Mímir - 01.04.1962, Blaðsíða 29
Svavar Sigmundsson:
KENNSLU-
STUNDIll
OG
N ÁMSLEIÐBEININ G AR
I
U, ÞEGAR Mímir, félag stúdenta í ís-
lenzkum fræðum, hefur náð fimmtán ára
altlri og telur sijj koinið á þann aldurinn, að
það fjeti látið frá sér fara lítið blaðkorn, þvkir
rétt að verja nokkru af rúmi þess til að hug-
leiöa lítillega annan þátt þess markmiðs, sem
félaginu var í upphafi ætlað að þjóna. Sá
þátturinn er liagsmunalegs eðlis og varðar
aðstöðu nemenda til náms í deildinni, og hefur
þá fyrirkomulag kennslustunda oft verið ofar-
lega á baugi í umræðum deildarfélaga um
þessi mál. Þannig kom fram tillaga á stofn-
fundi félagsins 11. des. 1946 þessa efnis:
„Deildarmenn skora á kennara sína: ... 3)
að haga svo kennslu, að liún fari dag livern
öll fram fyrir hádegi eða eftir“.
Ásamt fleiri tillögum var hún send forseta
deildarinnar. Á fundi í Mími 21. jan. 1947
kom það fram, að deildarforseti hafði komið
að máii við einn stjórnarmeðlim og tjáð hon-
um, „að haganlegra yrði, að framkvæmd
þeirra tillagna, er nemendur liöfðu sent sér,
frestaðist um eitt ár“.
Frestunin varð lengri en árið eina. Engin
lausn fékkst á þessu máli þá, og er ástandið
víst óbreytt enn í dag.
Á fundi í félaginu 11. marz 1960 var rætt
um þetta mál að nýju, og var formanni þá
falið að ræða við deildarforseta.
16. febr. 1961 var það enn ítrekað á fundi,
og var stjórninni falið að skrifa deildarfor-
seta bréf þess efnis. Svo var gert, og skipaði
heimspekideild nefnd til að fjalla um máliö.
Engar breytingar urðu á kennslustundum í
baust frá vormisseri 1961, og mun hagræðing
þeirra hafa strandað á því, að stundir, sem
21