Mímir - 01.04.1962, Blaðsíða 14
Fundahöld, og
skommtanir
Forfíir á
sögustöSvar
og landsins um peninpahjálp til þess að koma út prófrilgerðum, en hún fékkst
ekki, og hefur síðan ekkert orðið af útgáfu, livorki á prenti né í öðru aðgengi-
legu formi. Má ef til vill líta á þetta afmælisblað sem fyrstu efndir útgáfu af
hendi félagsins.
Fundargerðir sýna, að oft hefur verið fjörugt á fundum félagsins á fyrstu árum
þess og umræður stundum heitar. Fundir voru þá alloft haldnir, og menn gerðu
þar fleira en ræða nauðsynja- og alvörumál. Stundum voru lesin upp frumort
ljóð eða sögur, þýðingar nemenda á verkum erlendra höfunda, farið var með
ýmisskonar skop og léttmeti. Einkum er það vert athygli, að menn fluttu
þarna tilraunir sínar til listaverka, ljóð og sögur. Hefur slíkt ekki átt sér stað
á fundum félagsins mörg síðari árin, og þetta sýnir, að aldarhátturinn hefur
hreytzt. Þegar nokkur ár voru liðin frá stofnun félagsins, virðist hafa dofnað
yfir því til muna, og virðist það hafa verið dauflegast í nokkur ár eftir 1950.
I seinni tíð liefur aftur glaðnað til á ýmsan hátt. Félagið hefur tekið að halda
kvöldvökur með kaffidrykkju, upplestri og fleiru til yndis og skemmtunar.
Ásamt Félagi íslenzkra fræða hefur Mímir staðið að haldi rannsóknaræfinga.
Hafa margar góðar rannsóknaræfingar verið haldnar, síðan þær voru teknar
upp að nýju.
Merkur þáttur í starfi félagsins eru kynnisferðir á sögustöðvar. Þegar á fyrsta
starfsvetri var hafizt handa um að útvega fé í þessu skyni, þar sem hér væri
um að ræða ómissandi þátt menntunar í sagnfræði. Fékkst framlag frá mennta-
málaráðuneytinu til slíkra ferða, og voru farnar nokkrar ferðir fyrstu árin;
síðar var ferðastyrkurinn tekinn af félaginu, og féllu þá kynnisferðir þessar
niður alllengi, þar til stuðningur fékkst á ný, og var farið á sögustaði í Rangár-
þingi veturinn 1960. Haustið eftir var ferð í Viðey og síðar sama vetur á sögustaði
í Árnessþingi. Sumarið 1961 var farin ferð kringum Snæfellsnes, út í eyjar á
Breiðafirði og lieimleiðis um Dali og Borgarfjörð. Sú ferð var farin án stuðnings
utan að. Allar þessar ferðir þóttu takast með ágætum, og voru kennararnir Einar
Ólafur Sveinsson, Guðni Jónsson og Þórhallur Vilmundarson leiðbeinendur og
skýrendur.
Horfur eru á, að hagur félagsins hlómgist í framtíðinni og því takist að vinna
meðlimum sínum æ meira nagn. Aðstaðan batnar með auknum nemendafjölda.
Fámenni námsgreinarinnar og það, hve fáir hafa tök á að sinna námi eingöngu
um námstímann, en vinna ýmis stiirf samtímis því, hefur einkum staðið félaginu
fvrir þrifum.
Fyrsti formaður Mímis var Finnbogi Guðmundsson menntaskólakennari, en
síðan hafa eftirtaldir menn gegnt formennsku í félaginu sitt árið hver í þessari
röð: Gunnar Finnbogason, Runólfur Þórarinsson, Ólafur Halldórsson, Aðalgeir
Kristjánsson, Grímur M. Helgason, Sigurður V. Friðþjófsson, Jón Böðvarsson,
Hannes Pétursson, Hallfreður Örn Eiríksson, Ingvar Stefánsson, Árni Björnsson,
Ölafur Pálmason, Einar Sigurðsson, Heimir Steinsson. Núverandi formaður er
Svavar Sigmundsson.
6