Mímir - 01.04.1962, Blaðsíða 16

Mímir - 01.04.1962, Blaðsíða 16
ko.nar stofnunum á Norður- löndum. Úr þeim ráðagerðum liefur, sem kunnugt er, ekki orðið. Hið eina, sem benda má á til þessa, er starfsemi hand- ritanefndar háskólans, sem mun hafa verið sett á laggirnar 1955 í því skvni að hefja vísindalega útgáfu á fornritum og Ijós- prentun liandrita. Hefur nefnd- in fengið styrk frá alþingi og þrjú merk rit þegar hirzt á hennar vegum með þeim frá- gangi, sem vísindaútgáfum hæf- ir. (Sbr. Saga Háskóla Islands, bls. 274). Háskóli íslands átti hálfrar ald- ar afmæli hinn 17. júní 1961, og var ákveöið að halda afmælið hátíðlegt í byrjun októbermán- aðar, svo sem mönnum er enn í fersku minni. Það er gamalt mál, að liátíð sé til heilla bezt, og því þótti heimspekideild- inni sem þá mundi hentugur tími til þess að bera fram óskir sínar um stofnun í íslenzkum fræðum í fullkomnari mynd en áður, stofnun, sem bætti úr hrýnni þörf og yrði nokkurs konar afmælisgjöf ríkisstjórn- arinnar og alþingis til háskól- ans. Málið var lagt fyrir fnnd í heimspekideild 17. jan. 1961, og voru prófessorarnir Guðni Jónsson, þáverandi deildarfor- seti, Einar Ól. Sveinsson og Halldór Halhlórsson kjörnir í nefud til þess að undirbúa mál- ið. Skilaöi nefndin áliti sínu og tillögum á deildarfundi 9. rnarz. Þar voru tillögurnar ræddar allrækilega og að lokum sam- þykktar að mestu óbreyttar og deildarforseta falið að leggja þær fyrir rektor og háskólaráð. — Erindi heimspekideildar var lagt fyrir fund í háskólaráði 24. marz. Urðu um það allmiklar umræður, og að þeim loknum var samþykkt að veita erindinu meðmæli liáskólaráðs. Kosin var þriggja manna nefnd, prófessorarnir Armann Snævarr rektor, Guðni Jónsson fulltrúi heimspekideildar og Magnús Már Lárusson fulltrúi guðfræðideildar, til þess að athuga tillögurnar nán- ar og ganga endanlega frá þeim í hendur ríkisstjórnarinnar. Gerði nefndin fáeinar breytingar á orðalagi, einkum með tillili til þess, að háskólaráð var nú orðið aðili að tillögun- um í stað lieimspekideildar. Þess skal og getið, að nefndin valdi hinni væntanlegu stofriun nafnið Handritastofnun ís- lands, en um það hafði heimspekideild ekki komið sér sam- an um ákveðna tillögu, aðeins stungið upp á nokkrum nöfn- um, sem til greina gætu komið og þó öðrum en þeim, sem nefnd háskólaráðs valdi. Erindið var sent menntamálaráðu- neytinu 28. rnarz 1961, og fer það hér á eftir: UM STOFNUN 1 ISLENZKUM ERÆÐUM. Háskólaráð telur vel til fallið, að 150 ára afmælis Jóns Sig- urðssonar og 50 ára afmælis Háskóla Islands verði nt. a. minnzt með þeim hætti, að komið verði þegar á þessu ári á fót rannsóknarstofnun í íslenzkum fræðurn með því sniði, sem að neðan greinir. 7. Nafn. Stofnunin heitir Handritastofnun Islands. 2. Tilgangur. Tilgangur stofnunarinnar er að vinna að aukinni Jtekkingu á máli, hókmenntum og sögu íslenzku Jijóðarinnar fyrr og síðar. Þetta geri stofnunin með öflun og varðveizlu gagna um |>cssi efni, rannsóknum á heimildum um þau, útgáfu handrita og fræðirita og með liverju öðru, sem stutt getur að þessu markmiði. 3. Stjórn. Yfirstjórn stofnunarinnar sé falin nefnd manna, sem í séu þrír prófessorar við Háskóla Islands, sem kosnir séu af há- 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.