Mímir - 01.04.1962, Blaðsíða 45
notar orðiö hagfræði sem þýöingu á orðinu
statistik, og benda allar líkur til, að hann
hafi búið |>að til sjálfur. Er það þannig þar
að sjálfsögðu í alll annarri merkingu en okk-
ur er tamast að leggja í það nú, og í þessari
merkingu var það síðan töluvert notað.
Fræðigreinin ökonomia var þá svo illa á vegi
stödd að eiga sér ekkert heiti á íslenzku, sem
almennt væri viðurkennt, og var svo lengi
enn. Margar tilraunir höfðu verið gerðar til
að íslenzka heiti Iiennar og engin tekizt nema
rétt vel, en einna helzt hafði lialdið velli
orðið þjó&megunarfrœði. Árið 1880 kom út
eftir séra Arnljót Ólafsson fyrsta bókin, sem
rituð var á íslenzku um almenna hagfræði, og
nefndist hún Au&frw&i. Var það orð síðan
töluvert notað sem heiti á fræðigreininni, og
einnig orðið vi&skiptafrœSi, sem Jón Ölafsson,
ritstjóri og alþingismaður, mun liafa horið
einna mesta ábyrgð á.
Öll þessi heiti á sömu fræðigreininni urðu
svo til þess, að nokkur ruglingur varð á, og
dróst orðið hagfræði síðan inn í hann, því að
um náskyldar greinar var að ræða, sem oftast
var fjallað um í sömu andránni á opinberum
vettvangi. Áttuðu margir sig ekki á því, að
um tvær fræðigreinar væri að ræða, og lykt-
aði þessu því svo, að stytzta og munntamasta
orðið, hagfræði, vann sigur í samkeppninni
og varð að lokum almennt notað í daglegu
máli sem sameiginlegt hciti á báðum fræði-
greinunum, ökonomiu og statistik.1)
1) Sjá nánar um þetta efni greinina Islenzk hag-
fræði eftir Gylfa Þ. Gíslason í tímaritinu Ur þjóðar-
húskapnum. útg. Framkvæmdabanki íslands, Rvk., 2.
hefti, marz 1956.
Þetta hefur orðið nokkuð snemma, og sést
það t. d. á því, að í Supplementer til islandske
Ordhoger, Tredje Samling, eftir Jón Þorkels-
son, sem út kom í Reykjavík 1890—97, er
orðið hagfræði þýtt svo: „(Statistik) Stats-
okonomiu. Jón Þorkelsson hefur því greini-
lega þekkt báðar merkingarnar, en talið þýð-
iuguna Statsökonomi (þ. e. þjóðhagfræði,
hagfræði) öllu réttari. Einnig má benda á, að
í ltinni íslenzk-dönsku orðabók Sigfúsar
Blöndals, sem út kom 1920—24, er orð’ið bæði
þýtt með Nationalökonomi og Statistik, en
einnig gefin þýðingin hagsýni eða ökonomisk
Indsigt, sem virðist vera einhver aukamerk-
ing. Þess ber þó að geta, að ekki er fullkom-
lega treystandi á orðabók Sigfúsar Blöndals
sem heimild um nákvæmt málfar þess tíma,
sem hún var samin á, því að við samningu
hennar var leitað fanga í ritað mál töluvert
aftur í tímann. Öllu traustari heimild í því
efni virðist mega telja hina íslenzk-ensku orða-
bók Geirs Zoega, sem út kom 1922 (hér farið
eftir 3. útg. 1951, sem er Ijósprentun 2. útg.,
1922), en þar er orðið hagfræði þýtt eingöngu
með political economy (enska heitið á hag-
fræði), svo að af því virðist mega draga þá
ályktun, að þá liafi sú merking þegar útrýmt
hinni eldri.
Fleiri dæmi mætti tína til úr íslenzkum
orðabókum og öðrum slíkum heimildum um
þetta atriði, en er þó ekki ástæða til að lialda
lengra í því efni, þar sem fæstum mun bland-
ast hugur um, að merking orðsins hagfræði í
íslenzku nútímamáli sé hin sama og erlenda
orðsins ökonomia. Um statistik nota íslenzkir
hagfræðingar hins vegar nú tölfrœði, og er
það orð m. a. notað í viðskiptadeild Háskóla
Islands, þar sem hún er kennslugrein. Verður
ekki séð, að nokkur rök mæli á móti því orði,
enda er það munntamt og hefur þegar verið
tekið upp af þeirri stétt manna, sem mest
fjallar um þessi efni. Þá má og geta þess, að
í nútímamáli eimir enn eftir af liinni gömlu
merkingu orðsins hagfra-ði, þar sem eru orðin
hagstofa og liagskýrsla, en að baki þeim orð-
37