Mímir - 01.04.1962, Blaðsíða 33

Mímir - 01.04.1962, Blaðsíða 33
A&alsteinn Daví8sson: UM SÉRLESTRARSTOFU Það er sennilega óþarfi að lýsa húsaskipun Háskólabókasafns fyrir nokkrum stúdent. Allir vita, að' lesstofan, sem svo er kölluð, er jafnframt inngangur lil bókavarðar. Hitt vita ef til vi 11 færri, að á Háskólabókasafni eru um fiO þúsund eintök bóka (um þriðjungur á við Landsbókasafnið) og eru þessar bækur sérstaklega miðaðar við þarfir stúdenta. Það hefur aldrei verið áblaupaverk að koma upp bókasafni, en bókasafn er engu að síður lieili allra báskóla, þar sem húmanistísk fræði eru stunduð, alveg eins og tilrauna- stofur eru lieili raunvísinda svokallaðra. Því er eðlilegt, að húmanistískum dcildum sé bókasafnið bugstætt. Á lesstofu Háskólabókasafns eru 32 óþægi- leg sæti við 4 ólieppileg borð með vondri lýsingu. Inn af lesstofunni er afluktur klefi, sem geymir nú 6 læknanema, en klefinn var upphaflega, segir sagan, ætlaður próflestrar- mönnum. 1 klefanum eru engar veggbóka- hillur, en skárri borð en í sjálfri lesstofunni, en það segir engan veginn, að borðiu í klef- anum séu góð. Við bókasafnið er einn bókavörður. Hefur hann það starf að annast útlán, skrásetja safnið, panta bækur og halda uppi bókaskipt- um við önnur bókasöfn, sem oft hafa sent Háskóla Islands bækur að gjöf, svo að þús- undum króna skiptir í verðmætum. Sér það liver maður, að það er algerlega ofvaxið ein- um manni að sjá um þetta allt saman, jafn- vel þótt bann hafi inargra manna starfsþrek og minni á við hundraðþúsund seðla spjald- skrá. Getur ástand bókasafnsins og aðstaða ekki kallazt samboðin virðingu Háskólans. Stúdentarnir í Islenzkudeild eru öðrum báðari bókasafninu, bandbækur þær skipta þúsundum, sem þeir þyrftu að geta gengið að til að tína úr fróðleik þann, sem ætlazt er til, að þeir komist yfir á einbvern bátt. Það er ekki nóg með, að stúdentar í áminnztri deild þurfi svona margar bækur, heldur eru þar að auki uppseldar nauðsynlegustu bækurnar og fást ekki nema bjá fornsölum og })á á okurverði. Lestur á bókum safnsins eiga stúdentar að stunda í fyrrgreindri lesstofu við óheppileg- ustu skilyrði. Þó myndu þeir ekki kvarta, ef ekki vildi svo til, að safnið er alltaf fullsetið af öðrum stúdentum úr deildum, þar sem stúdentar eiga sjálfir þær bækur, scm þeir þurfa að nota. Núverandi ástapd í lestraraðstöðu stúdenta í Islenzkudeild er til skammar og skaða. Það vita allir, að þeir liafa engar fullnægjandi og tæmandi kennslubækur og ntunu ablrei fá. Þeir þurfa að lesa sér til í liundruðum bóka, slá upp á einlægum tilvitnunum og lesa smá- greinar úr hinum og þessum bókum og tíma- ritum, sem bvergi finnast nema á söfnum. Og svo fá þeir ekki sæti á safninu, því að á borðunum eru haugar af Gray’s Anatomy, Obligationsretten, Psykologi og fleiri álíka auðfáanlegum bókum. (Framhald á bla8sí8u 28) 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.