Mímir - 01.04.1962, Blaðsíða 25

Mímir - 01.04.1962, Blaðsíða 25
í síðasta hefti Menntamála (sept,-—des. 1961) birtist álvktun um íslenzkukennslu í gagnfræðaskólum, sem fundur nokkurra ís- lenzkukennara í Reykjavík, kvaddur saman af fræðslumálastjóra, liafði gert. 1 ályktun þessari koma fram margar merkilegar til- lögur um breytingar á námsefni og námstil- högun, sem eflaust verða til mikilla bóta, ef þær ná fram að ganga. Þessar hugleiðingar eru fjarri því að vera gagnrýni á þessum tillögum, heldur eins kon- ar viðbót. Einn stærsta gallann á núverandi fyrir- komulagi bygg ég vera þann, að í kröfum til unglingaprófs er allt of lítill greinarmunur gerður á greindustu unglingunum, sem lík- legir eru til framhaldsnáms, og hinum lakari. Að vísu er með tillögum þeim, sem ég nefndi áðan, bent á skref í rétta átt, þar sem la'gt er til, að unglingapróf í málfræði og bók- menntum verði ekki landspróf, eins og það er nú. Gefst þá skólunum nokkurt svigrúm til að liaga þessu eftir eigin geðþótta. En þetta er ekki nóg. Þær kennslubækur, sem nú eru notaðar, eru fjarri því að vera við liæfi lakari bekkja unglingastigsins. Handa þeim vantar fyrst og fremst bækur, þar sem minna er af þululærdómi en meira af alls kyns raunhæfum verkefnum. Þyrftu þau jafnframt að vera þannig gerð, að mögulegt væri að vekja ábuga nemendanna á viðfangs- efninu. Eins og málfræðikennslu befur verið hagað fram að þessu í gagnfræðaskólum, befur bún að allt of miklu levti snúizt um beygingafræðistagl, sem kemur málkennd nemenda að sáralitlum notum, en hefur það eitt í för með sér, að þeir fyllast ævilangri óbeit á öllu námi, sem kennt er við íslenzku. Sannleikurinn er sá, að stöSnun og íhaldssemi hefur einkennt starfsaSferðir og val náms- efnis í íslenzku lijá öllum þorra kennara síð- ustu áratugina. Ein orsök þess er, að mikill skortur er á mönnuni með nægilega menntun til að ann- ast íslenzkukennslu í gagnfræðaskólum, en það er aftur rökrétt afleiðing af þeirri stefnu j)jóðfélagsins að sekta kennaraefni fyrir að afla sér menntunar og því, að við Háskóla Islands er ekki liægt að taka neitt próf í ís- lenzku, sem hæfilegt er fyrir gagnfræðaskóla- kennara. Það er ekki sanngjarnt að ætlasl til þess, að rnenn leggi á sig 6—7 ára nám til að verða gagnfræðaskólakennarar, þótt }>að liafi raunar margir gert, enda hlýtur íslenzku- deild að setja markið hærra með lokaprófum sínum en að útskrifa gagnfræðaskólakennara. Hún á að útskrifa menn með vísindalega þjálfun. Því fer j)ó fjarri, að kennaraskortur geti afsakað núverandi ástand. Kennsluaðferðir og námsefni verða að vera í stöðugri endur- skoðun með hliðsjón af almennri þróun sálar- og uppeldisfræði, nýjustu aðferðum við móð- urmálskennslu erlendis og tillögum og ábend- ingum starfandi kennara. Þessari jjekkingu þarf síðan að miðla binum ýmsu skólum jafn- óðum. Lítil þjóð eins og Islendingar verður að bagnýta sér reynslu annarra þjóða, ef bún á að komast eitthvað áfram. Þetta á ekki síður við móðurmálskennslu en annað. Þessu mætti koma mjög áleiðis, án þess að tilkostnaður þyrfti að aukast nokkuð að ráði. Nú gilda j>ær reglur, að kennarar, sem starfað bafa visst árabil, geti fengið árs orlof á fullum launum til að mennta sig erlendis og kynna sér fræðslumál. Þessu orlofi þyrfti að fylgja sú kvöð, að kennararnir gæfu ýtarlega skýrslu um það, sem þeir liefðu lært nvtsamlegt í för sinni, og síðan ætti fræðslumálaskrifstofan að vinna úr jicssum skýrslum og dreifa niður- stöðunum meðal kennara. Við bljótum að geta bagnýtt okkur í miklu ríkara mæli en nú er gert reynslu þeirra þjóða, sem lengst eru á veg komnar í uppeldismálum og eiga við svipuð vandamál að stríða. Má í þessu sambandi benda á ágæta grein eftir Óskar Halldórsson cand. mag., sem birtist í Mennta- jnálum árið 1957. Ályktun sii, sem ég vitnaði til bér að ofan, hófst með Jjessum orðum: „Aðalmarkmið ís- 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.