Mímir - 01.04.1962, Blaðsíða 48
Starfsannáll
Mímis
H®?, þykir rétt að gera "rein fyrir j»ví í
örfáum ori'iiim, livað Mímir hefur "ert
til þess að halda uppi félagsstarfsemi innan
íalenzkudeildar síðastliðið ár. Félagið liefur
leitazt við að starfa á j>ann hátt, að það yrði
deildarfélögum hæði til gagns og gamans á
einhvern hátt. Möguleikarnir til félagsstarf-
semi hafa batnað með aukinni tölu stúdenta
í deildinni, og er von, að þeir möguleikar
vaxi enn á næstu árum.
Félagið hefur því ekki með ö 11u setið auð-
um höndum, síðan síðasta skólaári lauk. í
sumar var gengizt fyrir þriggja daga lerð á
Snæfellsnes og í Breiðafjarðarevjar í sam-
vinnu við FerðaJjjónustu stúdenta. Þátttak-
endur unnu sér það til frægðar með aðstoð
hílstjóra síns að koma farartækinu fyrir Bú-
landshöfða og urðu þar með fvrsti ferða-
mannahópurinn, sem leið þessa hefur farið
á bifreið. Leiðsögumaður var próf. Þórhallur
Vilmundarson.
Á síðastliðnu hausti var svo haldin kvöld-
vaka í kaffistofu liáskólans, þar sem fjallað
var um ferðina. Sýndar voru myndir úr ferð-
inni, en Heimir Þorleifsson, B. A., flutti skýr-
ingar. Síðan var flutt eins konar ósamfelld
dagskrá um Snæfellsnes og eyjarnar bæði í
fortíð og nútíð. Þarna voru kaffiveitingar, en
ferðafélagar rifjuðu upp minningar úr för-
inni fram á kvöldið.
Laugardaginn 16. desember var haldin
rannsóknaræfing í samvinnu við Félag ís-
lenzkra fræða. Hún hófst í I. kennslustofu
háskólans með því, að Gunnar Sveinsson,
mag. art., flutti erindi um Gunnar Pálsson
og hrossakjötsdeiluna. Að erindi og umræð-
um loknum var haldið’ á Gamla Garð, og var
dvalizt þar um liríð við fjörugar samræður
og ágætar veitingar.
Kvöldvaka var haldin í kaffistofunni í
febrúarmánuði. Þar flutti Kristinn Krist-
mundsson, stud. mag., erindi um aldamótaljóð
Einars Benediktssonar, en það var hluti af
ritgerð hans til fyrra hluta prófs, sem fjallaði
um aldamótakveðskapinn.
Ólafur Pálmason, stud. mag., flutti J)á er-
indi um Strompleik Halldórs Laxness, og
að síðustu las Örn Ölafsson, stud. mag., rit-
gerð Þórbcrgs Þórðarsonar, Lýrisk vatnsorku-
sálsýki. Nokkrar stúlkur úr deildinni önnuð-
ust kaffiveitingar með stakri prýði.
Föstudaginn 23. rnarz var svo haldin Jtriðja
kvöldvakan, og var hún sérstaklega ætluð er-
lendum stúdentum, sem hér eru við nám í
íslenzku. Sadao Morita, prófessor frá Tokyo,
sagði frá stúdentalífi í Japan, og Jolian Hend-
rik Poulsen flutti erindi um færeyska dansa,
sem hann hafði flutt í fyrra á fundi í félag-
inu Island—Færeyjar. Var gerður góður
rómur að rnáli þeirra beggja.
Ætlunin er að leggja upp í eins dags vís-
indaleiðangur í dymbilviku, og verður |)á að
líkindum farið í Borgarfjörð, í Revkholt,
Borg, og á Akranes.
Einnig er ráðgerð rannsóknaræfing í sam-
vinnu við Félag íslenzkra fræða um páska.
40