12. júlí 1915 á Finnsstöðum, S.-Þing. Cand. mag. 1943. Höfuðritgerð: „íslenzk fuglanöfn í þul- um og elzta skáldskap fram undir 1300“. Kennari við M. A. Ásgeir BI. Magnnsson, f. 2. nóv. 1909 í Tungu, V.-ísafj. Cand. mag. 1945. Höfuðritgerð: „Forskeyti í íslenzku“. Starfs- maður Orðabókar H. I. Baldur Jónsson, f. 20. jan. 1930 á Svalbarðsströnd. Mag. art. 1958. Höfuðritgerð: „Fallstjórn sterkra sagna 4. og 5. flokks með hliðsjón að hrottfalli forskeytis“. Lektor í Svíþjóð. Baldur jónsson, f. 31. okt. 1923 á Mel, Skag. Cand. mag. 1952. Höfuðritgerð: „Ævintýraminni í Hjálmþéssögu“. Kennari í Rvík. Bergsteinn Jónsson, f. 4. okt. 1926 í Reykjavík. Cand. mag. 1957. (Saga Isl. með 2 aukagr.). Höfuðritgerð: „Staðamál fram til 1284“. Kennari við gfrsk. í Rvík. Bjarni ASalbjarnarson, f. 6. des. 1908 á Hvaleyri við Hafn- arfjörð, d. 1. des. 1953. Mag. art 1932. Höfuðritgerð: „Rannsókn á fornum norskum og íslenzkum heimildum 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.