Mímir - 01.04.1962, Blaðsíða 48

Mímir - 01.04.1962, Blaðsíða 48
Starfsannáll Mímis H®?, þykir rétt að gera "rein fyrir j»ví í örfáum ori'iiim, livað Mímir hefur "ert til þess að halda uppi félagsstarfsemi innan íalenzkudeildar síðastliðið ár. Félagið liefur leitazt við að starfa á j>ann hátt, að það yrði deildarfélögum hæði til gagns og gamans á einhvern hátt. Möguleikarnir til félagsstarf- semi hafa batnað með aukinni tölu stúdenta í deildinni, og er von, að þeir möguleikar vaxi enn á næstu árum. Félagið hefur því ekki með ö 11u setið auð- um höndum, síðan síðasta skólaári lauk. í sumar var gengizt fyrir þriggja daga lerð á Snæfellsnes og í Breiðafjarðarevjar í sam- vinnu við FerðaJjjónustu stúdenta. Þátttak- endur unnu sér það til frægðar með aðstoð hílstjóra síns að koma farartækinu fyrir Bú- landshöfða og urðu þar með fvrsti ferða- mannahópurinn, sem leið þessa hefur farið á bifreið. Leiðsögumaður var próf. Þórhallur Vilmundarson. Á síðastliðnu hausti var svo haldin kvöld- vaka í kaffistofu liáskólans, þar sem fjallað var um ferðina. Sýndar voru myndir úr ferð- inni, en Heimir Þorleifsson, B. A., flutti skýr- ingar. Síðan var flutt eins konar ósamfelld dagskrá um Snæfellsnes og eyjarnar bæði í fortíð og nútíð. Þarna voru kaffiveitingar, en ferðafélagar rifjuðu upp minningar úr för- inni fram á kvöldið. Laugardaginn 16. desember var haldin rannsóknaræfing í samvinnu við Félag ís- lenzkra fræða. Hún hófst í I. kennslustofu háskólans með því, að Gunnar Sveinsson, mag. art., flutti erindi um Gunnar Pálsson og hrossakjötsdeiluna. Að erindi og umræð- um loknum var haldið’ á Gamla Garð, og var dvalizt þar um liríð við fjörugar samræður og ágætar veitingar. Kvöldvaka var haldin í kaffistofunni í febrúarmánuði. Þar flutti Kristinn Krist- mundsson, stud. mag., erindi um aldamótaljóð Einars Benediktssonar, en það var hluti af ritgerð hans til fyrra hluta prófs, sem fjallaði um aldamótakveðskapinn. Ólafur Pálmason, stud. mag., flutti J)á er- indi um Strompleik Halldórs Laxness, og að síðustu las Örn Ölafsson, stud. mag., rit- gerð Þórbcrgs Þórðarsonar, Lýrisk vatnsorku- sálsýki. Nokkrar stúlkur úr deildinni önnuð- ust kaffiveitingar með stakri prýði. Föstudaginn 23. rnarz var svo haldin Jtriðja kvöldvakan, og var hún sérstaklega ætluð er- lendum stúdentum, sem hér eru við nám í íslenzku. Sadao Morita, prófessor frá Tokyo, sagði frá stúdentalífi í Japan, og Jolian Hend- rik Poulsen flutti erindi um færeyska dansa, sem hann hafði flutt í fyrra á fundi í félag- inu Island—Færeyjar. Var gerður góður rómur að rnáli þeirra beggja. Ætlunin er að leggja upp í eins dags vís- indaleiðangur í dymbilviku, og verður |)á að líkindum farið í Borgarfjörð, í Revkholt, Borg, og á Akranes. Einnig er ráðgerð rannsóknaræfing í sam- vinnu við Félag íslenzkra fræða um páska. 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.