Mímir - 01.04.1962, Blaðsíða 27
1) Sumir telja æskilegt, að unglingar geri
sér grein fyrir uppruna orða, um leið og þeir
læra að stafsetja þau. Þetta kann að vera rétt
um lítinn hóp greindustu nemenilanna, en það
er fjarri sanni um allan þorra þeirra. Annað
þýðingarmeira námsefni lilýtur að sitja fyrir.
2) Ymsir segja: „Lítum á mál eins og ensku.
Stafsetning hennar er enn fjær framburði en
stafsetning íslenzkunnar, og ber ekki á, að
það stándi henni fyrir þrifum“. Við þetta er
margt að athuga. Islenzkan er töluð af i>r-
fáum og á í vök að verjast. Við þurfum því að
forðast í lengstu lög, að hér skapist sá regin-
niunur í meðferð málsins milli mcnntaðra
manna og lítt menntaðra, sem alls staðar ríkir
með stórþjóðunum. Þess vegna megum við
ekki leggja neinar óþarfa hindranir í veg
þeirra, sem eru að læra notkun málsins,
hversu óviðfelldnar sem okkur kunna að
þykja hinar nauðsynlegu breytingar, meðan
við erum að venjast þeim. Með enskumælandi
mönnum hafa einnig risið upp margir, sem
hafa viljað gerbreyta stafsetningu, og bar þar
hæst G. B. Shaw, meðan hann lifði. Ég las
nýlega rit eftir kunnan málvísindamann, próf.
Stephen Ullman. Hann drepur þar á þessi
mál og telur, að ekki verði komizt hjá því að
gera einhverjar breytingar á stafsetningu
enskunnar, en nefnir þó nokkrar veigamiklar
röksemdir gegn breytingum. Ég ræði þær ekki
nánar, en það er athyglisvert, að engin þeirra
á við um íslenzku. Helztu röksemdirnar eru
útbreiðsla og mállýzkumunur, og ennfremur
hinar öru breytingar enskunnar og þróun til
einsatkvæðisorða (Sbr. Stephen Ullman,
Words and their Use (London 1951), 20.).
3) Ég hliðra mér hjá að ræða röksemdir
um fegurð. I þessu efni finnst mönnum það
yfirleitt fagnrt, sem þeir eru vanir.
Það er ekki ætlunin að leggja hér fram
ákveðnar tillögur í ölluin atriðum, en þó get
ég ekki stillt mig um að benda á þær breyt-
ingar, sem ég tel, að hefðu mestan ávinning
í för með sér og heri því tvímælalaust að
gera í næsta áfanga. Varkárni er að vísu góð
í þessu sem öðru, en of mikil liófsemi er
hættuleg. Það borgar sig örugglega að ganga
svo langt í breytingum, að menn geti orðið
sæmilega ánægðir með þær alllangan tíma,
en þurfi ekki að fara að breyta reglunum
strax aftur.
Það mun naumast ofmælt, að allt að því
helmingur af þeim tíma, sem varið er til staf-
setningarkennslu í miðskólum, fari til að
kenna ritun tveggja stafa, y og z, sem þó eiga
sér engin samsvarandi hljóð í talmálinu.
Þessa stafi vil ég báða afgreiða með stuttri
reglu: „y og z eru nú aldrei rituð í íslenskum
orðum“.
z liygg ég, að yrði fáum harmdauði. Regl-
um um ritun hennar er alls ekki fylgt nema
af litlum hluta þjóðarinnar. Börnum þarf
ekki að kenna hana, og á skyldunámsstigi læra
aðeins greindustu unglingarnir að rita hana
rétt. Hinir, sem ekki eru eins vel af guði gerð-
ir, læra raunar að skrifa stafinn og nota liann
venjulega óspart á prófum, en eru sjaldan
svo heppnir að setja hann á réttan stað. Sem
betur fer Iiætta flestir fljótlega aftur að
nota z, og svo er raunar um marga mennta-
menn líka. Flestir eru þessvegna samþykkir
því að fella niður z. Þó hefur sú fáránlega
málamiðlunartillaga komið fram að leyfa z
að haldast í stofni orða, þótt liún yrði felld
niður í endingum sagna. Þetta væri ömurlegt
misræmi og nær vonandi ahlrei fram að ganga.
Nokkuð öðru máli gegnir um y. Að vísu er
mjög erfitt að læra að skrifa það rétt, enda
getur syo farið, að jafnvel Jærðustu menn
greini á um, livað rétt sé. Þó hefur vaninn
megnað að gera úr því eins konar goð hjá
miklum hluta þjóðarinnar. Mér virðist mál til
komið að steypa þessu goði af stalli. Hljóðið
er liorfið úr málinu fyrir nokkrum öldum,
og stafsetningin verður að fylgja hljóðbreyt-
ingurn eftir, þótt ástæðulaust sé að gleypa við
þeim, sem ekki eru um garð gengnar. Veiga-
mesta riiksemdin gegn því að fella niður v
19