Mímir - 01.04.1962, Blaðsíða 39
Morke, opstod vor Verden med dens Dobbelt-
natur. Mennesket er frembragt af <le onde
Aander, hvem ogsaa dets Legeme tilhorer; dog
har Mennesket (Kvinden i mindre grad end
Manden) Lys i sig, som stammer fra Ur-
mennesket. Ogsaa Menneskene frelses ved Ud-
sendinge fra Lysriget.
Hagerups illustrere.de Konversations
Leksikon. 4. útg. VII. Kh. 1951. 197. hls.
Maníkeisminn nái’íi mikilli útbreiðslu ttnt
eitt skeið á miðöldum, einkum í Mið-Asíu og
Miðjarðarhafslöndtim. Brol maníkeiskra trú-
arrita hafa varðveitzt á a. m. k. átta tungu-
málum, og má nokkuð ráða af því um út-
breiðslu. 1 lok 3. aldar tók trúin að breiðast
út um rómverska ríkið og varð kirkjunni
þegar óþægur Ijár í þúfu. Ekki ómerkari
sögupersóna en Ágústínus kirkjufaðir fyllti
flokk maníkea í áratug. Síðar urðti maníkear
fyrir gífurlegum ofsóknum, einkum af bálfu
kirkjunnar, og þeim var að fullu útrýmt á
14. öld.
Þótt eg bafi tafið bér við maníkeismann,
ætla eg ekki að lialda því fram, að rétt sé að
tengja Strompleikinn lionum sjálfum of fast
eða líta á hann sem neins konar forskrift.
Eg skal líka taka það fram, að í því, sem eg
lief lesið um efnið, er ekki allt jafnmikil opin-
berun lesanda Strompleiksins og klausan litla,
sem eg tók upp. En við lestur hennar hljóta
að vakna einhverjar bugrenningar með þeim,
er þekkja leikinn. Og eg hef orðlengt þetta
vegna þess, að þetta grúsk leiddi mig til
þeirrar niðurstöðu, að skoða mætti lok
Strompleiksins í ljósi dúalismans eða tví-
byggjunnar.
III
Mér finnst nærtækt að skilja lok Stromp-
leiksins svo, að um það bil er gestirnir láta
greipar sópa og bverfa, verði nokkurs konar
umhverfing á sviðinu. Hinum eiginlega leik
er lokið. Hér er engin leikflækja eða hnútur
leystur. Leikurinn var ekki annað en svip-
mynd þessa mannlífs, sem við könnumst öll svo
fjarska vel við. En í lokin eru öfl þessa sama
mannlífs dregin fram í einni andrá — með
táknmáli tvíhyggjuhugmyndarinnar uin eilífa
baráttu góðs og ills, ljóss og skugga, þessara
andstæðna, sem allir kenna.
Dæmið er dregið af tveimur persónum leiks-
ins, kúnstner Hansen og Ljónu. Kúnstner
Hansen er ímynd þess manns, sem leitar náð-
argjafarinnar hið innra með sjálfum sér.
Hann bafnar öllum hugmyndum um falskan
veruleika frægðar og ábata, er aðeins sé til
í augliti annarra, en eigi sér enga stoð í verð-
leikum bans sjálfs. Uppbefð hans vaknar ekki
bið innra með honum, bún kemur að utan.
Tákn þessarar lífsstefnu er lampinn Dliarma,
sem kúnstner Hansen ber út um dyrnar á
bragganum.
Við sjáum síðan Ljónu fvrir okkur, eina á
miðju gólfi í húsi móður sinnar, sem bún
býst til að yfirgefa. Hún stendur þar nú sveip-
uð fábrotnum og einlitum kuflinum. Ilið eina
skart, sem hún hefur að bera, er lampinn
Dbarma, sem lýsir upp sviðið. Hún stefnir
með þénnan lampa í spor kúnstnersins út í
lífið sjálft, en bikar við þröskuldinn, þegar
hana brestur það, sem þarf til að fylgja þessu
leiðarljósi, hvort sem við nú köllum það vilja,
kjark eða öðrum nöfnum. Hún skilur lamp-
ann við sig, sveimar um, eins og hún bafi
misst áttanna, en hverfur loks sömu leið og
móðir bennar.
Og öllu sterkara tákn liins dökka vegar en
sótugan strompinn, veit eg ekki, bvort unnt
er að finna, enda er hann áður varðaður
misindisverkum í buga leikhúsgestsins. Barna-
kennarinn Lambi, sem e. t. v. er sannkristinn
maður, kallar strompinn belvíti, en nafngiftir
þessa vegar eru reyndar „orðmynda hljómur“
eins og nafn guðdómsins í augum Þórballs
biskups.
IV
Kiljan hefur sagt frá því sjálfur og aðrir
bent á ljós dæmi þess, hversu mjög gætir í
Strompleiknum endurtekninga eða bergmáls
frá fyrri verkum skáldsins. Einkum eru tengsl-
in ljós milli Brekkukotsannáls og Stromp-
leiksins, þar sem í báðum verkunum er fjall-
31