Mímir - 01.04.1962, Blaðsíða 46

Mímir - 01.04.1962, Blaðsíða 46
um liggur svipuð liugsun og að baki orðsins hagfræði í merkingunni statistik. Sama máli gegnir um orðið hagfræðingur, en í málvitund flestra nútímamanna mun það jöfnum hönd- um liafa merkinguna maður, sem er mennt- aður í hagfræði, og maður, sem fæst við hag- skýrslugerð. Tilgangurinn með þessum skrifum er samt ekki sá að rekja sögulega þróun orðsins hag- fræði, heldur hitt, að vekja athygli á því, að í öllum þeim orðahókiun, sem nú eru mest notaðar við þýðingar á íslenzku af erlendum tungumálum, gælir enn leifa af þessari gömlu og nú löngu úreltu merkingu orðsins hag- fræði. Kemur þetta fram í þýðingum hinna mismunandi mynda orðsins statistik og orða, sem af því eru dregin, á íslenzku. Er því rétt að taka hér upp þær þýðingar, sem máli skipta í þessu sambandi, úr þeim íslenzkum orða- bókum yfir erlend tungumál, sem nú numu vera í flestra höndum. I liinni dansk-íslenzku orðahók Freysteins Gunnarssonar o. fl., Rvk. 1957, eru eftirfar- andi þýðingar gefnar: statistik: liagskýrsla, yfirlitsskýrsla (um ástand í tilteknu efni, oftast í tölum); hag- fræði. statistiker: hagfræðingur. statistisk: skýrslulegur, hagfræðilegur; statistisk burcau: hagstofa. í hinni þýzk-íslenzku orðabók Jóns Ófeigs- sonar, 2 .útg., Rvk. 1953, eru eftirfarandi þýð- ingar gefnar: Statistik: hagfræði; skýrsla, yfirlit. statistisch: liagfræðilegur; skýrslulegur. 1 hinni ensk-íslenzku orðabók Sigurðar Arnar Bogasonar, Rvk. 1952, eru eftirfarandi þýðingar gefnar: statistic(al): liagfræðilegur, talfræðilegur. slatistician: hagfræðingur, talfræðingur. statistics: liagfræði; yfirlit, skýrsla: stalis- tics of crime, of births and deaths: skýrsla um glæpi, skýrsla um fæðingar og dauða (dauðs- föll). Og í hinni fransk-íslenzku orðahók Gerard Boots með viðaukum eftir Þórhall Þorgilsson, Rvk. 1953, eru þessar þýðingar gefnar: statisticien: hagfræðingur, talfræðingur. statistique: hagfræðilegur (rapports statisti- ques); no. kvk. hagfræði, talfræði. Þess má geta, að orðin talfræðingur og tal- fræðilegur munu vera mynduð af orðinu tal- fræði, en það nýyrði kom einhverju sinni fram sein tillaga um íslenzka þýðingu á orð- inu statistik, en náði ekki útbreiðslu. Af þessum dæmum sést, að ef miða á við nútímamerkingu, þ. e. þá merkingu, sem flestum mun tamast að leggja í þessi hugtök nú, er hér fyllilega þörf á breytingum til betri vegar. Þýðingin hagfræði á orðinu statistik og tilsvarandi orðmyndum hinna ýmsu tungumála er löngu úrelt, og er það ekki til neins annars en að stuðla að auknum glundroða á þessu sviöi, að viðhalda henni í orðabókum yfir íslenzkt nútímamál. Nokkur vandi er þó á höndum í sambandi við íslenzkt heiti þess manns, sem fæst við tölfræðilegar rannsóknir eða hagskýrslugerð. Orðið hag- fræðingur er nokkuð fast í málinu í þessari merkingu, en það mun þó fyrst og fremst stafa af því, að þessi störf eru einkum unnin af hagfræðingum, þ. e. hagfræðimenntuðum inönnum. Virðist því full ástæða lil að halda því orði í orðabókum, en þó þykir mér rétt að hafa þar einnig orðið lölfræðingur og halda því frekar fram en hinu. Fvrir lýsingarorðið statistik og tilsvarandi orðmyndum liinna að halda þýðingunni hagfræðilegur, þar sem það yrði einungis neikvætt. I þess stað verður að telja réttast að taka upp orðið tölfrœði- legur. Þess má geta í sambandi við dæmin úr ensku og frönsku orðabókunum um „statist- iskar“ skýrslur (statistics of crime etc.; rap- ports statistiques), að sá er munur á tölfræði- legurn og hagfræðilegum skýrslum eða álits- gerðum, að hinar fyrr nefndu eru eingöngu eða nær eingöngu í tölum (hagskýrslur), en hinar síðar nefndu byggjast á almennum hag- fræðilögmálum og eru því að mestu í lausu máli. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.