Mímir - 01.04.1962, Blaðsíða 42
illi lotningu. Segir skáldið, að vifí munum
kyssa konungleg spor hans, sem stígur á kjöltu
móður okkar, en hin aldna fjallkona breiði
fagnandi út faðminn á móti honum og j>akki
lionxim af innstu rót j>á elsku og virðingu, sem
henni sé nú sýnd. Þá ávarpar skáldið fjall-
konuna og biður hana skarta sínum fegursta
skrúða og lieilsa gesti sínum með djörfung.
Segir skáldið hana þekkja konunglega lotn-
ingu, þótt ellileg sé, og biður hana að faðma
að sér föður sinn. Því næst snýr skáldið orðum
sínum aftur til konungs og mælir á jxessa leið:
Stíg nú inn til vor, faíSir fús,
fylgjur þínar oss blvssun valda,
vort er hjarla þitl veizluhús,
vonin og elskan salinn tjalda.
Minna jxessar línur mjög á Konungsminni
eftir séra Matthías, þar sem stendur:
Sjá liástól þinn. vor himinfjöll,
og h jarta vort, er konungshöll
þér býr.
Þá er konungur beðinn að líta sína „hollu
drengi“, sem lengi hafi elskað og lotið dönsk-
um konungum, og hann er einnig beðinn að
virða fyrir sér Island eða réttara sagt fjall-
konuna, jxar sem hún situr „sveipuð brúsandi
Atlantshafi", einmana og öllum öðrunx þjóð-
um fjarri. Nú muni hún koma og heilsa
konungi sínum fagnandi.
Hér hefst því annar hluti kvæðisins. Skáldið
teflir fram landinu sem lifandi veru í líki
fjallkonunnar, og hún ávarpar konung sinn.
Fyrst býður hún hann velkominn. Hún biður
sólina og skína á skaut sitt hvítt, biður gljúf-
ur og fossa að skemmta konungi, úrga hájökla
anda blítt og landvættir Ijx'ika upp höllum
dverga. Hiin hiður „stálklæddan vættinn“ að
standa á Ingólfsfjalli og litast um og sjá kon-
ung og kristna jxjóð. Segir hún, að sér verði
starsýnt á konunginn, „virðulegan og elsku-
ríkan“; guð hafi ekki áður leyft sér að sjá
þvílíkan gest á Þingvelli. Hxxn segir, að fram
fyrir konunginn muni hún leiða sonu sína og
dætur og fela fátæka þjóð sína á náðir guðs
og konungsins. Síðan segir:
Sjá nú, hvaS ég er beinaber,
brjóstin visin og fölar kinnar,
eldsteyptu lýsa hraunin hér
hörSum búsifjum œvi minnar;
Kóréma mín er kaldur snjátr,
klömbrur hafísa rnitt aSsetur,
þrautir mínar í þúsund ár
þekkir guS einn og taliS getur.
Þetta er átakanleg lýsing, dregin hörðum,
miskunnarlausum dráttum, sem jafnan eru
einkenni á skáldskap Bólu-Hjálmars; heiting
orðanna er hvöss, og skarpur skilningur og
innileg txilkun samfara karhnannlegu væmnis-
leysi gerir jxessar línur að tærri ljóðlist, eins
og hixn verður bezt.
Þjóðin er saman komin konungi til heiðurs,
ungir menn glíma og „fljóðin ungu fingranett“
fiétta honum blómkrans. Síðan segir Fjall-
konan:
Fegin ég vildi fylgja þér,
faSir, um bláa storSar hringa;
ég méi um aldur hírast hér
og haföldur láita á mér springa.
Svo kemur að kveðjuorðum fjallkonunnar:
Pigg ni't rninn hreiruin kœrleiks koss,
kveSjan tárvota mín er þessi:
HéSan vér væntum heilla oss,
hilmi vorn styrki guS og blessi!
Að lokum biður svo fjallkonan konunginn
lengi lifa og segir, að nafn hans verði letrað
óafmáanlegu letri á sjálft landið. Hér endar
34