Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 25

Mímir - 01.04.1973, Blaðsíða 25
með ákveðið baráttumál að markmiði, endur- reisn alþingis á Þingvöllum. Það er sama, hvar drepið er niður í ljóð Jónasar frá þessu tíma- bili, í þeim flesmm, ef ekki öllum, er hann að brýna þjóð sína, vekja hana og hvetja. Kvæð- ið Gunnarshóhni (Rit, bls. 50—53), sem er líklega ort hér heima sumarið 1837, er með líku sniði og Island. Sömu aðferð er beitt, land- inu lýst fyrr og nú, og Gunnar á Hlíðarenda er af sama hetjukyni og hetjur Islands. Hann er að vísu búinn „atgeirnum beitta”, en er hann horfir „hlíðarbrekku móti", þá segir hann: ... „Sá eg ei fyr svo fagran jarðar-gróða, fénaður dreifir sér um grænan haga, við bleikan akur rósin blikar ,rjóð... Það er stórbóndinn Gunnar á Hlíðarenda en ekki bardagahetjan, sem snýr aftur. Og saman- burðurinn við fornöldina er ekki nútíðinni í vil: Þar sem að áður akrar huldu völl, ólgandi Þverá veltur yfir sanda; sólroðin líta enn hin öldnu fjöll árstrauminn harða fögrum dali granda; flúinn er dvergur, dáin hamra-tröll, dauft er í sveitum, hnipin þjóð í vanda;... Náttúran hefur nú einnig tekið á sig aðra og verri mynd, landvættir flýja eða deyja, svart- sýnin verður mun meiri en í ljóðinu Island. Veizlukvæði Jónasar frá þessum tíma bera svipmót þeirrar hugsjónar, er aldrei sleppir af honum tökunum. I kvæðinu Vísur Islendinga, (Rit, bls. 42—44), „... sem nú er sungið ná- lega í hverju íslenzku samkvæmi, {og} var fyrst sungið í veizlu, sem gjörð var 27 Júní 1835 fyrir Halldóri Einarssyni sýslumanni, og tveim öðrum Islendingum, sem þá fóru heim.15 hvetur hann vini sína, sem á heimleið eru, óspart til dáða: ... Hamingjan veiti voru fósturláði, svo vetði mörgum deyfðar-vana breytt, allan þann styrk af ykkar beggja ráði, sem alúð, fjör og kraftar geta veitt. Enn skýrar kemur þetta fram í veizlukvæðinu Til herra Páls Gaimard. (Flutt) I samsæti Is- lendinga í Kaupmannahöfn 16. jan. 1839, (Rit, bls. 57—59). Ljóðið byrjar á því, er Gaimard stendur á Heklutindi og horfir yfir landið, og Jónas spyr: ... Þótti þér ekki Island þá yfirbragðs-mikið til að sjá? En síðar kemur andstæðan, er Gaimard kemur til Þingvalla: Þú komst á breiðan brunageim við bjarta vatnið fiskisæla, þar sem vér áður áttum hæla fólkstjórnar-þingi frægu um heim; nú er þar þrotin þyrping tjalda, þögult og dapurt hraunið kalda; Þótti þér ekki Island þá, alþingi svipt, með hrellda brá? Sömu aðferð er hér beitt og í ísland og Gunnars- hólma, samanburður gerður á fornöld og nútíð sem hert er á með endurtekningu spurningar- innar, sem spurð var í fyrsta erindi, en hér með gagnstæðu formerki. Og það er engin tilviljun, að Jónas nefnir Gaimard „frakkneskan mann", hann er þeirrar þjóðar, sem fyrst setti fram kjörorðin: frelsi, jafnrétti, bræðralag: ... við vitum glöggt, að anntu okkur, frakkneskur maður, frjálsri þjóð; því andinn lifir æ hinn sami, þótt afl og þroska nauðir lami... Benedikt Gröndai segir í ævisögu sinni um þetta ljóð: „Kvæði Jónasar barst skjótt til Is- lands, og lærðu menn það ósjálfrátt, og var það mjög sungið, því það hreif allra hug,... En enginn efi er á því, að þetta er eitt af þeim kvæðum, sem einna mest hafa vakið Islend- inga."16 Og ekki má gleyma gamankvæðinu Borðsálmur, (Rit, bls. 162—164), sem sungið var í samsæti 26. apríl 1839, og er skemmti- leg skoplýsing á íslenzku þjóðlífi, en með alvar- legum undirtóni: 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.